Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Hrafnhildur Hannesdóttir og Tinna Þórarinsdóttir skrifa 20. mars 2025 09:33 Alls staðar í heiminum bera jöklar þess merki að loftslag er að hlýna vegna athafna mannkyns. Mælingar á magni koltvísýrings í lofti hafa verið gerðar á Mauna Loa á Hawaii síðan 1958 og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum frá árinu 1992 og eykst styrkur hans jafnt og þétt. Gildin sem nú mælast eru þau hæstu í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru fordæmalausar og ískjarnarannsóknir á ísbreiðum Suðurskautslandsins og Grænlands sýna það vel. Rýrnun jökla á Íslandi með því mesta sem þekkist Á síðustu áratugum hefur hert á rýrnun jökla um allan heim en mismikið eftir svæðum og er rýrnun jökla á Íslandi með því mesta sem þekkist. Frá aldamótunum 1900 hafa jöklar á Íslandi minnkað um 20% að flatarmáli og nú eru tugir lítilla jökla horfnir. Tæplega helmingur rýrnunarinnar hefur átt sér stað frá aldamótunum 2000. Mælingar á íslensku jöklunum gefa til kynna að þeir hafi rýrnað að meðaltali um 8,3 milljarða tonna á ári frá síðustu aldamótum. Það samsvarar því að þeir hafi þynnst sem nemur um einum metra að meðaltali á ári. Jöklar utan stóru ísbreiðanna á heimskautunum rýrnuðu um 6500 milljarða tonna af ís á árunum 2000 til 2023 sem leiddi til 18 mm hækkunar á sjávarborði heimshafanna. Ef fram heldur sem horfir munu margir jöklar hverfa fyrir lok 21. aldar. Afleiðingar hörfandi jökla Við hörfun jökla stækka jökullón og ný myndast, ár skipta um farvegi og rennsli vatnsfalla breytist, landris eykst í nágrenni jökla, fjallshlíðar verða óstöðugar og hætta á skriðuföllum og aurskriðum eykst. Þessar umhverfisbreytingar hafa áhrif á uppbyggingu innviða og skipulag til framtíðar. Af þessum sökum er nauðsynlegt að fylgjast vel með breytingum á jöklunum og náttúruvá sem kann að skapast, ekki síst vegna þess að jöklarnir og svæðin næst þeim eru vinsælir ferðamannastaðir. Sömuleiðis er orkubúskapur landsins mjög háður afrennsli frá jöklum og mun rýrnun jöklanna hafa veruleg áhrif á vatnsaflsframleiðslu til lengri tíma litið. Á næstu áratugum má búast við auknu afrennsli af þessum sökum sem síðar mun fara minnkandi eftir því sem jöklarnir minnka. Nú er tími til þess að bregðast við Framtíð jökla landsins er mjög háð þróun loftslags og sjávarhita umhverfis Ísland. Útreikningar byggðir á sviðsmyndum um loftslagsbreytingar benda til þess að takist að takmarka hlýnun á 21. öld við 2°C muni rýrnun íslenskra jökla til loka aldarinnar þó verða umtalsverð eða á bilinu 40−50%. Ef hlýnunin verður meiri, verður enn minna eftir af jöklum landsins við lok aldarinnar. Með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og styðja við alþjóðlegar aðgerðir verður hægt að takmarka hlýnun og á sama tíma draga úr massatapi jökla í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli, og ákveðið að 21. mars ár hvert verði héðan í frá sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til þess að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Að þessu sinni er alþjóðlegur dagur vatns (22. mars) einnig tileinkaður jöklum og varðveislu þeirra. Fyrsti alþjóðadagur jökla Í tilefni þessara alþjóðadaga, jökla og vatns verða haldnir þrír viðburðir föstudaginn 21. mars. Í Grósku verður fundur kl. 10:00 í samstarfi Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskólans sem ber heitið „Jöklar, orka og vísindi“. Eftir hádegið kl. 14:00 verður haldinn viðburður í Veröld – húsi Vigdísar, þar sem flutt verða nokkur erindi um jökla og jöklabreytingar og tilkynnt verður um vinningshafa í samkeppni barna og ungmenna um verk tengd jöklum. Að fundinum standa Jöklarannsóknafélags Íslands, Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans, Náttúrufræðistofnun, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður, Náttúruminjasafn Íslands og Íslenska vatnafræðinefndin. Í beinu framhaldi af fundinum í Veröld verður opnuð kl. 15:30 sýningin „Kynslóðir jökla“ í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu. Verið öll velkomin. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskólans og stjórnarmaður í Jöklarannsóknafélagi Íslands. Hrafnhildur Hannesdóttir, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands og varaformaður Jöklarannsóknafélags Íslands. Tinna Þórarinsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, f.h. Íslensku vatnafræðinefndarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jöklar á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alls staðar í heiminum bera jöklar þess merki að loftslag er að hlýna vegna athafna mannkyns. Mælingar á magni koltvísýrings í lofti hafa verið gerðar á Mauna Loa á Hawaii síðan 1958 og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum frá árinu 1992 og eykst styrkur hans jafnt og þétt. Gildin sem nú mælast eru þau hæstu í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru fordæmalausar og ískjarnarannsóknir á ísbreiðum Suðurskautslandsins og Grænlands sýna það vel. Rýrnun jökla á Íslandi með því mesta sem þekkist Á síðustu áratugum hefur hert á rýrnun jökla um allan heim en mismikið eftir svæðum og er rýrnun jökla á Íslandi með því mesta sem þekkist. Frá aldamótunum 1900 hafa jöklar á Íslandi minnkað um 20% að flatarmáli og nú eru tugir lítilla jökla horfnir. Tæplega helmingur rýrnunarinnar hefur átt sér stað frá aldamótunum 2000. Mælingar á íslensku jöklunum gefa til kynna að þeir hafi rýrnað að meðaltali um 8,3 milljarða tonna á ári frá síðustu aldamótum. Það samsvarar því að þeir hafi þynnst sem nemur um einum metra að meðaltali á ári. Jöklar utan stóru ísbreiðanna á heimskautunum rýrnuðu um 6500 milljarða tonna af ís á árunum 2000 til 2023 sem leiddi til 18 mm hækkunar á sjávarborði heimshafanna. Ef fram heldur sem horfir munu margir jöklar hverfa fyrir lok 21. aldar. Afleiðingar hörfandi jökla Við hörfun jökla stækka jökullón og ný myndast, ár skipta um farvegi og rennsli vatnsfalla breytist, landris eykst í nágrenni jökla, fjallshlíðar verða óstöðugar og hætta á skriðuföllum og aurskriðum eykst. Þessar umhverfisbreytingar hafa áhrif á uppbyggingu innviða og skipulag til framtíðar. Af þessum sökum er nauðsynlegt að fylgjast vel með breytingum á jöklunum og náttúruvá sem kann að skapast, ekki síst vegna þess að jöklarnir og svæðin næst þeim eru vinsælir ferðamannastaðir. Sömuleiðis er orkubúskapur landsins mjög háður afrennsli frá jöklum og mun rýrnun jöklanna hafa veruleg áhrif á vatnsaflsframleiðslu til lengri tíma litið. Á næstu áratugum má búast við auknu afrennsli af þessum sökum sem síðar mun fara minnkandi eftir því sem jöklarnir minnka. Nú er tími til þess að bregðast við Framtíð jökla landsins er mjög háð þróun loftslags og sjávarhita umhverfis Ísland. Útreikningar byggðir á sviðsmyndum um loftslagsbreytingar benda til þess að takist að takmarka hlýnun á 21. öld við 2°C muni rýrnun íslenskra jökla til loka aldarinnar þó verða umtalsverð eða á bilinu 40−50%. Ef hlýnunin verður meiri, verður enn minna eftir af jöklum landsins við lok aldarinnar. Með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og styðja við alþjóðlegar aðgerðir verður hægt að takmarka hlýnun og á sama tíma draga úr massatapi jökla í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli, og ákveðið að 21. mars ár hvert verði héðan í frá sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til þess að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Að þessu sinni er alþjóðlegur dagur vatns (22. mars) einnig tileinkaður jöklum og varðveislu þeirra. Fyrsti alþjóðadagur jökla Í tilefni þessara alþjóðadaga, jökla og vatns verða haldnir þrír viðburðir föstudaginn 21. mars. Í Grósku verður fundur kl. 10:00 í samstarfi Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskólans sem ber heitið „Jöklar, orka og vísindi“. Eftir hádegið kl. 14:00 verður haldinn viðburður í Veröld – húsi Vigdísar, þar sem flutt verða nokkur erindi um jökla og jöklabreytingar og tilkynnt verður um vinningshafa í samkeppni barna og ungmenna um verk tengd jöklum. Að fundinum standa Jöklarannsóknafélags Íslands, Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans, Náttúrufræðistofnun, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður, Náttúruminjasafn Íslands og Íslenska vatnafræðinefndin. Í beinu framhaldi af fundinum í Veröld verður opnuð kl. 15:30 sýningin „Kynslóðir jökla“ í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu. Verið öll velkomin. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskólans og stjórnarmaður í Jöklarannsóknafélagi Íslands. Hrafnhildur Hannesdóttir, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands og varaformaður Jöklarannsóknafélags Íslands. Tinna Þórarinsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, f.h. Íslensku vatnafræðinefndarinnar.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun