Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. mars 2025 19:47 Hafdís Renötudóttir gjörsamlega hatar að tapa. Vísir/Diego Hafdís Renötudóttir leyfði sér að slá á létta strengi eftir öruggan sex marka sigur Vals gegn Haukum í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Valskonur náðu góðu forskoti snemma leiks er liðið tók á móti Haukum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Valur vann að lokum sex marka sigur, 29-23, en Hafdís segir þó að það sé alltaf erfitt að mæta Haukum. „Mér finnst erfitt að koma inn í alla leiki og ég er bara sátt með að hafa unnið,“ sagði Hafdís í leikslok. „Var þetta auðveldara en ég bjóst við? Nei. Það er alltaf erfitt að spila á móti Haukum.“ „Það var gott að ná forskotinu í fyrri hálfleik, bara til þess að dempa niður slakari frammistöðu í seinni hálfleik. Við misstum aðeins markvörsluna niður í seinni, en sóknarleikurinn var bara heilt yfir flottur held ég. Stelpurnar voru ótrúlega flottar í kvöld og það var mikilvægt fyrir okkur að ná í sigur eftir tapleik síðast.“ Valsliðið mátti þola tveggja marka tap gegn Fram í öðrum toppslag í síðustu umferð Olís-deildarinnar, en það var annað tap liðsins í deildinni í vetur. Þrátt fyrir að tapleikirnir séu alls ekki margir eru Valskonur komnar með algjört ógeð af því að tapa. „Við erum ekki vanar því að tapa og nú erum við búnar að tapa nóg. Þetta er bara ógeðsleg tilfinning. Við erum búnar að tapa nóg til að vita hvað það er ógeðslega ömurlegt. Við erum allar setja auka tíu prósent í þetta því við ætlum að reyna að tapa ekki fleiri leikjum því það er svo vond tilfinning.“ „Við erum svo mikið keppnisfólk hérna og við erum í þessu til að standa okkur vel. Þegar við stöndum okkur vel þá kemur kannski sigur og við erum kannski að tengja þetta saman, en þegar við sýnum ekki frammistöðu þá vitum við alveg hvað getur gerst.“ Þrátt fyrir að aðeins tvær umferðir séu eftir af deildarkeppninni er nóg á döfinni hjá Valsliðinu. Valur fer til Slóvakíu á næstu dögum og mætir Michalovce í undanúrslitum Evrópubikarsins áður en deildarkeppnin klárast og svi í kjölfarið tekur úrslitakeppnin við. „Ég vona bara að við nýtum þessa leiki til að fá sjálfstraust og að allar fái að spila. Svo erum við náttúrulega að fara til Slóvakíu á föstudaginn í Evrópubikarinn og við þurfum að vera góðar þar og vonandi komum við heim með eitthvað forskot. En þetta er drullugott lið sem við erum að spila á móti.“ Hafdís þvertekur þó fyrir það að það sé einhver þreyta í liðinu. „Ertu ekki að grínast? Við erum aldrei þreyttar,“ sagði Hafdís að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjá meira
Valskonur náðu góðu forskoti snemma leiks er liðið tók á móti Haukum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Valur vann að lokum sex marka sigur, 29-23, en Hafdís segir þó að það sé alltaf erfitt að mæta Haukum. „Mér finnst erfitt að koma inn í alla leiki og ég er bara sátt með að hafa unnið,“ sagði Hafdís í leikslok. „Var þetta auðveldara en ég bjóst við? Nei. Það er alltaf erfitt að spila á móti Haukum.“ „Það var gott að ná forskotinu í fyrri hálfleik, bara til þess að dempa niður slakari frammistöðu í seinni hálfleik. Við misstum aðeins markvörsluna niður í seinni, en sóknarleikurinn var bara heilt yfir flottur held ég. Stelpurnar voru ótrúlega flottar í kvöld og það var mikilvægt fyrir okkur að ná í sigur eftir tapleik síðast.“ Valsliðið mátti þola tveggja marka tap gegn Fram í öðrum toppslag í síðustu umferð Olís-deildarinnar, en það var annað tap liðsins í deildinni í vetur. Þrátt fyrir að tapleikirnir séu alls ekki margir eru Valskonur komnar með algjört ógeð af því að tapa. „Við erum ekki vanar því að tapa og nú erum við búnar að tapa nóg. Þetta er bara ógeðsleg tilfinning. Við erum búnar að tapa nóg til að vita hvað það er ógeðslega ömurlegt. Við erum allar setja auka tíu prósent í þetta því við ætlum að reyna að tapa ekki fleiri leikjum því það er svo vond tilfinning.“ „Við erum svo mikið keppnisfólk hérna og við erum í þessu til að standa okkur vel. Þegar við stöndum okkur vel þá kemur kannski sigur og við erum kannski að tengja þetta saman, en þegar við sýnum ekki frammistöðu þá vitum við alveg hvað getur gerst.“ Þrátt fyrir að aðeins tvær umferðir séu eftir af deildarkeppninni er nóg á döfinni hjá Valsliðinu. Valur fer til Slóvakíu á næstu dögum og mætir Michalovce í undanúrslitum Evrópubikarsins áður en deildarkeppnin klárast og svi í kjölfarið tekur úrslitakeppnin við. „Ég vona bara að við nýtum þessa leiki til að fá sjálfstraust og að allar fái að spila. Svo erum við náttúrulega að fara til Slóvakíu á föstudaginn í Evrópubikarinn og við þurfum að vera góðar þar og vonandi komum við heim með eitthvað forskot. En þetta er drullugott lið sem við erum að spila á móti.“ Hafdís þvertekur þó fyrir það að það sé einhver þreyta í liðinu. „Ertu ekki að grínast? Við erum aldrei þreyttar,“ sagði Hafdís að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti