Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. mars 2025 19:47 Hafdís Renötudóttir gjörsamlega hatar að tapa. Vísir/Diego Hafdís Renötudóttir leyfði sér að slá á létta strengi eftir öruggan sex marka sigur Vals gegn Haukum í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Valskonur náðu góðu forskoti snemma leiks er liðið tók á móti Haukum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Valur vann að lokum sex marka sigur, 29-23, en Hafdís segir þó að það sé alltaf erfitt að mæta Haukum. „Mér finnst erfitt að koma inn í alla leiki og ég er bara sátt með að hafa unnið,“ sagði Hafdís í leikslok. „Var þetta auðveldara en ég bjóst við? Nei. Það er alltaf erfitt að spila á móti Haukum.“ „Það var gott að ná forskotinu í fyrri hálfleik, bara til þess að dempa niður slakari frammistöðu í seinni hálfleik. Við misstum aðeins markvörsluna niður í seinni, en sóknarleikurinn var bara heilt yfir flottur held ég. Stelpurnar voru ótrúlega flottar í kvöld og það var mikilvægt fyrir okkur að ná í sigur eftir tapleik síðast.“ Valsliðið mátti þola tveggja marka tap gegn Fram í öðrum toppslag í síðustu umferð Olís-deildarinnar, en það var annað tap liðsins í deildinni í vetur. Þrátt fyrir að tapleikirnir séu alls ekki margir eru Valskonur komnar með algjört ógeð af því að tapa. „Við erum ekki vanar því að tapa og nú erum við búnar að tapa nóg. Þetta er bara ógeðsleg tilfinning. Við erum búnar að tapa nóg til að vita hvað það er ógeðslega ömurlegt. Við erum allar setja auka tíu prósent í þetta því við ætlum að reyna að tapa ekki fleiri leikjum því það er svo vond tilfinning.“ „Við erum svo mikið keppnisfólk hérna og við erum í þessu til að standa okkur vel. Þegar við stöndum okkur vel þá kemur kannski sigur og við erum kannski að tengja þetta saman, en þegar við sýnum ekki frammistöðu þá vitum við alveg hvað getur gerst.“ Þrátt fyrir að aðeins tvær umferðir séu eftir af deildarkeppninni er nóg á döfinni hjá Valsliðinu. Valur fer til Slóvakíu á næstu dögum og mætir Michalovce í undanúrslitum Evrópubikarsins áður en deildarkeppnin klárast og svi í kjölfarið tekur úrslitakeppnin við. „Ég vona bara að við nýtum þessa leiki til að fá sjálfstraust og að allar fái að spila. Svo erum við náttúrulega að fara til Slóvakíu á föstudaginn í Evrópubikarinn og við þurfum að vera góðar þar og vonandi komum við heim með eitthvað forskot. En þetta er drullugott lið sem við erum að spila á móti.“ Hafdís þvertekur þó fyrir það að það sé einhver þreyta í liðinu. „Ertu ekki að grínast? Við erum aldrei þreyttar,“ sagði Hafdís að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Valskonur náðu góðu forskoti snemma leiks er liðið tók á móti Haukum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Valur vann að lokum sex marka sigur, 29-23, en Hafdís segir þó að það sé alltaf erfitt að mæta Haukum. „Mér finnst erfitt að koma inn í alla leiki og ég er bara sátt með að hafa unnið,“ sagði Hafdís í leikslok. „Var þetta auðveldara en ég bjóst við? Nei. Það er alltaf erfitt að spila á móti Haukum.“ „Það var gott að ná forskotinu í fyrri hálfleik, bara til þess að dempa niður slakari frammistöðu í seinni hálfleik. Við misstum aðeins markvörsluna niður í seinni, en sóknarleikurinn var bara heilt yfir flottur held ég. Stelpurnar voru ótrúlega flottar í kvöld og það var mikilvægt fyrir okkur að ná í sigur eftir tapleik síðast.“ Valsliðið mátti þola tveggja marka tap gegn Fram í öðrum toppslag í síðustu umferð Olís-deildarinnar, en það var annað tap liðsins í deildinni í vetur. Þrátt fyrir að tapleikirnir séu alls ekki margir eru Valskonur komnar með algjört ógeð af því að tapa. „Við erum ekki vanar því að tapa og nú erum við búnar að tapa nóg. Þetta er bara ógeðsleg tilfinning. Við erum búnar að tapa nóg til að vita hvað það er ógeðslega ömurlegt. Við erum allar setja auka tíu prósent í þetta því við ætlum að reyna að tapa ekki fleiri leikjum því það er svo vond tilfinning.“ „Við erum svo mikið keppnisfólk hérna og við erum í þessu til að standa okkur vel. Þegar við stöndum okkur vel þá kemur kannski sigur og við erum kannski að tengja þetta saman, en þegar við sýnum ekki frammistöðu þá vitum við alveg hvað getur gerst.“ Þrátt fyrir að aðeins tvær umferðir séu eftir af deildarkeppninni er nóg á döfinni hjá Valsliðinu. Valur fer til Slóvakíu á næstu dögum og mætir Michalovce í undanúrslitum Evrópubikarsins áður en deildarkeppnin klárast og svi í kjölfarið tekur úrslitakeppnin við. „Ég vona bara að við nýtum þessa leiki til að fá sjálfstraust og að allar fái að spila. Svo erum við náttúrulega að fara til Slóvakíu á föstudaginn í Evrópubikarinn og við þurfum að vera góðar þar og vonandi komum við heim með eitthvað forskot. En þetta er drullugott lið sem við erum að spila á móti.“ Hafdís þvertekur þó fyrir það að það sé einhver þreyta í liðinu. „Ertu ekki að grínast? Við erum aldrei þreyttar,“ sagði Hafdís að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira