Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. mars 2025 18:24 Kosið verður á ný dagana 26. og 27. mars. Háskóli Íslands Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild HÍ og Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ hlutu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands í dag. Þar sem hvorugt þeirra hlaut meirihluta atkvæða fer fram önnur atkvæðagreiðsla að viku liðinni. Niðurstöðurnar úr fyrri umferð rektorskjörsins voru kunngjörðar í aðalbyggingu Háskóla Íslands rétt í þessu. Víðir Smári Petersen prófessor við lagadeild HÍ og formaður kjörstjórnar kynnti úrslitin. Magnús hlaut 33,6 prósent atkvæða og Silja 29,3 prósent. Atkvæði starfsfólks vógu 70 prósent í kjörinu og atkvæði nemenda 30 prósent. „Þetta gekk eins og í sögu, þessar rafrænu kosningar. Þetta er í fyrsta skipti sem þær eru alfarið rafrænar og kosningaþátttaka var mjög góð,“ sagði Víðir Smári við fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir skynjar mikinn áhuga innan skólans á kosningunum. „Bæði starfsfólk og nemendur átta sig á því að þetta er starf sem skiptir miklu máli fyrir starfsemi Háskólans.“ Sjö voru í framboði í embættið. Björn Þorsteinsson, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði í HÍ, sem hlaut 9,3 prósent atkvæða. Ganna Pogrebna, prófessor, hlaut 0,7 prósent atkvæða. Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags og prófessor, hlaut 13,6 prósent atkvæða. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs og dósent, hlaut 11,5 prósent. og Oluwafemi E Idowu prófessor, hlaut 0,5 prósent. Auðir seðlar voru 1,3 prósent. Á kjörskrá voru 14.557 einstaklingar, 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Kosning hófst í gærmorgun og lauk síðdegis í dag. Víðir segir kosningaþátttöku góða en 88,5 prósent starfsmanna og 37,3 prósent nemenda greiddu atkvæði. Heildarkjörsókn var þannig 43,48 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Niðurstöðurnar úr fyrri umferð rektorskjörsins voru kunngjörðar í aðalbyggingu Háskóla Íslands rétt í þessu. Víðir Smári Petersen prófessor við lagadeild HÍ og formaður kjörstjórnar kynnti úrslitin. Magnús hlaut 33,6 prósent atkvæða og Silja 29,3 prósent. Atkvæði starfsfólks vógu 70 prósent í kjörinu og atkvæði nemenda 30 prósent. „Þetta gekk eins og í sögu, þessar rafrænu kosningar. Þetta er í fyrsta skipti sem þær eru alfarið rafrænar og kosningaþátttaka var mjög góð,“ sagði Víðir Smári við fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir skynjar mikinn áhuga innan skólans á kosningunum. „Bæði starfsfólk og nemendur átta sig á því að þetta er starf sem skiptir miklu máli fyrir starfsemi Háskólans.“ Sjö voru í framboði í embættið. Björn Þorsteinsson, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði í HÍ, sem hlaut 9,3 prósent atkvæða. Ganna Pogrebna, prófessor, hlaut 0,7 prósent atkvæða. Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags og prófessor, hlaut 13,6 prósent atkvæða. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs og dósent, hlaut 11,5 prósent. og Oluwafemi E Idowu prófessor, hlaut 0,5 prósent. Auðir seðlar voru 1,3 prósent. Á kjörskrá voru 14.557 einstaklingar, 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Kosning hófst í gærmorgun og lauk síðdegis í dag. Víðir segir kosningaþátttöku góða en 88,5 prósent starfsmanna og 37,3 prósent nemenda greiddu atkvæði. Heildarkjörsókn var þannig 43,48 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira