Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. mars 2025 18:24 Kosið verður á ný dagana 26. og 27. mars. Háskóli Íslands Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild HÍ og Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ hlutu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands í dag. Þar sem hvorugt þeirra hlaut meirihluta atkvæða fer fram önnur atkvæðagreiðsla að viku liðinni. Niðurstöðurnar úr fyrri umferð rektorskjörsins voru kunngjörðar í aðalbyggingu Háskóla Íslands rétt í þessu. Víðir Smári Petersen prófessor við lagadeild HÍ og formaður kjörstjórnar kynnti úrslitin. Magnús hlaut 33,6 prósent atkvæða og Silja 29,3 prósent. Atkvæði starfsfólks vógu 70 prósent í kjörinu og atkvæði nemenda 30 prósent. „Þetta gekk eins og í sögu, þessar rafrænu kosningar. Þetta er í fyrsta skipti sem þær eru alfarið rafrænar og kosningaþátttaka var mjög góð,“ sagði Víðir Smári við fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir skynjar mikinn áhuga innan skólans á kosningunum. „Bæði starfsfólk og nemendur átta sig á því að þetta er starf sem skiptir miklu máli fyrir starfsemi Háskólans.“ Sjö voru í framboði í embættið. Björn Þorsteinsson, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði í HÍ, sem hlaut 9,3 prósent atkvæða. Ganna Pogrebna, prófessor, hlaut 0,7 prósent atkvæða. Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags og prófessor, hlaut 13,6 prósent atkvæða. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs og dósent, hlaut 11,5 prósent. og Oluwafemi E Idowu prófessor, hlaut 0,5 prósent. Auðir seðlar voru 1,3 prósent. Á kjörskrá voru 14.557 einstaklingar, 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Kosning hófst í gærmorgun og lauk síðdegis í dag. Víðir segir kosningaþátttöku góða en 88,5 prósent starfsmanna og 37,3 prósent nemenda greiddu atkvæði. Heildarkjörsókn var þannig 43,48 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Niðurstöðurnar úr fyrri umferð rektorskjörsins voru kunngjörðar í aðalbyggingu Háskóla Íslands rétt í þessu. Víðir Smári Petersen prófessor við lagadeild HÍ og formaður kjörstjórnar kynnti úrslitin. Magnús hlaut 33,6 prósent atkvæða og Silja 29,3 prósent. Atkvæði starfsfólks vógu 70 prósent í kjörinu og atkvæði nemenda 30 prósent. „Þetta gekk eins og í sögu, þessar rafrænu kosningar. Þetta er í fyrsta skipti sem þær eru alfarið rafrænar og kosningaþátttaka var mjög góð,“ sagði Víðir Smári við fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir skynjar mikinn áhuga innan skólans á kosningunum. „Bæði starfsfólk og nemendur átta sig á því að þetta er starf sem skiptir miklu máli fyrir starfsemi Háskólans.“ Sjö voru í framboði í embættið. Björn Þorsteinsson, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði í HÍ, sem hlaut 9,3 prósent atkvæða. Ganna Pogrebna, prófessor, hlaut 0,7 prósent atkvæða. Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags og prófessor, hlaut 13,6 prósent atkvæða. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs og dósent, hlaut 11,5 prósent. og Oluwafemi E Idowu prófessor, hlaut 0,5 prósent. Auðir seðlar voru 1,3 prósent. Á kjörskrá voru 14.557 einstaklingar, 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Kosning hófst í gærmorgun og lauk síðdegis í dag. Víðir segir kosningaþátttöku góða en 88,5 prósent starfsmanna og 37,3 prósent nemenda greiddu atkvæði. Heildarkjörsókn var þannig 43,48 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira