Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 19. mars 2025 13:01 Árið 1964 voru sett lög í Bandaríkjunum sem afléttu áralangri aðgreiningu svarts fólks á almenningsklósettum, sundstöðum og drykkjarbrunnum. Fram að þeim tíma þurfti svart fólk verið aðgreint frá öðrum – undir þeim formerkjum að svart fólk væri óæðra og jafnvel hættulegt hvítu fólki. Sömuleiðis var ótti við það að „kynstofnarnir“ blönduðust, en hjónaband milli fólks af mismunandi „kynstofnum“ var ólöglegt til ársins 1967. Í dag finnst flestum slík aðgreining firra í siðmenntuðu samfélagi – og hluti af grimmri meðferð svarts fólks í Bandaríkjunum sem má aldrei endurtaka sig. En í okkar nútíma samfélagi lifir enn angi af þessari hugsun gagnvart öðrum hópum, og finnst sumu fólki það sjálfsagt og réttlætanlegt að útskúfa fólki frá þjónustu, aðgengi að almenningsrýmum og réttinum til hjónabands svo fátt sé nefnt. Aðgreining hinsegin fólks Á Íslandi voru lög um staðfesta samvist samþykkt árið 1996, og síðar voru gerð ein hjúskaparlög árið 2010 þar sem hjónaband varð á milli tveggja einstaklinga, í stað þess að vera eingöngu á milli karls og konu. Það eru því í raun ekki nema 15 ár liðin þar sem hinsegin fólk hefur staðið jafnfætis öðrum þegar kemur að hjónabandi á Íslandi. Árið 2012 tóku í gildi lög sem kváðu á um heilbrigðisþjónustu og lagaleg réttindi trans fólks. Þar fékk trans fólk leyfi til að breyta lagalegu kyni og nafni í Þjóðskrá, og þar er kveðið á um að þau njóti réttinda í samræmi við kynskráningu.Með þessum lögum fékk trans fólk til dæmis rétt til að nota almenningsklósett, sundstaði og aðra þjónustu í samræmi við kynvitund og kynskráningu, burtséð frá því hvort að viðkomandi hafi undirgengist kynstaðfestandi aðgerð eður ei. Enda væri fáránlegt að krefjast þess að fólk undirgangist skurðaðgerðir til þess að njóta sömu sjálfsögðu réttinda og aðrir. Hversdagslegur hinseginleiki En vitaskuld varð trans fólk ekki allt í einu til árið 2012 þegar réttindi þeirra voru fest í lög, og hafa nýtt sér kynjuð rými í samræmi við kynvitund í marga áratugi fyrir það. En ástæða þess að það þótti mikilvægt að festa þetta í lög er af sömu ástæðum og það þótti mikilvægt að banna aðgreiningu svarts fólks í Bandaríkjunum. Vegna þess að það er enn fólk í samfélaginu sem telur slíka aðgreiningu ekki vera siðferðislega ranga. Það finnst þeim þrátt fyrir að samhugur ríki heilbrigðisvísinda, alþjóðastofnanna og sérfræðinga um að velferð þeirra sé bundin við viðurkenningu og að þau geti lifað lífi sínu í samræmi við kynvitund – bæði í félagslegum og lagalegum skilningi. Það kemur mér því alltaf á óvart að fólki finnist það ekki sjálfsagður hlutur að trans fólk nýti þjónustu og rými samræmi við kynvitund. Sér í lagi þar sem við erum tiltölulega lítill hópur – eða kringum 1% af þjóðarúrtaki – og einnig rosa ólíklegt að fólk myndi yfir höfuð taka eftir okkur hvort eð er. Þetta minnir á umræðuna þegar fólk hafði rosalegar áhyggjur af því að þau þyrftu að deila búningsklefum eða klósettum með hommum og lesbíum. Í dag þætti okkur flestum slíkar áhyggjur frekar fáranlegar og sennilega hómófóbískar – og því gefur það auga leið að slíkar áhyggjur varðandi trans fólks byggja á samskonar fordómum og ástæðulausri hræðslu. Ég held því að fólk sem hafi svona miklar áhyggjur af þessu þurfi þess einfaldlega ekki. Ég veit ekki með ykkur, en ég er rosalega lítið að velta fyrir mér öðru fólki í klefanum og líkömum þeirra.Ef þú hittir trans manneskju í sundklefanum þá gerist nefnilega nákvæmlega ekkert. Ég er allavega bara að fara í sturtu, fara í sundbolinn og svo út í laug. Svo syndi ég kannski aðeins ef ég er metnaðarfull, fer í gufuna og hangi svo í heita pottinum og læt mig soðna þar eins og blöðruselur.Frekar hversdagslegt. Ætli ég bara skelli mér ekki í sund á eftir með vinum mínum?Höfundur er reglulegur sundlaugagestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Málefni trans fólks Sundlaugar og baðlón Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1964 voru sett lög í Bandaríkjunum sem afléttu áralangri aðgreiningu svarts fólks á almenningsklósettum, sundstöðum og drykkjarbrunnum. Fram að þeim tíma þurfti svart fólk verið aðgreint frá öðrum – undir þeim formerkjum að svart fólk væri óæðra og jafnvel hættulegt hvítu fólki. Sömuleiðis var ótti við það að „kynstofnarnir“ blönduðust, en hjónaband milli fólks af mismunandi „kynstofnum“ var ólöglegt til ársins 1967. Í dag finnst flestum slík aðgreining firra í siðmenntuðu samfélagi – og hluti af grimmri meðferð svarts fólks í Bandaríkjunum sem má aldrei endurtaka sig. En í okkar nútíma samfélagi lifir enn angi af þessari hugsun gagnvart öðrum hópum, og finnst sumu fólki það sjálfsagt og réttlætanlegt að útskúfa fólki frá þjónustu, aðgengi að almenningsrýmum og réttinum til hjónabands svo fátt sé nefnt. Aðgreining hinsegin fólks Á Íslandi voru lög um staðfesta samvist samþykkt árið 1996, og síðar voru gerð ein hjúskaparlög árið 2010 þar sem hjónaband varð á milli tveggja einstaklinga, í stað þess að vera eingöngu á milli karls og konu. Það eru því í raun ekki nema 15 ár liðin þar sem hinsegin fólk hefur staðið jafnfætis öðrum þegar kemur að hjónabandi á Íslandi. Árið 2012 tóku í gildi lög sem kváðu á um heilbrigðisþjónustu og lagaleg réttindi trans fólks. Þar fékk trans fólk leyfi til að breyta lagalegu kyni og nafni í Þjóðskrá, og þar er kveðið á um að þau njóti réttinda í samræmi við kynskráningu.Með þessum lögum fékk trans fólk til dæmis rétt til að nota almenningsklósett, sundstaði og aðra þjónustu í samræmi við kynvitund og kynskráningu, burtséð frá því hvort að viðkomandi hafi undirgengist kynstaðfestandi aðgerð eður ei. Enda væri fáránlegt að krefjast þess að fólk undirgangist skurðaðgerðir til þess að njóta sömu sjálfsögðu réttinda og aðrir. Hversdagslegur hinseginleiki En vitaskuld varð trans fólk ekki allt í einu til árið 2012 þegar réttindi þeirra voru fest í lög, og hafa nýtt sér kynjuð rými í samræmi við kynvitund í marga áratugi fyrir það. En ástæða þess að það þótti mikilvægt að festa þetta í lög er af sömu ástæðum og það þótti mikilvægt að banna aðgreiningu svarts fólks í Bandaríkjunum. Vegna þess að það er enn fólk í samfélaginu sem telur slíka aðgreiningu ekki vera siðferðislega ranga. Það finnst þeim þrátt fyrir að samhugur ríki heilbrigðisvísinda, alþjóðastofnanna og sérfræðinga um að velferð þeirra sé bundin við viðurkenningu og að þau geti lifað lífi sínu í samræmi við kynvitund – bæði í félagslegum og lagalegum skilningi. Það kemur mér því alltaf á óvart að fólki finnist það ekki sjálfsagður hlutur að trans fólk nýti þjónustu og rými samræmi við kynvitund. Sér í lagi þar sem við erum tiltölulega lítill hópur – eða kringum 1% af þjóðarúrtaki – og einnig rosa ólíklegt að fólk myndi yfir höfuð taka eftir okkur hvort eð er. Þetta minnir á umræðuna þegar fólk hafði rosalegar áhyggjur af því að þau þyrftu að deila búningsklefum eða klósettum með hommum og lesbíum. Í dag þætti okkur flestum slíkar áhyggjur frekar fáranlegar og sennilega hómófóbískar – og því gefur það auga leið að slíkar áhyggjur varðandi trans fólks byggja á samskonar fordómum og ástæðulausri hræðslu. Ég held því að fólk sem hafi svona miklar áhyggjur af þessu þurfi þess einfaldlega ekki. Ég veit ekki með ykkur, en ég er rosalega lítið að velta fyrir mér öðru fólki í klefanum og líkömum þeirra.Ef þú hittir trans manneskju í sundklefanum þá gerist nefnilega nákvæmlega ekkert. Ég er allavega bara að fara í sturtu, fara í sundbolinn og svo út í laug. Svo syndi ég kannski aðeins ef ég er metnaðarfull, fer í gufuna og hangi svo í heita pottinum og læt mig soðna þar eins og blöðruselur.Frekar hversdagslegt. Ætli ég bara skelli mér ekki í sund á eftir með vinum mínum?Höfundur er reglulegur sundlaugagestur.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun