„Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 17:17 Leikmenn Arda minntust fallins félaga sem reyndist svo bara vera lifandi. PFC Arda „Eftir að hafa heyrt þessar skelfilegu fréttir þá hellti ég mér í lítið glas af brandí,“ segir Petko Ganchev, fyrrverandi fótboltamaðurinn sem sagður var látinn í búlgörsku sjónvarpi en reyndist sprelllifandi. Ganchev er 78 ára gamall en svo sannarlega ekki dáinn og var á leið heim að horfa á leik síns gamla liðs Arda Kardzhali við Levski Sofia, í búlgörsku úrvalsdeildinni, þegar síminn byrjaði að rauðglóa. Það hafði nefnilega verið einnar mínútu þögn fyrir leikinn þar sem Ganchev var minnst og stóðu leikmenn liðanna hnípnir saman við miðjuhringinn áður en leikurinn hófst. Leikurinn var auk þess sýndur í sjónvarpi. „Ég lagði fyrir framan húsið mitt, kom inn í garðinn og þar tók eiginkona mín á móti mér grátandi og kallandi: „Petko, Petko, þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn!“ Ég skildi ekkert í því um hvað hún var að tala eða hvað hefði gerst. Síðan hringdu tveir vinir mínir í mig. Það fylgdir því ansi mikill taugatitringur að vera grafinn svona lifandi,“ sagði Ganchev við búlgarska miðilinn BLITZ og gat þrátt fyrir allt séð spaugilegu hliðina á málinu. Hann áttaði sig svo betur á því hvað hefði gerst og lét vita af því á Facebook-síðu Arda að félagið hefði greinilega fengið rangar upplýsingar. Ganchev, sem lék með Arda í fimm ár, fékk svo símtal frá íþróttastjóra félagsins sem bað hann afsökunar. „Sjáið til, svona lagað getur gerst en þetta var alls ekki auðvelt. Það er eðlilegt að orðrómar fari af stað í svona bæ en þetta var tilkynnt fyrir alla fótboltaáhorfendur í Búlgaríu. Það hringdu svo margir í mig – ættingjar, vinir, kunningjar og jafnvel ekkert svo miklir kunningjar. Þetta var óskemmtilegt en við verðum að halda í jákvæðnina,“ sagði Ganchev. Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Ganchev er 78 ára gamall en svo sannarlega ekki dáinn og var á leið heim að horfa á leik síns gamla liðs Arda Kardzhali við Levski Sofia, í búlgörsku úrvalsdeildinni, þegar síminn byrjaði að rauðglóa. Það hafði nefnilega verið einnar mínútu þögn fyrir leikinn þar sem Ganchev var minnst og stóðu leikmenn liðanna hnípnir saman við miðjuhringinn áður en leikurinn hófst. Leikurinn var auk þess sýndur í sjónvarpi. „Ég lagði fyrir framan húsið mitt, kom inn í garðinn og þar tók eiginkona mín á móti mér grátandi og kallandi: „Petko, Petko, þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn!“ Ég skildi ekkert í því um hvað hún var að tala eða hvað hefði gerst. Síðan hringdu tveir vinir mínir í mig. Það fylgdir því ansi mikill taugatitringur að vera grafinn svona lifandi,“ sagði Ganchev við búlgarska miðilinn BLITZ og gat þrátt fyrir allt séð spaugilegu hliðina á málinu. Hann áttaði sig svo betur á því hvað hefði gerst og lét vita af því á Facebook-síðu Arda að félagið hefði greinilega fengið rangar upplýsingar. Ganchev, sem lék með Arda í fimm ár, fékk svo símtal frá íþróttastjóra félagsins sem bað hann afsökunar. „Sjáið til, svona lagað getur gerst en þetta var alls ekki auðvelt. Það er eðlilegt að orðrómar fari af stað í svona bæ en þetta var tilkynnt fyrir alla fótboltaáhorfendur í Búlgaríu. Það hringdu svo margir í mig – ættingjar, vinir, kunningjar og jafnvel ekkert svo miklir kunningjar. Þetta var óskemmtilegt en við verðum að halda í jákvæðnina,“ sagði Ganchev.
Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira