„Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 17:17 Leikmenn Arda minntust fallins félaga sem reyndist svo bara vera lifandi. PFC Arda „Eftir að hafa heyrt þessar skelfilegu fréttir þá hellti ég mér í lítið glas af brandí,“ segir Petko Ganchev, fyrrverandi fótboltamaðurinn sem sagður var látinn í búlgörsku sjónvarpi en reyndist sprelllifandi. Ganchev er 78 ára gamall en svo sannarlega ekki dáinn og var á leið heim að horfa á leik síns gamla liðs Arda Kardzhali við Levski Sofia, í búlgörsku úrvalsdeildinni, þegar síminn byrjaði að rauðglóa. Það hafði nefnilega verið einnar mínútu þögn fyrir leikinn þar sem Ganchev var minnst og stóðu leikmenn liðanna hnípnir saman við miðjuhringinn áður en leikurinn hófst. Leikurinn var auk þess sýndur í sjónvarpi. „Ég lagði fyrir framan húsið mitt, kom inn í garðinn og þar tók eiginkona mín á móti mér grátandi og kallandi: „Petko, Petko, þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn!“ Ég skildi ekkert í því um hvað hún var að tala eða hvað hefði gerst. Síðan hringdu tveir vinir mínir í mig. Það fylgdir því ansi mikill taugatitringur að vera grafinn svona lifandi,“ sagði Ganchev við búlgarska miðilinn BLITZ og gat þrátt fyrir allt séð spaugilegu hliðina á málinu. Hann áttaði sig svo betur á því hvað hefði gerst og lét vita af því á Facebook-síðu Arda að félagið hefði greinilega fengið rangar upplýsingar. Ganchev, sem lék með Arda í fimm ár, fékk svo símtal frá íþróttastjóra félagsins sem bað hann afsökunar. „Sjáið til, svona lagað getur gerst en þetta var alls ekki auðvelt. Það er eðlilegt að orðrómar fari af stað í svona bæ en þetta var tilkynnt fyrir alla fótboltaáhorfendur í Búlgaríu. Það hringdu svo margir í mig – ættingjar, vinir, kunningjar og jafnvel ekkert svo miklir kunningjar. Þetta var óskemmtilegt en við verðum að halda í jákvæðnina,“ sagði Ganchev. Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Ganchev er 78 ára gamall en svo sannarlega ekki dáinn og var á leið heim að horfa á leik síns gamla liðs Arda Kardzhali við Levski Sofia, í búlgörsku úrvalsdeildinni, þegar síminn byrjaði að rauðglóa. Það hafði nefnilega verið einnar mínútu þögn fyrir leikinn þar sem Ganchev var minnst og stóðu leikmenn liðanna hnípnir saman við miðjuhringinn áður en leikurinn hófst. Leikurinn var auk þess sýndur í sjónvarpi. „Ég lagði fyrir framan húsið mitt, kom inn í garðinn og þar tók eiginkona mín á móti mér grátandi og kallandi: „Petko, Petko, þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn!“ Ég skildi ekkert í því um hvað hún var að tala eða hvað hefði gerst. Síðan hringdu tveir vinir mínir í mig. Það fylgdir því ansi mikill taugatitringur að vera grafinn svona lifandi,“ sagði Ganchev við búlgarska miðilinn BLITZ og gat þrátt fyrir allt séð spaugilegu hliðina á málinu. Hann áttaði sig svo betur á því hvað hefði gerst og lét vita af því á Facebook-síðu Arda að félagið hefði greinilega fengið rangar upplýsingar. Ganchev, sem lék með Arda í fimm ár, fékk svo símtal frá íþróttastjóra félagsins sem bað hann afsökunar. „Sjáið til, svona lagað getur gerst en þetta var alls ekki auðvelt. Það er eðlilegt að orðrómar fari af stað í svona bæ en þetta var tilkynnt fyrir alla fótboltaáhorfendur í Búlgaríu. Það hringdu svo margir í mig – ættingjar, vinir, kunningjar og jafnvel ekkert svo miklir kunningjar. Þetta var óskemmtilegt en við verðum að halda í jákvæðnina,“ sagði Ganchev.
Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira