Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar 18. mars 2025 10:16 Inga Sæland félagsmálaráðherra birti á föstudaginn svargrein við grein minni hér á Vísi um fyrirhugaðar breytingar hennar á bótum almannatrygginga. Þar segir ráðherra gjá á milli bótagreiðslna og launa hafa dýpkað og að breytingarnar sem hún leggi til muni leiðrétta það. Raunin er sú að bætur hafa sannarlega haldið í við laun og gott betur, enda er það bundið í lög nú þegar. Fyrirhuguð breyting ráðherra myndi hins vegar þýða að bætur hækki framvegis hraðar en laun. Frá árinu 1997 hefur örorkulífeyrir sjöfaldast á meðan laun skv. launavísitölu hafa sexfaldast. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn á Alþingi þar sem eftirfarandi mynd fylgir með.[i] Þá hafa örorkubætur og ellilífeyrir sexfaldast frá árinu 2000 samkvæmt upplýsingum úr félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, ráðuneytinu sem Inga Sæland fer fyrir.[ii] Yfir sama tímabil hefur launavísitalan ríflega fimmfaldast.[iii] Í báðum tilfellum hafa bætur hækkað um það bil 20% umfram laun, sem er öfugt við það sem ráðherra heldur fram. Þá segir ráðherra að hagur flestra annarra en örorkulífeyrisþega hafi vænkast eftir hrunið og „þegar uppi var staðið jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, […] á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna jókst um 15%“. Ráðherra vísar hér í úttekt sem Hagfræðistofnun vann fyrir Öryrkjabandalagið. Þessi staðhæfing ráðherra og tímabilið sem vísað er til ber merki þess sem nefnist á góðri íslensku kirsuberjatínsla (e. cherry-picking). Annars vegar vegna þess að mikil kaupmáttarskerðing launa vinnandi fólks átti sér stað árin þar á undan. Á milli áranna 2006 og 2009 lækkaði vísitala launa um 7% að raunvirði á meðan örorkulífeyrir hækkaði um 1%. Og hins vegar eru árin 2016 og 2017, þegar bætur voru hækkaðar verulega, undanskilin frá tímabili ráðherrans. Í fjárlagafrumvarpi 2017 segir að „uppsöfnuð hækkun [bóta almannatrygginga] á þessum tveimur árum sé 17,9%.“[1] Samandregið hafa bætur hækkað um 43% að raunvirði frá 2007 til 2024 og vísitala launa hækkað um 42% yfir sama tímabil. Þá hafa bætur hækkað um 20% umfram launavísitölu frá árinu 1997. Ágætt er að taka hér fram að launavísitala mælir einnig aðrar kjarabætur, t.d. styttingu vinnuvikunnar og starfsaldurshækkanir, og hækkar því hraðar en laun skv. kjarasamningum. Gliðnunin sem ráðherra talar um hefur því sannarlega ekki átt sér stað, enda tryggir núverandi löggjöf nú þegar að kjör bótaþega haldi í við laun. Ég setti ekki út á þessa þróun í fyrri grein minni heldur benti á vankanta í fyrirhuguðum breytingum ráðherra. Í dag eru bætur tvítryggðar og taka mið af þróun bæði launa og verðlags. Í áformum ráðherra felst að í stað þess að taka mið af kjarasamningsbundnum hækkunum á vinnumarkaði skuli þess í stað miða við launavísitölu. Ráðherra segir að frumvarpið „[tryggi] öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við borðið“. Með þessu hækka bætur hins vegar sjálfkrafa umfram laun í efnahagslægðum. Um hvort tveggja er fjallað í greinargerð frumvarpsins. Þeir sem þiggja bætur munu þannig sitja framvegis skör ofar en vinnandi fólk. Í greinargerðinni segir einnig að „atvinnuleysisbætur [hafa] oftast tekið sömu hækkunum og bætur almannatrygginga.“ Þannig mun fyrirhuguð breyting ekki aðeins leiða til þess að bætur almannatrygginga hækki hraðar en laun heldur munu atvinnuleysisbætur gera það líka. Hér ættu viðvörunarbjöllur að byrja að hringja. Komi til þess að atvinnuleysisbætur verði hærri en lágmarkslaun eru hvatar til að taka að sér sum störf orðnir neikvæðir. Slíkt fyrirkomulag myndi seint teljast sjálfbært. Ráðherra segist stoltur leggja fram frumvarp sem „stöðvar kjaragliðnun lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði“ en raunin sýnir að þeirri niðurstöðu er þegar náð með núverandi kerfi og gott betur en það. Undirritaður telur að betur færi á því að stuðla að aðgerðum sem auka verðmætasköpun og með því velferð allra. Í þessu ferðalagi ráðherra er betur heima setið en af stað farið. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. [i] Fjármála- og efnahagsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útreikning launaþróunar.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/2193.pdf [ii] Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni um þróun bóta almannatrygginga.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0871.pdf [iii] Hagstofa íslands (2024). „Launavísitala, ársmeðaltöl frá árinu 1989“. Slóð: https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/laun-og-tekjur/launavisitala/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Úlfarsson Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Inga Sæland félagsmálaráðherra birti á föstudaginn svargrein við grein minni hér á Vísi um fyrirhugaðar breytingar hennar á bótum almannatrygginga. Þar segir ráðherra gjá á milli bótagreiðslna og launa hafa dýpkað og að breytingarnar sem hún leggi til muni leiðrétta það. Raunin er sú að bætur hafa sannarlega haldið í við laun og gott betur, enda er það bundið í lög nú þegar. Fyrirhuguð breyting ráðherra myndi hins vegar þýða að bætur hækki framvegis hraðar en laun. Frá árinu 1997 hefur örorkulífeyrir sjöfaldast á meðan laun skv. launavísitölu hafa sexfaldast. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn á Alþingi þar sem eftirfarandi mynd fylgir með.[i] Þá hafa örorkubætur og ellilífeyrir sexfaldast frá árinu 2000 samkvæmt upplýsingum úr félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, ráðuneytinu sem Inga Sæland fer fyrir.[ii] Yfir sama tímabil hefur launavísitalan ríflega fimmfaldast.[iii] Í báðum tilfellum hafa bætur hækkað um það bil 20% umfram laun, sem er öfugt við það sem ráðherra heldur fram. Þá segir ráðherra að hagur flestra annarra en örorkulífeyrisþega hafi vænkast eftir hrunið og „þegar uppi var staðið jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, […] á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna jókst um 15%“. Ráðherra vísar hér í úttekt sem Hagfræðistofnun vann fyrir Öryrkjabandalagið. Þessi staðhæfing ráðherra og tímabilið sem vísað er til ber merki þess sem nefnist á góðri íslensku kirsuberjatínsla (e. cherry-picking). Annars vegar vegna þess að mikil kaupmáttarskerðing launa vinnandi fólks átti sér stað árin þar á undan. Á milli áranna 2006 og 2009 lækkaði vísitala launa um 7% að raunvirði á meðan örorkulífeyrir hækkaði um 1%. Og hins vegar eru árin 2016 og 2017, þegar bætur voru hækkaðar verulega, undanskilin frá tímabili ráðherrans. Í fjárlagafrumvarpi 2017 segir að „uppsöfnuð hækkun [bóta almannatrygginga] á þessum tveimur árum sé 17,9%.“[1] Samandregið hafa bætur hækkað um 43% að raunvirði frá 2007 til 2024 og vísitala launa hækkað um 42% yfir sama tímabil. Þá hafa bætur hækkað um 20% umfram launavísitölu frá árinu 1997. Ágætt er að taka hér fram að launavísitala mælir einnig aðrar kjarabætur, t.d. styttingu vinnuvikunnar og starfsaldurshækkanir, og hækkar því hraðar en laun skv. kjarasamningum. Gliðnunin sem ráðherra talar um hefur því sannarlega ekki átt sér stað, enda tryggir núverandi löggjöf nú þegar að kjör bótaþega haldi í við laun. Ég setti ekki út á þessa þróun í fyrri grein minni heldur benti á vankanta í fyrirhuguðum breytingum ráðherra. Í dag eru bætur tvítryggðar og taka mið af þróun bæði launa og verðlags. Í áformum ráðherra felst að í stað þess að taka mið af kjarasamningsbundnum hækkunum á vinnumarkaði skuli þess í stað miða við launavísitölu. Ráðherra segir að frumvarpið „[tryggi] öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við borðið“. Með þessu hækka bætur hins vegar sjálfkrafa umfram laun í efnahagslægðum. Um hvort tveggja er fjallað í greinargerð frumvarpsins. Þeir sem þiggja bætur munu þannig sitja framvegis skör ofar en vinnandi fólk. Í greinargerðinni segir einnig að „atvinnuleysisbætur [hafa] oftast tekið sömu hækkunum og bætur almannatrygginga.“ Þannig mun fyrirhuguð breyting ekki aðeins leiða til þess að bætur almannatrygginga hækki hraðar en laun heldur munu atvinnuleysisbætur gera það líka. Hér ættu viðvörunarbjöllur að byrja að hringja. Komi til þess að atvinnuleysisbætur verði hærri en lágmarkslaun eru hvatar til að taka að sér sum störf orðnir neikvæðir. Slíkt fyrirkomulag myndi seint teljast sjálfbært. Ráðherra segist stoltur leggja fram frumvarp sem „stöðvar kjaragliðnun lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði“ en raunin sýnir að þeirri niðurstöðu er þegar náð með núverandi kerfi og gott betur en það. Undirritaður telur að betur færi á því að stuðla að aðgerðum sem auka verðmætasköpun og með því velferð allra. Í þessu ferðalagi ráðherra er betur heima setið en af stað farið. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. [i] Fjármála- og efnahagsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útreikning launaþróunar.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/2193.pdf [ii] Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið (2023). „Svar við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni um þróun bóta almannatrygginga.“ Slóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0871.pdf [iii] Hagstofa íslands (2024). „Launavísitala, ársmeðaltöl frá árinu 1989“. Slóð: https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/laun-og-tekjur/launavisitala/
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun