Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar 18. mars 2025 09:31 „...ég hef sjálf gengið í gegnum rasisma og það er bara mjög óþægilegt og ógeðslegt. Mér finnst að það eigi að koma fram við öll börn alveg eins, sama hvaðan þau koma.“ Þetta er hluti af svari unglingsstúlku við spurningunni „hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli?“ Haustið 2024 auglýsti Reykjavíkurborg eftir ungmennum af erlendum uppruna sem vildu verða leiðtogar framtíðarinnar. Verkefnið kallaðist Ungir leiðtogar og hlaut styrk frá Evrópuráðinu. Hugmyndin fólst í því að skapa vettvang fyrir nokkra áhugasama krakka til hittast vikulega, læra um mannréttindi og lýðræði og öðlast aukið sjálfstraust. Við báðum unglingana um að svara því hvers vegna skoðanir þeirra skipta máli. Svörin voru jafn ólík og krakkarnir sjálfir, en eitt voru þau öll sammála um: börn og unglingar af erlendum uppruna mæta miklum fordómum og við verðum öll að leggjast á eitt til að bregðast við því. Yfir 20% íbúa í Reykjavík eru af erlendum uppruna. Fjölmenningarlegt samfélag kallar á breyttar áherslur, m.a. í skólakerfinu og í skipulögðu frístundastarfi. Ungu leiðtogarnir okkar eru mjög fjölbreyttur hópur. Sum þeirra hafa aðeins búið á Íslandi í nokkra mánuði á meðan önnur eru fædd hér á landi en eiga foreldra sem komu hingað sem innflytjendur fyrir að verða tveimur áratugum síðan. Þrátt fyrir að hafa alist upp á Íslandi upplifa þau sig oft utanveltu. Þau mæta öðrum áskorunum í daglegu lífi en jafnaldrar þeirra sem eiga ekki annað móðurmál, siði og menningu. Ungmenni af erlendum uppruna eru stór partur af íslensku samfélagi. Þau búa yfir fjölbreyttum hæfileikum og frjóu hugmyndaflugi, en þurfa tækifæri til að láta ljós sitt skína, líkt og öll börn. Ein þeirra fjölmörgu hugmynda sem komu upp á fundum hópsins var að árlega verði haldin mannréttindavika í grunnskólum borgarinnar þar sem nemendur kynnist alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og læri um fordóma og hatursorðræðu. Það er mikilvægt að hafa þennan hóp með í ráðum og hvetja þau til að tjá sig um málefni sem þau snerta. Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er 21. mars og hefur vikan í kringum daginn verið nefnd Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Í þessari viku koma þúsundir manns saman víða um álfuna og sameinast í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Við erum að upplifa ákveðið bakslag í réttindabaráttunni hér á landi líkt og víða í heiminum. Nú er því kjörið tækifæri til að minna öll á að taka afstöðu gegn fordómum. Höfundur er lögfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Greinin er birt í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Innflytjendamál Mest lesið Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Skoðun Áhrif breytinga á veiðigjaldi – staðreyndir og áhrif nýs frumvarps Viðar Elíasson skrifar Skoðun Þjórsá - hvað er að gerast? Oddur Guðni Bjarnason skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er Þjóðminjasafn Íslands? Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Viljum við deyja út? Friðrik Snær Björnsson skrifar Skoðun Sterk stjórn – klofin andstaða Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn eitt dæmið um viðurstyggilega meðferð okkar Íslendinga á dýrum Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
„...ég hef sjálf gengið í gegnum rasisma og það er bara mjög óþægilegt og ógeðslegt. Mér finnst að það eigi að koma fram við öll börn alveg eins, sama hvaðan þau koma.“ Þetta er hluti af svari unglingsstúlku við spurningunni „hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli?“ Haustið 2024 auglýsti Reykjavíkurborg eftir ungmennum af erlendum uppruna sem vildu verða leiðtogar framtíðarinnar. Verkefnið kallaðist Ungir leiðtogar og hlaut styrk frá Evrópuráðinu. Hugmyndin fólst í því að skapa vettvang fyrir nokkra áhugasama krakka til hittast vikulega, læra um mannréttindi og lýðræði og öðlast aukið sjálfstraust. Við báðum unglingana um að svara því hvers vegna skoðanir þeirra skipta máli. Svörin voru jafn ólík og krakkarnir sjálfir, en eitt voru þau öll sammála um: börn og unglingar af erlendum uppruna mæta miklum fordómum og við verðum öll að leggjast á eitt til að bregðast við því. Yfir 20% íbúa í Reykjavík eru af erlendum uppruna. Fjölmenningarlegt samfélag kallar á breyttar áherslur, m.a. í skólakerfinu og í skipulögðu frístundastarfi. Ungu leiðtogarnir okkar eru mjög fjölbreyttur hópur. Sum þeirra hafa aðeins búið á Íslandi í nokkra mánuði á meðan önnur eru fædd hér á landi en eiga foreldra sem komu hingað sem innflytjendur fyrir að verða tveimur áratugum síðan. Þrátt fyrir að hafa alist upp á Íslandi upplifa þau sig oft utanveltu. Þau mæta öðrum áskorunum í daglegu lífi en jafnaldrar þeirra sem eiga ekki annað móðurmál, siði og menningu. Ungmenni af erlendum uppruna eru stór partur af íslensku samfélagi. Þau búa yfir fjölbreyttum hæfileikum og frjóu hugmyndaflugi, en þurfa tækifæri til að láta ljós sitt skína, líkt og öll börn. Ein þeirra fjölmörgu hugmynda sem komu upp á fundum hópsins var að árlega verði haldin mannréttindavika í grunnskólum borgarinnar þar sem nemendur kynnist alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og læri um fordóma og hatursorðræðu. Það er mikilvægt að hafa þennan hóp með í ráðum og hvetja þau til að tjá sig um málefni sem þau snerta. Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er 21. mars og hefur vikan í kringum daginn verið nefnd Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Í þessari viku koma þúsundir manns saman víða um álfuna og sameinast í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Við erum að upplifa ákveðið bakslag í réttindabaráttunni hér á landi líkt og víða í heiminum. Nú er því kjörið tækifæri til að minna öll á að taka afstöðu gegn fordómum. Höfundur er lögfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Greinin er birt í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti.
Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar
Skoðun Áhrif breytinga á veiðigjaldi – staðreyndir og áhrif nýs frumvarps Viðar Elíasson skrifar
Skoðun Enn eitt dæmið um viðurstyggilega meðferð okkar Íslendinga á dýrum Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun