„Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 23:36 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir verið að taka skref í átt að nýju fangelsi að Stóra-Hrauni. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra segir að verið sé að stíga skref í dómsmálaráðuneytinu sem miða að því að byggja nýtt fangelsi á Stóra-Hrauni. Því „ófremdarástandi sem teiknaðist upp á vakt Sjálfstæðisflokksins“ muni þá ljúka. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort ekki stæði til að halda áfram með uppbyggingu fangelsisins á Stóra-Hrauni sem Framkvæmdasýsla ríkiseigna hefur lagt grunninn að. Það var Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði og sagði að þegar væri búið að gera ráð fyrir uppbyggingu nýs fangelsis í fjármálaáætlun. Nýtt fangelsi straumhvörf í íslensku fullnustukerfi Fangelsið nýja yrði að sögn Guðrúnar að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og fangavarða og gæti hýst allt að hundrað fanga jafnframt sem mögulegt væri að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Hún segir að fullyrða megi að uppbygging fangelsis á Stóra-Hrauni muni valda straumhvörfum í íslensku fullnustukerfi. Fangelsismál vanrækt Þorbjörg segir í svari sínu við fyrirspurn Guðrúnar að fangelsismálin hefðu verið vanrækt á tíma Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. „Staðreyndin er sú að fangelsismálin, rétt eins og löggæslan í landinu og margir grundvallarmálaflokkar; grunnþjónustan í landinu, frumskylda ríkisins, mættu afgangi. Þeir mættu afgangi vegna þess að útlendingamálin tóku allan tíma síðustu ríkisstjórnar. Staðan var svo slæm í íslensku samhengi að dómar, jafnvel í alvarlegum sakamálum, fyrndust,“ segir hún. Dökk skýrsla Ríkisendurskoðunar Hún bendir jafnframt á „dökka skýrslu“ frá Ríkisendurskoðun sem sýni fram á það að menn hafi verið dæmdir fyrir alvarleg ofbeldis- og kynferðisbrot en voru ekki kallaðir til afplánunar dóma þeirra vegna þess að fangelsismálin hafi verið í slíkum ólestri í mörg ár. „Ég held að ég sé búin að vera í embætti núna í einhverjar sjö, átta vikur og er farin að skoða fangelsismálin og forveri minn í dómsmálaráðuneytinu þarf ekki að hafa áhyggjur af því að uppbygging þar sé ekki áfram í kortunum,“ segir Þorbjörg. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort ekki stæði til að halda áfram með uppbyggingu fangelsisins á Stóra-Hrauni sem Framkvæmdasýsla ríkiseigna hefur lagt grunninn að. Það var Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði og sagði að þegar væri búið að gera ráð fyrir uppbyggingu nýs fangelsis í fjármálaáætlun. Nýtt fangelsi straumhvörf í íslensku fullnustukerfi Fangelsið nýja yrði að sögn Guðrúnar að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og fangavarða og gæti hýst allt að hundrað fanga jafnframt sem mögulegt væri að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Hún segir að fullyrða megi að uppbygging fangelsis á Stóra-Hrauni muni valda straumhvörfum í íslensku fullnustukerfi. Fangelsismál vanrækt Þorbjörg segir í svari sínu við fyrirspurn Guðrúnar að fangelsismálin hefðu verið vanrækt á tíma Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. „Staðreyndin er sú að fangelsismálin, rétt eins og löggæslan í landinu og margir grundvallarmálaflokkar; grunnþjónustan í landinu, frumskylda ríkisins, mættu afgangi. Þeir mættu afgangi vegna þess að útlendingamálin tóku allan tíma síðustu ríkisstjórnar. Staðan var svo slæm í íslensku samhengi að dómar, jafnvel í alvarlegum sakamálum, fyrndust,“ segir hún. Dökk skýrsla Ríkisendurskoðunar Hún bendir jafnframt á „dökka skýrslu“ frá Ríkisendurskoðun sem sýni fram á það að menn hafi verið dæmdir fyrir alvarleg ofbeldis- og kynferðisbrot en voru ekki kallaðir til afplánunar dóma þeirra vegna þess að fangelsismálin hafi verið í slíkum ólestri í mörg ár. „Ég held að ég sé búin að vera í embætti núna í einhverjar sjö, átta vikur og er farin að skoða fangelsismálin og forveri minn í dómsmálaráðuneytinu þarf ekki að hafa áhyggjur af því að uppbygging þar sé ekki áfram í kortunum,“ segir Þorbjörg.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira