Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 22:44 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra vill koma skikk á leigubílamarkaðinn. Vísir/Sigurjón Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segist gera ráð fyrir að frumvarpið njóti stuðnings mikils meirihluta þingsins en auk stöðvarskyldunnar mun það innleiða rafræna skrá þar sem upplýsingar um allar ferðir verða skráðar. Upphaf, endastöð, akstursleið og greiðslur verða skráðar en Eyjólfur segir mýmörg dæmi um alvarleg afbrot vegna skorts á eftirliti. „Þetta er búið að vera hálfgert villt vestur núna. Þú gast verið einn á stöð, gast verið með stöðina í öskubakkanum hjá þér og verið bara einn að harka. En núna verður aukin ábyrgð á stöðvunum,“ segir Eyjólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Svindlað á prófum Hann segir gögnin verða varðveitt í minnst sextíu daga og að svo verði gerð árleg úttekt á gagnakerfunum. Þetta eigi að tryggja bætta starfshætti og aukið eftirlit með atvinnugreininni. Þá verði aðrir þættir teknir út þegar líður á kjörtímabilið og nefnir Eyjólfur leyfisveitingar sérstaklega í því samhengi. Próf sem lögð eru fram til leyfisveitinga hafa verið á íslensku hingað til en Eyjólfur segir að algengt hafi verið að svindlað væri á prófunum og því þurfi að taka á. „Það voru einstaklingar að taka próf sem voru hálfgert svindl jafnvel. Það er krafa bæði í Danmörku og Noregi að þá eru prófin tekin á dönsku og norsku, skýr krafa. Við þurfum að hafa það alveg skýrt í íslensku lögunum,“ segir hann. Afnám gjaldmælaskyldunnar valdi ósanngjarnri verðlagningu Eyjólfur segir að skortur á eftirliti hafi stofnað farþegum í hættu og að afnám gjaldmælaskyldu hafi skapað rými fyrir ósanngjarna verðlagningu og þá sérstaklega gagnvart ferðamönnum. Hann segir að það sem hann varaði við þegar ný lög um leigubílaakstur voru samþykkt árið 2022 hafi raungerst. „Við Inga Sæland tókum þátt í umræðum um þetta í þinginu, ég man svo vel þetta var að kvöldi til og bílstjórarnir voru að flauta eins og enginn væri morgundagurinn langt fram á kvöld og það er akkúrat að rætast allt sem við sögðum,“ segir hann. Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segist gera ráð fyrir að frumvarpið njóti stuðnings mikils meirihluta þingsins en auk stöðvarskyldunnar mun það innleiða rafræna skrá þar sem upplýsingar um allar ferðir verða skráðar. Upphaf, endastöð, akstursleið og greiðslur verða skráðar en Eyjólfur segir mýmörg dæmi um alvarleg afbrot vegna skorts á eftirliti. „Þetta er búið að vera hálfgert villt vestur núna. Þú gast verið einn á stöð, gast verið með stöðina í öskubakkanum hjá þér og verið bara einn að harka. En núna verður aukin ábyrgð á stöðvunum,“ segir Eyjólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Svindlað á prófum Hann segir gögnin verða varðveitt í minnst sextíu daga og að svo verði gerð árleg úttekt á gagnakerfunum. Þetta eigi að tryggja bætta starfshætti og aukið eftirlit með atvinnugreininni. Þá verði aðrir þættir teknir út þegar líður á kjörtímabilið og nefnir Eyjólfur leyfisveitingar sérstaklega í því samhengi. Próf sem lögð eru fram til leyfisveitinga hafa verið á íslensku hingað til en Eyjólfur segir að algengt hafi verið að svindlað væri á prófunum og því þurfi að taka á. „Það voru einstaklingar að taka próf sem voru hálfgert svindl jafnvel. Það er krafa bæði í Danmörku og Noregi að þá eru prófin tekin á dönsku og norsku, skýr krafa. Við þurfum að hafa það alveg skýrt í íslensku lögunum,“ segir hann. Afnám gjaldmælaskyldunnar valdi ósanngjarnri verðlagningu Eyjólfur segir að skortur á eftirliti hafi stofnað farþegum í hættu og að afnám gjaldmælaskyldu hafi skapað rými fyrir ósanngjarna verðlagningu og þá sérstaklega gagnvart ferðamönnum. Hann segir að það sem hann varaði við þegar ný lög um leigubílaakstur voru samþykkt árið 2022 hafi raungerst. „Við Inga Sæland tókum þátt í umræðum um þetta í þinginu, ég man svo vel þetta var að kvöldi til og bílstjórarnir voru að flauta eins og enginn væri morgundagurinn langt fram á kvöld og það er akkúrat að rætast allt sem við sögðum,“ segir hann.
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira