Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2025 19:15 Fyrirliðinn verður ekki með í komandi landsleikjum. JUAN MABROMATA / AFP Argentína mætir Úrúgvæ og Brasilíu í undankeppni HM karla í knattspyrnu síðar í mánuðinum. Argentínumenn þurfa að knýja fram sigur án fyrirliða síns Lionel Messi. Messi er orðinn 37 ára gamall og þarf að stýra álaginu á leikmanninum sem gæti verið besti fótboltamaður allra tíma. Hann hefur verið notaður sparlega af Inter Miami eftir áramót en þjálfari Inter, Javier Mascherano – sem er einnig fyrrverandi samherji Messi hjá Barcelona og í landsliðinu, hefur ekki viljað segja opinberlega að leikmaðurinn sé að glíma við meiðsli. Fréttamiðlar í Bandaríkjunum sem og Argentínu telja að Messi hafi meiðst í sigri Inter á Atlanta United um helgina. Hann spilaði hins vegar allan leikinn og virtist ekki hlaupa minna en vanalega svo erfitt er að átta sig á hvort eða hvenær hann hafi meiðst í leiknum. Þrátt fyrir að vera kominn á aldur hefur Messi haldið sæti sínu í liði Argentínu sem þarf nú að finna leið til að leggja bæði Úrúgvæ og Brasilíu að velli án fyrirliða síns. Undankeppni knattspyrnusambands Suður-Ameríku, CONMEBOL, er þannig að allar tíu þjóðirnar leika saman í hálfgerðri deildarkeppni. Efstu sex komast á HM á meðan þjóðin í 7. sæti fer í umspil. Þegar 12 umferðum af 18 er lokið er Argentína á toppi „deildarinnar“ með 25 stig. Þar á eftir kemur Úrúgvæ með 20 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 19 stig. Brasilía er svo í 5. sæti með 18 stig. Fari Argentína með sigur af hólmi í Montevideo á föstudaginn kemur hefur toppliðið tryggt sér sæti á HM sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Messi er orðinn 37 ára gamall og þarf að stýra álaginu á leikmanninum sem gæti verið besti fótboltamaður allra tíma. Hann hefur verið notaður sparlega af Inter Miami eftir áramót en þjálfari Inter, Javier Mascherano – sem er einnig fyrrverandi samherji Messi hjá Barcelona og í landsliðinu, hefur ekki viljað segja opinberlega að leikmaðurinn sé að glíma við meiðsli. Fréttamiðlar í Bandaríkjunum sem og Argentínu telja að Messi hafi meiðst í sigri Inter á Atlanta United um helgina. Hann spilaði hins vegar allan leikinn og virtist ekki hlaupa minna en vanalega svo erfitt er að átta sig á hvort eða hvenær hann hafi meiðst í leiknum. Þrátt fyrir að vera kominn á aldur hefur Messi haldið sæti sínu í liði Argentínu sem þarf nú að finna leið til að leggja bæði Úrúgvæ og Brasilíu að velli án fyrirliða síns. Undankeppni knattspyrnusambands Suður-Ameríku, CONMEBOL, er þannig að allar tíu þjóðirnar leika saman í hálfgerðri deildarkeppni. Efstu sex komast á HM á meðan þjóðin í 7. sæti fer í umspil. Þegar 12 umferðum af 18 er lokið er Argentína á toppi „deildarinnar“ með 25 stig. Þar á eftir kemur Úrúgvæ með 20 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 19 stig. Brasilía er svo í 5. sæti með 18 stig. Fari Argentína með sigur af hólmi í Montevideo á föstudaginn kemur hefur toppliðið tryggt sér sæti á HM sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira