Fullorðnir menn grétu á Ölveri Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2025 08:00 Stuðningsmenn Newcastle gátu fagnað vel á Ölveri á sunnudaginn var. Mynd/Newcastle klúbburinn á Íslandi Stuðningsmenn Newcastle United eru margir hverjir enn að ná sér niður eftir sigur liðsins á Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudaginn var. Íslenskir stuðningsmenn liðsins nutu sín vel á Ölveri í Reykjavík. Miklu var til tjaldað á Ölveri á sunnudag þar sem stuðningsmenn Newcastle tóku daginn snemma og hófu upphitun í hádeginu fyrir úrslitaleik liðsins við Liverpool í enska deildabikarnum sem fram fór seinni partinn. Newcastle vann leikinn 2-1 og þar með fyrsta titil liðsins frá árinu 1955. 70 ára bið er því á enda og gleðin leyndi sér ekki í leikslok. „Margir af mínum góðu vinum hafa verið að senda mér kveðju, ég er nú alltaf sá eini sem held með þessu liði í mínum vinahóp. En nú hafa stigið fram upp á síðkastið margir Newcastle-menn, viðurkenna það loksins núna fyrir alþjóð að þeir séu Newcastle-menn. Enda hefur klúbburinn verið rifinn upp,“ segir Kolbeinn Reginsson, sem hefur stutt svarthvíta félagið í rúma fimm áratugi og er meðlimur í Newcastle-klúbbnum sem stóð að gleðinni á Ölveri. Kolbeinn Reginsson, stuðningsmaður Newcastle, er enn að ná áttum eftir sögulegan sigur.Vísir/Sigurjón „Við endurvöktum stuðningsmannaklúbbinn og Kristinn Bjarnason, formaður, á heiður skilinn fyrir að rífa þetta í gang. Við vorum með stórkostlega sigurhátíð í kvöld og það varð úr, þetta var gríðarleg sigurhátíð,“ bætir Kolbeinn við. Allt trylltist áður en tárin fóru að renna Eftir mikla dagskrá tók leikurinn við þar sem liðið lék frábærlega og hreinlega pakkaði toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, saman og vann úrslitaleikinn verðskuldað. Tilfinningarnar voru miklar hjá stórum hópi stuðningsmanna liðsins. „Þetta eru kannski ekki trúarbrögð en ástríðan sem fylgir því að halda með svona liði gefur manni eitthvað og fallegt hvernig samfélagið tók á þessu í gær,“ segir Kolbeinn og bætir við: Dan Burn með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið enska deildabikarinn í gær. Hann var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í síðustu viku og skoraði svo í úrslitaleiknum gegn Liverpool.AFP/Glyn KIRK „Þetta var mikill spenningur, gríðarlegur spenningur. Við áttum þetta alveg í hendi. Dan Burn af öllum skallaði hann laglega í markið og það trylltist allt. Menn grétu. Þeir létu tilfinningarnar ráða,“ „Fyrir okkur Newcastle-menn er þetta eins og Vestmannaeyjagosið, þar er það fyrir og eftir gos, hjá okkur fyrir og eftir titil. Þetta er gríðarlega ánægjulegt,“ segir Kolbeinn. Meira háð með komu internetsins Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðustu áratugi. Newcastle var hársbreidd frá enskum meistaratitli í stjóratíð Kevins Keegan á tíunda áratugnum en þurfti að horfa á eftir titlinum í hendur Sir Alex Ferguson. Umdeildur eigandi, Mike Ashley, keypti félagið eftir aldamót og við tóku öldudalir sem fylgdu fall úr efstu deild. Það hefur því ekki alltaf verið dans á rósum að styðja þetta félag. Klippa: 70 ára sorg á enda „Þetta hefur verið gríðarlega strembið að falla þarna nokkrum sinnum og háðsglósurnar sem maður er að fá, sérstaklega þegar internetið kom, var sérstaklega auðvelt að senda manni svona háðsglósur. En við höfum tekið það allt á kassann en nú getum við staðið keikir og sagt að við séum komnir í stóra klúbbinn. Ég held að þetta sé ekkert búið og við getum gert tilraunir að titlum í framtíðinni,“ segir Kolbeinn meðal annars. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Sjá meira
Miklu var til tjaldað á Ölveri á sunnudag þar sem stuðningsmenn Newcastle tóku daginn snemma og hófu upphitun í hádeginu fyrir úrslitaleik liðsins við Liverpool í enska deildabikarnum sem fram fór seinni partinn. Newcastle vann leikinn 2-1 og þar með fyrsta titil liðsins frá árinu 1955. 70 ára bið er því á enda og gleðin leyndi sér ekki í leikslok. „Margir af mínum góðu vinum hafa verið að senda mér kveðju, ég er nú alltaf sá eini sem held með þessu liði í mínum vinahóp. En nú hafa stigið fram upp á síðkastið margir Newcastle-menn, viðurkenna það loksins núna fyrir alþjóð að þeir séu Newcastle-menn. Enda hefur klúbburinn verið rifinn upp,“ segir Kolbeinn Reginsson, sem hefur stutt svarthvíta félagið í rúma fimm áratugi og er meðlimur í Newcastle-klúbbnum sem stóð að gleðinni á Ölveri. Kolbeinn Reginsson, stuðningsmaður Newcastle, er enn að ná áttum eftir sögulegan sigur.Vísir/Sigurjón „Við endurvöktum stuðningsmannaklúbbinn og Kristinn Bjarnason, formaður, á heiður skilinn fyrir að rífa þetta í gang. Við vorum með stórkostlega sigurhátíð í kvöld og það varð úr, þetta var gríðarleg sigurhátíð,“ bætir Kolbeinn við. Allt trylltist áður en tárin fóru að renna Eftir mikla dagskrá tók leikurinn við þar sem liðið lék frábærlega og hreinlega pakkaði toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, saman og vann úrslitaleikinn verðskuldað. Tilfinningarnar voru miklar hjá stórum hópi stuðningsmanna liðsins. „Þetta eru kannski ekki trúarbrögð en ástríðan sem fylgir því að halda með svona liði gefur manni eitthvað og fallegt hvernig samfélagið tók á þessu í gær,“ segir Kolbeinn og bætir við: Dan Burn með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið enska deildabikarinn í gær. Hann var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í síðustu viku og skoraði svo í úrslitaleiknum gegn Liverpool.AFP/Glyn KIRK „Þetta var mikill spenningur, gríðarlegur spenningur. Við áttum þetta alveg í hendi. Dan Burn af öllum skallaði hann laglega í markið og það trylltist allt. Menn grétu. Þeir létu tilfinningarnar ráða,“ „Fyrir okkur Newcastle-menn er þetta eins og Vestmannaeyjagosið, þar er það fyrir og eftir gos, hjá okkur fyrir og eftir titil. Þetta er gríðarlega ánægjulegt,“ segir Kolbeinn. Meira háð með komu internetsins Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðustu áratugi. Newcastle var hársbreidd frá enskum meistaratitli í stjóratíð Kevins Keegan á tíunda áratugnum en þurfti að horfa á eftir titlinum í hendur Sir Alex Ferguson. Umdeildur eigandi, Mike Ashley, keypti félagið eftir aldamót og við tóku öldudalir sem fylgdu fall úr efstu deild. Það hefur því ekki alltaf verið dans á rósum að styðja þetta félag. Klippa: 70 ára sorg á enda „Þetta hefur verið gríðarlega strembið að falla þarna nokkrum sinnum og háðsglósurnar sem maður er að fá, sérstaklega þegar internetið kom, var sérstaklega auðvelt að senda manni svona háðsglósur. En við höfum tekið það allt á kassann en nú getum við staðið keikir og sagt að við séum komnir í stóra klúbbinn. Ég held að þetta sé ekkert búið og við getum gert tilraunir að titlum í framtíðinni,“ segir Kolbeinn meðal annars. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Sjá meira