Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar 17. mars 2025 11:02 Ég dáist að öllum þeim framúrskarandi einstaklingum sem bjóða sig fram til embættis rektors Háskóla Íslands og eru tilbúnir til að takast á við erfiða stjórnun undirfjármagnaðrar stofnunar. Rektor þarf að setja sig inn í flókin mál sem snúa að kennslu í ólíkum greinum og fjölbreytilegum rannsóknum sem fram fara á vegum háskólans, ekki bara í höfuðborginni heldur einnig víða um landið. Þá þarf hann að gæta hagsmuna fjölbreytilegs starfsfólks og fjölda nemenda með ólíkan bakgrunn, íslenskra sem erlendra. Sá sem gegnir stöðu rektors Háskóla Íslands er um leið andlit Háskóla Íslands út á við og mikilvægt er að hann hafi getu og vilja til að tjá um erfið samfélagsmál hér heima sem og horfur í alþjóðamálum. Ég efast ekki um að allir frambjóðendur til rektors séu hæfir á sínu sviði og myndu reynast góðir stjórnendur. En fáum þeirra treysti ég eins vel og Birni Þorsteinssyni heimspekingi til að vera andlit Háskóla Íslands út á við. Björn hefur yfir sér fágæta áru yfirvegunar og rökvísi, hann hefur ekki síst talað máli náttúrunnar og umhverfisins af einurð og spyr mikilvægra spurninga um vísindi og samfélag sem snúa að framtíð sem í mörgu tilliti virðist ógnvænleg. Svo vitnað sé beint í skrif Björns. af kynningarsíðu hans: Hvort sem vísindin snúast um náttúruna, lífríkið, loftslagið, löndin eða höfin, mannlegt samfélag, menninguna, menntunina, heilbrigði mannfólksins eða velferð annarra tegunda – þá blasa verkefnin við. Hver verður framtíð barnanna okkar og barnabarnanna? Hvers konar samfélag verður það sem þau munu búa í, hvers konar menning, hvers konar menntun mun þrífast þar, hvert verður hlutverk tækninnar, og hvernig og hvar verður náttúran? Vísindin munu ekki láta sitt eftir liggja í leit að svarinu við þeirri spurningu. Samstarfsfólk Björns og nemendur hans bera honum einstaklega góða sögu og vísa til mannkosta hans, samskiptahæfni, forystuhæfileika og kímnigáfu. Sjálf þekki ég rannsóknir hans og hugvekjandi skrif sem eru framúrskarandi og skipta máli. Ég styð því, af heilum hug, Björn Þorsteinsson til embættis rektors Háskóla Íslands og vona að sem flestir greiði honum atkvæði sitt. Höfundur er bókmenntafræðingur og rannsóknarprófessor við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég dáist að öllum þeim framúrskarandi einstaklingum sem bjóða sig fram til embættis rektors Háskóla Íslands og eru tilbúnir til að takast á við erfiða stjórnun undirfjármagnaðrar stofnunar. Rektor þarf að setja sig inn í flókin mál sem snúa að kennslu í ólíkum greinum og fjölbreytilegum rannsóknum sem fram fara á vegum háskólans, ekki bara í höfuðborginni heldur einnig víða um landið. Þá þarf hann að gæta hagsmuna fjölbreytilegs starfsfólks og fjölda nemenda með ólíkan bakgrunn, íslenskra sem erlendra. Sá sem gegnir stöðu rektors Háskóla Íslands er um leið andlit Háskóla Íslands út á við og mikilvægt er að hann hafi getu og vilja til að tjá um erfið samfélagsmál hér heima sem og horfur í alþjóðamálum. Ég efast ekki um að allir frambjóðendur til rektors séu hæfir á sínu sviði og myndu reynast góðir stjórnendur. En fáum þeirra treysti ég eins vel og Birni Þorsteinssyni heimspekingi til að vera andlit Háskóla Íslands út á við. Björn hefur yfir sér fágæta áru yfirvegunar og rökvísi, hann hefur ekki síst talað máli náttúrunnar og umhverfisins af einurð og spyr mikilvægra spurninga um vísindi og samfélag sem snúa að framtíð sem í mörgu tilliti virðist ógnvænleg. Svo vitnað sé beint í skrif Björns. af kynningarsíðu hans: Hvort sem vísindin snúast um náttúruna, lífríkið, loftslagið, löndin eða höfin, mannlegt samfélag, menninguna, menntunina, heilbrigði mannfólksins eða velferð annarra tegunda – þá blasa verkefnin við. Hver verður framtíð barnanna okkar og barnabarnanna? Hvers konar samfélag verður það sem þau munu búa í, hvers konar menning, hvers konar menntun mun þrífast þar, hvert verður hlutverk tækninnar, og hvernig og hvar verður náttúran? Vísindin munu ekki láta sitt eftir liggja í leit að svarinu við þeirri spurningu. Samstarfsfólk Björns og nemendur hans bera honum einstaklega góða sögu og vísa til mannkosta hans, samskiptahæfni, forystuhæfileika og kímnigáfu. Sjálf þekki ég rannsóknir hans og hugvekjandi skrif sem eru framúrskarandi og skipta máli. Ég styð því, af heilum hug, Björn Þorsteinsson til embættis rektors Háskóla Íslands og vona að sem flestir greiði honum atkvæði sitt. Höfundur er bókmenntafræðingur og rannsóknarprófessor við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun