Sjáðu Albert skora gegn Juventus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2025 10:03 Albert Guðmundsson skoraði þrjú mörk fyrir Fiorentina á einni viku. ap/Alfredo Falcone Albert Guðmundsson kemur væntanlega fullur sjálfstrausts til móts við íslenska fótboltalandsliðið eftir að hafa skorað í síðustu þremur leikjum sínum fyrir Fiorentina. Albert var á skotskónum í gær þegar Fiorentina sigraði Juventus, 3-0, á heimavelli. Þetta var þriðja mark hans í þremur leikjum fyrir Flórensliðið. Hann skoraði einnig í 2-1 tapi fyrir Napoli og 3-1 sigri á Panathinaikos í síðustu viku. Fiorentina náði forystunni gegn Juventus þegar Robin Gosens skoraði eftir hornspyrnu á 15. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar juku heimamenn muninn í 2-0 með marki Rolandos Mandragora. Staðan var 2-0 í hálfleik en á 53. mínútu negldi Albert síðasta naglann í kistu Gömlu konunnar. Hann fékk þá boltann inn á miðjum vallarhelmingi Juventus, einn og yfirgefinn. Albert lét ekki bjóða sér það tvisvar, rakti boltann aðeins áfram og skoraði svo með hárnákvæmu skoti framhjá Michele Di Gregorio í marki gestanna. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F4cbpzl7LJo">watch on YouTube</a> Albert hefur nú skorað sex mörk í sautján leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og samtals átta mörk í öllum keppnum. Fiorentina er í 8. sæti deildarinnar með 48 stig eftir 29 umferðir. Næstu leikir Alberts eru með íslenska landsliðinu gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram í Pristína í Kósovó á fimmtudaginn en sá seinni verður í Murcia á Spáni á sunnudaginn. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði þriðja marka Fiorentina er liðið vann öruggan sigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 16. mars 2025 16:30 Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur í seinni leiknum á móti Panathinaikos. 13. mars 2025 21:55 Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. 12. mars 2025 11:01 Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Albert Guðmundsson skoraði eina mark Fiorentina þegar liðið tapaði fyrir Napoli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. 10. mars 2025 08:33 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Albert var á skotskónum í gær þegar Fiorentina sigraði Juventus, 3-0, á heimavelli. Þetta var þriðja mark hans í þremur leikjum fyrir Flórensliðið. Hann skoraði einnig í 2-1 tapi fyrir Napoli og 3-1 sigri á Panathinaikos í síðustu viku. Fiorentina náði forystunni gegn Juventus þegar Robin Gosens skoraði eftir hornspyrnu á 15. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar juku heimamenn muninn í 2-0 með marki Rolandos Mandragora. Staðan var 2-0 í hálfleik en á 53. mínútu negldi Albert síðasta naglann í kistu Gömlu konunnar. Hann fékk þá boltann inn á miðjum vallarhelmingi Juventus, einn og yfirgefinn. Albert lét ekki bjóða sér það tvisvar, rakti boltann aðeins áfram og skoraði svo með hárnákvæmu skoti framhjá Michele Di Gregorio í marki gestanna. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F4cbpzl7LJo">watch on YouTube</a> Albert hefur nú skorað sex mörk í sautján leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og samtals átta mörk í öllum keppnum. Fiorentina er í 8. sæti deildarinnar með 48 stig eftir 29 umferðir. Næstu leikir Alberts eru með íslenska landsliðinu gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram í Pristína í Kósovó á fimmtudaginn en sá seinni verður í Murcia á Spáni á sunnudaginn.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði þriðja marka Fiorentina er liðið vann öruggan sigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 16. mars 2025 16:30 Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur í seinni leiknum á móti Panathinaikos. 13. mars 2025 21:55 Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. 12. mars 2025 11:01 Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Albert Guðmundsson skoraði eina mark Fiorentina þegar liðið tapaði fyrir Napoli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. 10. mars 2025 08:33 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði þriðja marka Fiorentina er liðið vann öruggan sigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 16. mars 2025 16:30
Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur í seinni leiknum á móti Panathinaikos. 13. mars 2025 21:55
Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. 12. mars 2025 11:01
Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Albert Guðmundsson skoraði eina mark Fiorentina þegar liðið tapaði fyrir Napoli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. 10. mars 2025 08:33