Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 09:30 McLaren ökumaðurinn Lando Norris fagnar hér sigri í ástralska kappakstrinum í nótt. AP/Scott Barbour Lando Norris hjá McLaren vann fyrsta formúlu 1 keppni ársins í nótt en þá fór ástralski kappaksturinn fram í Melbourne. Það gekk mikið á í kappakstrinum, veðrið var til vandræða og þrisvar þurfti öryggisbílinn að koma inn. Á endanum munaði nánast engu á fyrstu bílunum því Norris var aðeins 0,8 sekúndum á undan Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistara, í markið. Rigningin setti mikinn svip á keppnina og margir ökumenn klesstu bílana. „Þetta var stórkostlegt en þetta var erfið keppni ekki síst þar sem Max [Verstappen] var á eftir mér. Ég var að reyna að keyra í botni síðustu tvo hringina sem var stressandi en það er æðislegt að byrja tímabilið svona,“ sagði Lando Norris. Norris var á ráspól en Verstappen ræsti þriðji á eftir Oscar Piastri. Piastri missti bílinn sinn út úr brautinni á 44. hring þegar það fór að rigna duglega. Norris tókst aftur á móti að sleppa við sömu örlög og vann sinn fimmta kappakstur á ferlinum. George Russell á Mercedes varð síðan í þriðja sætinu. Alex Albon á Williams bíl varð fjórði og ítalski táningurinn Andrea Kimi Antonell, eftirmaður Lewis Hamilton hjá Mercedes, varði fimmti. Antonell kom reyndar fjórði í markið en var settur niður um eitt sæti fyrir glannakstur. Lewis Hamilton sjálfur var að keppa í fyrsta sinn fyrir Ferrari en varð á endanum að sætta sig við tíunda sætið eftir að hafa misst Piastri fram úr sér í lokin. Charles Leclerc, liðsfélagi Hamilton, varð hins vegar áttundi. Hamilton var reyndar í forystu á 46. hring en bara vegna þess að Ferrari hafi tekið ranga ákvörðun að skipta ekki yfir á regndekkin því hann lenti síðan í vandræðum þegar það kom hellidemba. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Það gekk mikið á í kappakstrinum, veðrið var til vandræða og þrisvar þurfti öryggisbílinn að koma inn. Á endanum munaði nánast engu á fyrstu bílunum því Norris var aðeins 0,8 sekúndum á undan Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistara, í markið. Rigningin setti mikinn svip á keppnina og margir ökumenn klesstu bílana. „Þetta var stórkostlegt en þetta var erfið keppni ekki síst þar sem Max [Verstappen] var á eftir mér. Ég var að reyna að keyra í botni síðustu tvo hringina sem var stressandi en það er æðislegt að byrja tímabilið svona,“ sagði Lando Norris. Norris var á ráspól en Verstappen ræsti þriðji á eftir Oscar Piastri. Piastri missti bílinn sinn út úr brautinni á 44. hring þegar það fór að rigna duglega. Norris tókst aftur á móti að sleppa við sömu örlög og vann sinn fimmta kappakstur á ferlinum. George Russell á Mercedes varð síðan í þriðja sætinu. Alex Albon á Williams bíl varð fjórði og ítalski táningurinn Andrea Kimi Antonell, eftirmaður Lewis Hamilton hjá Mercedes, varði fimmti. Antonell kom reyndar fjórði í markið en var settur niður um eitt sæti fyrir glannakstur. Lewis Hamilton sjálfur var að keppa í fyrsta sinn fyrir Ferrari en varð á endanum að sætta sig við tíunda sætið eftir að hafa misst Piastri fram úr sér í lokin. Charles Leclerc, liðsfélagi Hamilton, varð hins vegar áttundi. Hamilton var reyndar í forystu á 46. hring en bara vegna þess að Ferrari hafi tekið ranga ákvörðun að skipta ekki yfir á regndekkin því hann lenti síðan í vandræðum þegar það kom hellidemba. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1)
Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira