Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. mars 2025 18:22 Mark Nelsons, Winsconsin-búi, bíður eftir aðstoð eftir að vöruflutningabíll hans féll á hliðinna vegna mikilla vinda á milliríkjahraðbraut 44. AP Sautján eru látnir og tugir slasaðir vegna hvirfilbylja og ofsafenginna vinda sem hafa farið um mið- og suðurríki Bandaríkjanna síðustu tvo daga. Veðrakerfi sem færist austur yfir landið hefur orsakað mikla sandstorma og mörg hundruð gróðurelda í tólf ríkjum. Osafengið veðurfar, þar á meðal sterkir vindar og fellibylir, er talið munu hafa áhrif á íbúasvæði meira en 130 milljóna manna. Frá landamærum Kanada til Texas er vindum spáð sem geta náð allt að 36 metrum á sekúndu (130 km/klst) sem geti bæði leitt til snjóstorma á kaldari svæðum í norðri og gróðureldahættu í þurrari og heitari svæðum í suðri. Hvirfilbylir tættu í sig hús Flest dauðsföll urðu á laugardagsmorgun í Missouri þegar ellefu létust af völdum hvirfilbylja. Samkvæmt vegaeftirliti Missouri-ríkis slösuðust einnig fjölmargir. AP fjalla um málið. Meðal þeirra sem létust var maður sem dó þegar hvirfilbylur tætti hús hans í sundur. „Það var óþekkjanlegt sem heimili. Bara rústir einna,“ sagði Jim Akers, dánardómstjóri Butler-sýslu, þegar hann lýsti aðstæðunum sem blöstu við viðbragðsaðilum. „Gólfið var á hvolfi. Við gengum á veggjunum.“ Hins vegar hafi björgunarmönnum tekist að bjarga konu úr rústunum. Eitt húsanna sem eyðilagðist í hvirfilbyjunum sem fóru yfir Missouri.AP Sandstormar og gróðureldar í suðri Yfirvöld í Arkansas greindu frá því að í morgun hefðu þrír dáið í Independence-sýslu og 29 aðrir slasast í átta sýslum eftir að stormurinn reið yfir. Sarah Huckabee Sanders, ríkisstjóri Arkansas, greindi frá því á X að björgunarsveitarmenn væru á vettvangi til að aðstoða fólk og að hún hefði tekið 250 þúsund Bandaríkjadala (um 33,6 milljónir króna) úr neyðaráætlunarsjóði til að styðja við þau samfélög sem hefðu skaðast í stormviðrinu. Þá létust þrír í bílslysum í sandstormi í Amarillo í norðurhluta Texas, sem kallaður er Texaspönnuskaftið (e. Texas Panhandle). Íbúar ríkisins hafa bæði glímt við mikla sandstorma og meira en hundrað gróðurelda. Ástandið í Okalhoma virðist enn verra þar sem tilkynnt hefur verið um 130 gróðurelda og fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Næstum 300 heimili hafa orðið fyrir tjóni eða eyðilagst í Oklahoma vegna eldanna. Kevin Stitt, ríkisstjóri Oklahoma, sagði um 69 hektara lands hafa orðið eldunum að bráð. Bandaríkin Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Sjá meira
Osafengið veðurfar, þar á meðal sterkir vindar og fellibylir, er talið munu hafa áhrif á íbúasvæði meira en 130 milljóna manna. Frá landamærum Kanada til Texas er vindum spáð sem geta náð allt að 36 metrum á sekúndu (130 km/klst) sem geti bæði leitt til snjóstorma á kaldari svæðum í norðri og gróðureldahættu í þurrari og heitari svæðum í suðri. Hvirfilbylir tættu í sig hús Flest dauðsföll urðu á laugardagsmorgun í Missouri þegar ellefu létust af völdum hvirfilbylja. Samkvæmt vegaeftirliti Missouri-ríkis slösuðust einnig fjölmargir. AP fjalla um málið. Meðal þeirra sem létust var maður sem dó þegar hvirfilbylur tætti hús hans í sundur. „Það var óþekkjanlegt sem heimili. Bara rústir einna,“ sagði Jim Akers, dánardómstjóri Butler-sýslu, þegar hann lýsti aðstæðunum sem blöstu við viðbragðsaðilum. „Gólfið var á hvolfi. Við gengum á veggjunum.“ Hins vegar hafi björgunarmönnum tekist að bjarga konu úr rústunum. Eitt húsanna sem eyðilagðist í hvirfilbyjunum sem fóru yfir Missouri.AP Sandstormar og gróðureldar í suðri Yfirvöld í Arkansas greindu frá því að í morgun hefðu þrír dáið í Independence-sýslu og 29 aðrir slasast í átta sýslum eftir að stormurinn reið yfir. Sarah Huckabee Sanders, ríkisstjóri Arkansas, greindi frá því á X að björgunarsveitarmenn væru á vettvangi til að aðstoða fólk og að hún hefði tekið 250 þúsund Bandaríkjadala (um 33,6 milljónir króna) úr neyðaráætlunarsjóði til að styðja við þau samfélög sem hefðu skaðast í stormviðrinu. Þá létust þrír í bílslysum í sandstormi í Amarillo í norðurhluta Texas, sem kallaður er Texaspönnuskaftið (e. Texas Panhandle). Íbúar ríkisins hafa bæði glímt við mikla sandstorma og meira en hundrað gróðurelda. Ástandið í Okalhoma virðist enn verra þar sem tilkynnt hefur verið um 130 gróðurelda og fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Næstum 300 heimili hafa orðið fyrir tjóni eða eyðilagst í Oklahoma vegna eldanna. Kevin Stitt, ríkisstjóri Oklahoma, sagði um 69 hektara lands hafa orðið eldunum að bráð.
Bandaríkin Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Sjá meira