Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 15. mars 2025 17:00 Nú þegar rykið er að setjast má með sanni segja að íslenskir kennarar hafa sýnt áður óþekkta samstöðu þvert á öll skólastig. Það er ótrúlega kraftmikið og hvetjandi að fylgjast með því hvernig stéttin okkar reis upp saman og sýndi að við stöndum sameinuð undir merkjum Kennarasambands Íslands. Það sýndi sig að kennarar láta ekki auðveldlega hræða sig til hlýðni og við höfum gríðarlegan styrk þegar við stöndum öll saman. Við upplifðum tilraunir pólitískra afla til að hnekkja á starfinu okkar, en í stað þess að láta undan sýndum við fagmennsku, mikilfenglega samstöðu og kraft. Skólastarf var dregið niður í umræðunni, en almenningur sá í gegnum það og fyrir vikið styrktist traust til kennara. Stuðningur foreldra, samfélagsins og ráðamanna var augljós og aldrei hefur verið skýrara hversu mikilvæg störf okkar eru. Það hefur verið bæði strembið og um leið mjög dýrmætt að vera kennari á þessum tímamótum. Það er eins og við höfum lyft okkur yfir neikvæða umræðu og virðingin fyrir starfi okkar hafi aukist til muna. Umræðan hófst á flug og sjálf fór ég að skrifa pistla og greinar um mikilvægi starfsins og allt það faglega sem í því felst. Sú fagmennska kemur ekki af sjálfu sér og þarf bæði að mennta sig og öðlast reynslu til að geta veitt nemendum þá menntun sem þeir eiga rétt á. Samstaðan sem myndaðist var áþreifanleg og er hún sannarlega hvetjandi fyrir framtíðina. Ég er ótrúlega stolt að tilheyra stéttarfélagi sem stendur saman með skýr markmið: við viljum fagmennsku, stöðugleika í skólunum okkar og viðurkenningu á mikilvægi starfs okkar. Við höfum sýnt að þegar við stöndum saman erum við óstöðvandi afl og sú staðreynd mun lifa með okkur áfram. Framtíðin er björt fyrir kennara á Íslandi. Við höfum sýnt hvað í okkur býr og við munum halda áfram að byggja upp skólasamfélag sem endurspeglar þá fagmennsku og virðingu sem störf okkar eiga skilið. Höfundur er kennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar rykið er að setjast má með sanni segja að íslenskir kennarar hafa sýnt áður óþekkta samstöðu þvert á öll skólastig. Það er ótrúlega kraftmikið og hvetjandi að fylgjast með því hvernig stéttin okkar reis upp saman og sýndi að við stöndum sameinuð undir merkjum Kennarasambands Íslands. Það sýndi sig að kennarar láta ekki auðveldlega hræða sig til hlýðni og við höfum gríðarlegan styrk þegar við stöndum öll saman. Við upplifðum tilraunir pólitískra afla til að hnekkja á starfinu okkar, en í stað þess að láta undan sýndum við fagmennsku, mikilfenglega samstöðu og kraft. Skólastarf var dregið niður í umræðunni, en almenningur sá í gegnum það og fyrir vikið styrktist traust til kennara. Stuðningur foreldra, samfélagsins og ráðamanna var augljós og aldrei hefur verið skýrara hversu mikilvæg störf okkar eru. Það hefur verið bæði strembið og um leið mjög dýrmætt að vera kennari á þessum tímamótum. Það er eins og við höfum lyft okkur yfir neikvæða umræðu og virðingin fyrir starfi okkar hafi aukist til muna. Umræðan hófst á flug og sjálf fór ég að skrifa pistla og greinar um mikilvægi starfsins og allt það faglega sem í því felst. Sú fagmennska kemur ekki af sjálfu sér og þarf bæði að mennta sig og öðlast reynslu til að geta veitt nemendum þá menntun sem þeir eiga rétt á. Samstaðan sem myndaðist var áþreifanleg og er hún sannarlega hvetjandi fyrir framtíðina. Ég er ótrúlega stolt að tilheyra stéttarfélagi sem stendur saman með skýr markmið: við viljum fagmennsku, stöðugleika í skólunum okkar og viðurkenningu á mikilvægi starfs okkar. Við höfum sýnt að þegar við stöndum saman erum við óstöðvandi afl og sú staðreynd mun lifa með okkur áfram. Framtíðin er björt fyrir kennara á Íslandi. Við höfum sýnt hvað í okkur býr og við munum halda áfram að byggja upp skólasamfélag sem endurspeglar þá fagmennsku og virðingu sem störf okkar eiga skilið. Höfundur er kennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun