Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 15. mars 2025 17:00 Nú þegar rykið er að setjast má með sanni segja að íslenskir kennarar hafa sýnt áður óþekkta samstöðu þvert á öll skólastig. Það er ótrúlega kraftmikið og hvetjandi að fylgjast með því hvernig stéttin okkar reis upp saman og sýndi að við stöndum sameinuð undir merkjum Kennarasambands Íslands. Það sýndi sig að kennarar láta ekki auðveldlega hræða sig til hlýðni og við höfum gríðarlegan styrk þegar við stöndum öll saman. Við upplifðum tilraunir pólitískra afla til að hnekkja á starfinu okkar, en í stað þess að láta undan sýndum við fagmennsku, mikilfenglega samstöðu og kraft. Skólastarf var dregið niður í umræðunni, en almenningur sá í gegnum það og fyrir vikið styrktist traust til kennara. Stuðningur foreldra, samfélagsins og ráðamanna var augljós og aldrei hefur verið skýrara hversu mikilvæg störf okkar eru. Það hefur verið bæði strembið og um leið mjög dýrmætt að vera kennari á þessum tímamótum. Það er eins og við höfum lyft okkur yfir neikvæða umræðu og virðingin fyrir starfi okkar hafi aukist til muna. Umræðan hófst á flug og sjálf fór ég að skrifa pistla og greinar um mikilvægi starfsins og allt það faglega sem í því felst. Sú fagmennska kemur ekki af sjálfu sér og þarf bæði að mennta sig og öðlast reynslu til að geta veitt nemendum þá menntun sem þeir eiga rétt á. Samstaðan sem myndaðist var áþreifanleg og er hún sannarlega hvetjandi fyrir framtíðina. Ég er ótrúlega stolt að tilheyra stéttarfélagi sem stendur saman með skýr markmið: við viljum fagmennsku, stöðugleika í skólunum okkar og viðurkenningu á mikilvægi starfs okkar. Við höfum sýnt að þegar við stöndum saman erum við óstöðvandi afl og sú staðreynd mun lifa með okkur áfram. Framtíðin er björt fyrir kennara á Íslandi. Við höfum sýnt hvað í okkur býr og við munum halda áfram að byggja upp skólasamfélag sem endurspeglar þá fagmennsku og virðingu sem störf okkar eiga skilið. Höfundur er kennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar rykið er að setjast má með sanni segja að íslenskir kennarar hafa sýnt áður óþekkta samstöðu þvert á öll skólastig. Það er ótrúlega kraftmikið og hvetjandi að fylgjast með því hvernig stéttin okkar reis upp saman og sýndi að við stöndum sameinuð undir merkjum Kennarasambands Íslands. Það sýndi sig að kennarar láta ekki auðveldlega hræða sig til hlýðni og við höfum gríðarlegan styrk þegar við stöndum öll saman. Við upplifðum tilraunir pólitískra afla til að hnekkja á starfinu okkar, en í stað þess að láta undan sýndum við fagmennsku, mikilfenglega samstöðu og kraft. Skólastarf var dregið niður í umræðunni, en almenningur sá í gegnum það og fyrir vikið styrktist traust til kennara. Stuðningur foreldra, samfélagsins og ráðamanna var augljós og aldrei hefur verið skýrara hversu mikilvæg störf okkar eru. Það hefur verið bæði strembið og um leið mjög dýrmætt að vera kennari á þessum tímamótum. Það er eins og við höfum lyft okkur yfir neikvæða umræðu og virðingin fyrir starfi okkar hafi aukist til muna. Umræðan hófst á flug og sjálf fór ég að skrifa pistla og greinar um mikilvægi starfsins og allt það faglega sem í því felst. Sú fagmennska kemur ekki af sjálfu sér og þarf bæði að mennta sig og öðlast reynslu til að geta veitt nemendum þá menntun sem þeir eiga rétt á. Samstaðan sem myndaðist var áþreifanleg og er hún sannarlega hvetjandi fyrir framtíðina. Ég er ótrúlega stolt að tilheyra stéttarfélagi sem stendur saman með skýr markmið: við viljum fagmennsku, stöðugleika í skólunum okkar og viðurkenningu á mikilvægi starfs okkar. Við höfum sýnt að þegar við stöndum saman erum við óstöðvandi afl og sú staðreynd mun lifa með okkur áfram. Framtíðin er björt fyrir kennara á Íslandi. Við höfum sýnt hvað í okkur býr og við munum halda áfram að byggja upp skólasamfélag sem endurspeglar þá fagmennsku og virðingu sem störf okkar eiga skilið. Höfundur er kennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun