„Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. mars 2025 16:28 Keir Starmer boðaði leiðtoga á fjarfund í morgun. AP/Leon Neal Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands kallar eftir því að byssurnar þagni. Hann segir undirbúning öryggisráðstafana fara bráðum á framkvæmdastig. Keir Starmer kallaði saman 25 leiðtoga á fjarfund í morgun til að ræða mögulegar ráðstafanir vopnahlés í Úkraínu. Að fundinum loknum sagði hann við blaðamenn að Pútín væri tefja frið og að fyrr eða síðar muni hann þurfa að setjast við samningaborðið. Nýjar skuldbindingar Fundurinn fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og tóku ýmsir leiðtogar hins svokallaða „bandalags hinna viljugu“ þátt, þar á meðal Kanada, Úkraína, Nýja-Sjáland og margar Atlantshafsbandalagsþjóðir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat fundinn. Á fundinum tóku til máls Starmer, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Við blaðamenn sagði Starmer að á fundinum hefði náðst samkomulag um „nýjar skuldbindingar“ en tók þó ekki fram hvað fælist í þeim. Hann sagði tímann til kominn til að ræða hvernig hægt sé að tryggja að friðurinn verði varanlegur. „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við. Í staðinn munum við halda áfram að ná árangri,“ sagði Starmer. Pútín setti vopnahlé hörð skilyrði Hann sagði að sammælst hefði verið um það að beita Rússa hámarksþrýstingi, halda áfram að styrkja varnir Úkraínu og beita Rússa frekari efnahagsþvingunum. Herforingjar muni hittast á fimmtudaginn kemur til að stilla saman strengi. Úkraínsk stjórnvöld hafa þegar samþykkt tillögu um þrjátíu daga vopnahlé en Pútín setti vopnahlé ansi þröngar skorður. Úkraínumenn mættu til að mynda ekki nota vopnahléð til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. „Vólódímír hefur skuldbundið sig þrjátíu daga vopnahléi án skilyrða, en Pútín er að reyna að tefja og segir að það þurfi að fara fram ítarleg rannsókn áður en til vopnahlés kemur. Heimurinn þarfnast þess að brugðist sé við, ekki rannsókn, ekki innantóm orð og skilyrði,“ sagði Starmer. Bretland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06 Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. 13. mars 2025 11:55 Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Keir Starmer kallaði saman 25 leiðtoga á fjarfund í morgun til að ræða mögulegar ráðstafanir vopnahlés í Úkraínu. Að fundinum loknum sagði hann við blaðamenn að Pútín væri tefja frið og að fyrr eða síðar muni hann þurfa að setjast við samningaborðið. Nýjar skuldbindingar Fundurinn fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og tóku ýmsir leiðtogar hins svokallaða „bandalags hinna viljugu“ þátt, þar á meðal Kanada, Úkraína, Nýja-Sjáland og margar Atlantshafsbandalagsþjóðir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat fundinn. Á fundinum tóku til máls Starmer, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Við blaðamenn sagði Starmer að á fundinum hefði náðst samkomulag um „nýjar skuldbindingar“ en tók þó ekki fram hvað fælist í þeim. Hann sagði tímann til kominn til að ræða hvernig hægt sé að tryggja að friðurinn verði varanlegur. „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við. Í staðinn munum við halda áfram að ná árangri,“ sagði Starmer. Pútín setti vopnahlé hörð skilyrði Hann sagði að sammælst hefði verið um það að beita Rússa hámarksþrýstingi, halda áfram að styrkja varnir Úkraínu og beita Rússa frekari efnahagsþvingunum. Herforingjar muni hittast á fimmtudaginn kemur til að stilla saman strengi. Úkraínsk stjórnvöld hafa þegar samþykkt tillögu um þrjátíu daga vopnahlé en Pútín setti vopnahlé ansi þröngar skorður. Úkraínumenn mættu til að mynda ekki nota vopnahléð til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. „Vólódímír hefur skuldbundið sig þrjátíu daga vopnahléi án skilyrða, en Pútín er að reyna að tefja og segir að það þurfi að fara fram ítarleg rannsókn áður en til vopnahlés kemur. Heimurinn þarfnast þess að brugðist sé við, ekki rannsókn, ekki innantóm orð og skilyrði,“ sagði Starmer.
Bretland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06 Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. 13. mars 2025 11:55 Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06
Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. 13. mars 2025 11:55
Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52