„Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. mars 2025 16:28 Keir Starmer boðaði leiðtoga á fjarfund í morgun. AP/Leon Neal Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands kallar eftir því að byssurnar þagni. Hann segir undirbúning öryggisráðstafana fara bráðum á framkvæmdastig. Keir Starmer kallaði saman 25 leiðtoga á fjarfund í morgun til að ræða mögulegar ráðstafanir vopnahlés í Úkraínu. Að fundinum loknum sagði hann við blaðamenn að Pútín væri tefja frið og að fyrr eða síðar muni hann þurfa að setjast við samningaborðið. Nýjar skuldbindingar Fundurinn fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og tóku ýmsir leiðtogar hins svokallaða „bandalags hinna viljugu“ þátt, þar á meðal Kanada, Úkraína, Nýja-Sjáland og margar Atlantshafsbandalagsþjóðir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat fundinn. Á fundinum tóku til máls Starmer, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Við blaðamenn sagði Starmer að á fundinum hefði náðst samkomulag um „nýjar skuldbindingar“ en tók þó ekki fram hvað fælist í þeim. Hann sagði tímann til kominn til að ræða hvernig hægt sé að tryggja að friðurinn verði varanlegur. „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við. Í staðinn munum við halda áfram að ná árangri,“ sagði Starmer. Pútín setti vopnahlé hörð skilyrði Hann sagði að sammælst hefði verið um það að beita Rússa hámarksþrýstingi, halda áfram að styrkja varnir Úkraínu og beita Rússa frekari efnahagsþvingunum. Herforingjar muni hittast á fimmtudaginn kemur til að stilla saman strengi. Úkraínsk stjórnvöld hafa þegar samþykkt tillögu um þrjátíu daga vopnahlé en Pútín setti vopnahlé ansi þröngar skorður. Úkraínumenn mættu til að mynda ekki nota vopnahléð til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. „Vólódímír hefur skuldbundið sig þrjátíu daga vopnahléi án skilyrða, en Pútín er að reyna að tefja og segir að það þurfi að fara fram ítarleg rannsókn áður en til vopnahlés kemur. Heimurinn þarfnast þess að brugðist sé við, ekki rannsókn, ekki innantóm orð og skilyrði,“ sagði Starmer. Bretland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06 Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. 13. mars 2025 11:55 Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Sjá meira
Keir Starmer kallaði saman 25 leiðtoga á fjarfund í morgun til að ræða mögulegar ráðstafanir vopnahlés í Úkraínu. Að fundinum loknum sagði hann við blaðamenn að Pútín væri tefja frið og að fyrr eða síðar muni hann þurfa að setjast við samningaborðið. Nýjar skuldbindingar Fundurinn fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og tóku ýmsir leiðtogar hins svokallaða „bandalags hinna viljugu“ þátt, þar á meðal Kanada, Úkraína, Nýja-Sjáland og margar Atlantshafsbandalagsþjóðir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat fundinn. Á fundinum tóku til máls Starmer, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Við blaðamenn sagði Starmer að á fundinum hefði náðst samkomulag um „nýjar skuldbindingar“ en tók þó ekki fram hvað fælist í þeim. Hann sagði tímann til kominn til að ræða hvernig hægt sé að tryggja að friðurinn verði varanlegur. „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við. Í staðinn munum við halda áfram að ná árangri,“ sagði Starmer. Pútín setti vopnahlé hörð skilyrði Hann sagði að sammælst hefði verið um það að beita Rússa hámarksþrýstingi, halda áfram að styrkja varnir Úkraínu og beita Rússa frekari efnahagsþvingunum. Herforingjar muni hittast á fimmtudaginn kemur til að stilla saman strengi. Úkraínsk stjórnvöld hafa þegar samþykkt tillögu um þrjátíu daga vopnahlé en Pútín setti vopnahlé ansi þröngar skorður. Úkraínumenn mættu til að mynda ekki nota vopnahléð til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. „Vólódímír hefur skuldbundið sig þrjátíu daga vopnahléi án skilyrða, en Pútín er að reyna að tefja og segir að það þurfi að fara fram ítarleg rannsókn áður en til vopnahlés kemur. Heimurinn þarfnast þess að brugðist sé við, ekki rannsókn, ekki innantóm orð og skilyrði,“ sagði Starmer.
Bretland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06 Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. 13. mars 2025 11:55 Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Sjá meira
Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06
Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. 13. mars 2025 11:55
Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52