Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 08:50 Vígamenn Íslamska ríkisins í Írak á árum áður. AFP/Al-Furqan Media Bandaríkjamenn felldu á dögunum leiðtoga Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi í loftárás. Abdallah Makki Muslih al-Rifai, sem gekk einnig undir nafninu Abu Khadijah var felldur í Anbar-héraði í Írak, auk annars vígamanns, þegar bíll þeirra var sprengdur í loft upp en hann er sagður hafa verið næstráðandi innan hryðjuverkasamtakanna á heimsvísu. Árásin mun hafa verið gerð þann 13. mars í samvinnu með leyniþjónustu og öryggissveitum Íraks og í samvinnu við héraðastjórn Kúrda í Írak. Í tilkynningu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu segir að eftir árásina hafi hermenn verið sendir á vettvang og þeir hafi fundið Abu Khadijah og hinn manninn klædda sprengjuvestum og með mörg vopn meðferðis. Kennsl voru borin á líkið með því að bera lífsýni saman við önnur sýni sem safnað var í áhlaupi sem leiðtoginn er sagður hafa sloppið naumlega frá. „Abu Khadijah var einn af mikilvægustu meðlimum Íslamska ríkisins á heimsvísu,“ er haft eftir herforingjanum Michael Erik Kurilla. „Við halda áfram að fella hryðjuverkamenn og brjóta áfram niður samtök þeirra sem ógna heimalandi okkar og bandamönnum.“ CENTCOM Forces Kill ISIS Chief of Global Operations Who Also Served as ISIS #2On March 13, U.S. Central Command forces, in cooperation with Iraqi Intelligence and Security Forces, conducted a precision airstrike in Al Anbar Province, Iraq, that killed the Global ISIS #2 leader,… pic.twitter.com/rWeEoUY7Lw— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 15, 2025 Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði fyrstur frá dauða Abu Khadijah í gær. Hann sagði að Írakar myndu áfram sigra myrkraöfl og hryðjuverkasamtök og sagði að vígamaðurinn hefði verið einhver hættulegasti maður Íraks og heimsins. Donald Trump, forseti, tjáði sig um dauða Abu Khadijah í nótt. Hann sagði vígamanninn hafa verið eltan uppi og að endir hafi verið bundinn á „aumkunarvert“ líf hans. Trump sagði hryðjuverkaleiðtogann hafa verið felldan í gær, föstudag, en hið rétta er að árásin var gerð á fimmtudag. Tíð dauðsföll leiðtoga Frá því bandarískir hermenn duttu í „lukkupottinn“ og felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda Íslamska ríkisins, í áhlaupi í Sýrlandi árið 2019, hafa leiðtogar hryðjuverkasamtakanna ekki verið langlífir. Þeir hafa verið felldir í áhlaupum og loftárásum, hver á fætur öðrum, á undanförnum árum. Núverandi leiðtogi Íslamska ríkisins kallast Abu Hafs al-Hashimi al-Qurashi og varð hann kalífi í ágúst 2023. Tiltölulega lítið hefur farið fyrir honum síðan þá. Samhliða þessari þróun hefur þungamiðja starfsemi hryðjuverkasamtakanna færst í auknu mæli til Afríku. Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Árásin mun hafa verið gerð þann 13. mars í samvinnu með leyniþjónustu og öryggissveitum Íraks og í samvinnu við héraðastjórn Kúrda í Írak. Í tilkynningu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu segir að eftir árásina hafi hermenn verið sendir á vettvang og þeir hafi fundið Abu Khadijah og hinn manninn klædda sprengjuvestum og með mörg vopn meðferðis. Kennsl voru borin á líkið með því að bera lífsýni saman við önnur sýni sem safnað var í áhlaupi sem leiðtoginn er sagður hafa sloppið naumlega frá. „Abu Khadijah var einn af mikilvægustu meðlimum Íslamska ríkisins á heimsvísu,“ er haft eftir herforingjanum Michael Erik Kurilla. „Við halda áfram að fella hryðjuverkamenn og brjóta áfram niður samtök þeirra sem ógna heimalandi okkar og bandamönnum.“ CENTCOM Forces Kill ISIS Chief of Global Operations Who Also Served as ISIS #2On March 13, U.S. Central Command forces, in cooperation with Iraqi Intelligence and Security Forces, conducted a precision airstrike in Al Anbar Province, Iraq, that killed the Global ISIS #2 leader,… pic.twitter.com/rWeEoUY7Lw— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 15, 2025 Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði fyrstur frá dauða Abu Khadijah í gær. Hann sagði að Írakar myndu áfram sigra myrkraöfl og hryðjuverkasamtök og sagði að vígamaðurinn hefði verið einhver hættulegasti maður Íraks og heimsins. Donald Trump, forseti, tjáði sig um dauða Abu Khadijah í nótt. Hann sagði vígamanninn hafa verið eltan uppi og að endir hafi verið bundinn á „aumkunarvert“ líf hans. Trump sagði hryðjuverkaleiðtogann hafa verið felldan í gær, föstudag, en hið rétta er að árásin var gerð á fimmtudag. Tíð dauðsföll leiðtoga Frá því bandarískir hermenn duttu í „lukkupottinn“ og felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda Íslamska ríkisins, í áhlaupi í Sýrlandi árið 2019, hafa leiðtogar hryðjuverkasamtakanna ekki verið langlífir. Þeir hafa verið felldir í áhlaupum og loftárásum, hver á fætur öðrum, á undanförnum árum. Núverandi leiðtogi Íslamska ríkisins kallast Abu Hafs al-Hashimi al-Qurashi og varð hann kalífi í ágúst 2023. Tiltölulega lítið hefur farið fyrir honum síðan þá. Samhliða þessari þróun hefur þungamiðja starfsemi hryðjuverkasamtakanna færst í auknu mæli til Afríku.
Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira