Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 20:49 Starfsmenn palestínska Rauða hálfmánans bólusetja börn á Gaza. Stefnt er að því að bólusetja um 600 þúsund börn yngri en tíu ára. Rauði kross Íslands Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gasa. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum kemur fram að söfnunin hafi verið svar við neyðarbeiðni palestínska Rauða hálfmánans og að féð muni renna til skilgreindra verkefna sem miði fyrst og fremst að því að tryggja aðgang fólks að heilsugæslu, mat, hreinu vatni og skjóli. „Markmiðið er að veita íbúum Gasa lífsnauðsynlega mannúðaraðstoð,“ segir Sólrún og að um tvær milljónir íbúa séu á vergangi. Hún bendir auk þess á að yfir 90 prósent af öllu íbúðarhúsnæði á Gasa hafi skemmst eða eyðilagst og að heilbrigðisþjónusta sé í lamasessi. Palestínski Rauði hálfmáninn kom í lok febrúar upp færanlegu sjúkrahúsi í Gaza-borg, því fyrsta sinnar tegundar á Gaza.Rauði kross Íslands Í tilkynningu segir að Palestínski Rauði hálfmáninn gegni lykilhlutverki í því að veita aðstoð á Gasa, á Vesturbakkanum auk þess sem þau aðstoða fólk sem hefur þurft að flýja Gasa til nágrannalanda. „Félagið hefur sinnt mannúðarstarfi í Palestínu í áratugi og hefur því gríðarlega reynslu og nýtur sömuleiðis mikils trausts,“ segir Sólrún. Mannúðaraðstoð við íbúa Gasa hefur verið mjög sveiflukennd síðustu mánuði. Möguleikar hjálparsamtaka og stofnana til að veita slíka aðstoð eru takmarkaðir og tryggja þarf öryggi allra sem að koma, bæði starfsfólks, sjálfboðaliða og íbúa. „Þörfin fyrir mannúðaraðstoð á Gasa er hins vegar yfirþyrmandi,“ segir Hrafnhildur Sverrisdóttir, verkefnastjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum. „Það er skortur á mat, hreinu drykkjarvatni, húsaskjóli, hreinlætisvörum og hreinlætisaðstöðu, lyfjum og heilbrigðisaðstoð og svo mætti áfram telja.“ Neyðarbeiðni palestínska Rauða hálfmánans hljóðar upp á rúmlega 443 milljónir Bandaríkjadala eða um 60 milljarða íslenskra króna. Auk Rauða krossins á Íslandi hafa mörg önnur landsfélög svarað kallinu, meðal annars Rauði krossinn í Svíþjóð og Noregi. Landsfélögin sinna hvert fyrir sig eftirliti samkvæmt samningum. Samið var um vopnahlé á Gasa um miðjan janúar og jókst þá aðgangur samtaka og stofnana að svæðinu með neyðargögn. Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) segir að vopnahléið hafi reynst mikilvægt til að bjarga mannslífum, koma mannúðaraðstoð á framfæri og halda almennum borgurum á lífi en mannúðarkreppan á svæðinu sé langt frá því að vera yfirstaðin. Palestína Félagasamtök Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Rauða krossinum kemur fram að söfnunin hafi verið svar við neyðarbeiðni palestínska Rauða hálfmánans og að féð muni renna til skilgreindra verkefna sem miði fyrst og fremst að því að tryggja aðgang fólks að heilsugæslu, mat, hreinu vatni og skjóli. „Markmiðið er að veita íbúum Gasa lífsnauðsynlega mannúðaraðstoð,“ segir Sólrún og að um tvær milljónir íbúa séu á vergangi. Hún bendir auk þess á að yfir 90 prósent af öllu íbúðarhúsnæði á Gasa hafi skemmst eða eyðilagst og að heilbrigðisþjónusta sé í lamasessi. Palestínski Rauði hálfmáninn kom í lok febrúar upp færanlegu sjúkrahúsi í Gaza-borg, því fyrsta sinnar tegundar á Gaza.Rauði kross Íslands Í tilkynningu segir að Palestínski Rauði hálfmáninn gegni lykilhlutverki í því að veita aðstoð á Gasa, á Vesturbakkanum auk þess sem þau aðstoða fólk sem hefur þurft að flýja Gasa til nágrannalanda. „Félagið hefur sinnt mannúðarstarfi í Palestínu í áratugi og hefur því gríðarlega reynslu og nýtur sömuleiðis mikils trausts,“ segir Sólrún. Mannúðaraðstoð við íbúa Gasa hefur verið mjög sveiflukennd síðustu mánuði. Möguleikar hjálparsamtaka og stofnana til að veita slíka aðstoð eru takmarkaðir og tryggja þarf öryggi allra sem að koma, bæði starfsfólks, sjálfboðaliða og íbúa. „Þörfin fyrir mannúðaraðstoð á Gasa er hins vegar yfirþyrmandi,“ segir Hrafnhildur Sverrisdóttir, verkefnastjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum. „Það er skortur á mat, hreinu drykkjarvatni, húsaskjóli, hreinlætisvörum og hreinlætisaðstöðu, lyfjum og heilbrigðisaðstoð og svo mætti áfram telja.“ Neyðarbeiðni palestínska Rauða hálfmánans hljóðar upp á rúmlega 443 milljónir Bandaríkjadala eða um 60 milljarða íslenskra króna. Auk Rauða krossins á Íslandi hafa mörg önnur landsfélög svarað kallinu, meðal annars Rauði krossinn í Svíþjóð og Noregi. Landsfélögin sinna hvert fyrir sig eftirliti samkvæmt samningum. Samið var um vopnahlé á Gasa um miðjan janúar og jókst þá aðgangur samtaka og stofnana að svæðinu með neyðargögn. Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) segir að vopnahléið hafi reynst mikilvægt til að bjarga mannslífum, koma mannúðaraðstoð á framfæri og halda almennum borgurum á lífi en mannúðarkreppan á svæðinu sé langt frá því að vera yfirstaðin.
Palestína Félagasamtök Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira