Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 21:08 Halla Gunnarsdóttir er nýr formaður VR. Vísir Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR með tæplega helming atkvæða, segist vilja hefja undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga strax eftir aðalfund félagsins í lok mars. Nauðsynlegt sé að fylgja eftir loforðum stjórnvalda og stórfyrirtækja um að halda aftur af verðhækkunum og fara meitluð inn í næstu kjaraviðræður. Halla Gunnarsdóttir hlaut alls 4380 af því 9581 sem greitt var eða 45,72 prósent. Þorsteinn Skúli Sveinsson kom næstur með 1958 atkvæði eða 20,44 prósent, þar á eftir Flosi Eiríksson með 1605 atkvæði eða 16,75 prósent og svo Bjarni Þór Sigurðsson með 1225 atkvæði, 12,79 prósent. Hún segist fyrsta mál á dagskrá vera að undirbúa næstu kjarasamninga og fylgja þeim eftir sem eru í gildi. „Ég hef sagt það að strax eftir aðalfund félagsins í lok mars eigum við að hefja undirbúning fyrir næstu kjarasamninga. Við erum inni í langtímakjarasaminingum sem voru gerðir við ákveðnar aðstæður, við þurfum að fylgja þeim eftir, við þurfum að fylgja eftir þeim loforðum sem komu frá stjórnvöldum en líka þeim yfirlýsingum frá atvinnurekendum og frá stórum fyrirtækjum um að ætla að halda í sér í verðhækkunum sem við erum ekki alveg að sjá raungerast. Svo þurfum við að fara ofboðslega meitluð og tilbúin inn í næstu kjaraviðræður,“ segir hún. Ótímabært að tala um fylkingar Aðspurð segir hún það ótímabært að segja hvort hún taki sess Ragnars Þórs fráfarandi formanns við hlið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í því bandalagi sem þau mynduðu í aðdraganda síðustu kjarasamninga. „Það er algjörlega ótímabært að segja hvort það verði einhverjar fylkingar í aðdraganda næstu kjarasamninga. Auðvitað eiga þær oft rétt á sér, sérstaklega þegar við ætlum að reyna að ná fram stórum umbótum á hag og kjörum vinnandi fólks, þegar það þarf að byggja nýtt Breiðholt eða annað slíkt eins og er svo sem full ástæða til að gera núna, þá getur verið mikilvægt að mynda bandalög og fara saman en inn í kjaraviðræður ætla ég að fara fyrst og fremst að fara með hagsmuni VR-félaga að leiðarljósi,“ segir Halla. Verkefnin bíða Hún segist ætla að fagna í kvöld en að stór verkefni bíði strax á morgun. „Ég er búin að hafa hóp að fólki með mér í þessu. Það eru búnir að birtast gamlir vinir sem ég hef ekki séð í langan tíma, vinnufélagar, félagar mínir innan VR. Við erum búin að saman að hringja og hamast og skipuleggja og pæla. Ofboðsleg jákvæðni, ofboðslegur kraftur og ég er náttúrlega að springa úr þakklæti. Ætli maður fái ekki að dvelja aðeins í þeirri tilfinningu í kvöld og svo halda áfram á morgun,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR. Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir hlaut alls 4380 af því 9581 sem greitt var eða 45,72 prósent. Þorsteinn Skúli Sveinsson kom næstur með 1958 atkvæði eða 20,44 prósent, þar á eftir Flosi Eiríksson með 1605 atkvæði eða 16,75 prósent og svo Bjarni Þór Sigurðsson með 1225 atkvæði, 12,79 prósent. Hún segist fyrsta mál á dagskrá vera að undirbúa næstu kjarasamninga og fylgja þeim eftir sem eru í gildi. „Ég hef sagt það að strax eftir aðalfund félagsins í lok mars eigum við að hefja undirbúning fyrir næstu kjarasamninga. Við erum inni í langtímakjarasaminingum sem voru gerðir við ákveðnar aðstæður, við þurfum að fylgja þeim eftir, við þurfum að fylgja eftir þeim loforðum sem komu frá stjórnvöldum en líka þeim yfirlýsingum frá atvinnurekendum og frá stórum fyrirtækjum um að ætla að halda í sér í verðhækkunum sem við erum ekki alveg að sjá raungerast. Svo þurfum við að fara ofboðslega meitluð og tilbúin inn í næstu kjaraviðræður,“ segir hún. Ótímabært að tala um fylkingar Aðspurð segir hún það ótímabært að segja hvort hún taki sess Ragnars Þórs fráfarandi formanns við hlið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í því bandalagi sem þau mynduðu í aðdraganda síðustu kjarasamninga. „Það er algjörlega ótímabært að segja hvort það verði einhverjar fylkingar í aðdraganda næstu kjarasamninga. Auðvitað eiga þær oft rétt á sér, sérstaklega þegar við ætlum að reyna að ná fram stórum umbótum á hag og kjörum vinnandi fólks, þegar það þarf að byggja nýtt Breiðholt eða annað slíkt eins og er svo sem full ástæða til að gera núna, þá getur verið mikilvægt að mynda bandalög og fara saman en inn í kjaraviðræður ætla ég að fara fyrst og fremst að fara með hagsmuni VR-félaga að leiðarljósi,“ segir Halla. Verkefnin bíða Hún segist ætla að fagna í kvöld en að stór verkefni bíði strax á morgun. „Ég er búin að hafa hóp að fólki með mér í þessu. Það eru búnir að birtast gamlir vinir sem ég hef ekki séð í langan tíma, vinnufélagar, félagar mínir innan VR. Við erum búin að saman að hringja og hamast og skipuleggja og pæla. Ofboðsleg jákvæðni, ofboðslegur kraftur og ég er náttúrlega að springa úr þakklæti. Ætli maður fái ekki að dvelja aðeins í þeirri tilfinningu í kvöld og svo halda áfram á morgun,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR.
Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira