Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar 13. mars 2025 14:01 Sem doktorsnemi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands hef ég fylgst með rektorskosningum háskólans af miklum áhuga og stendur Silja Bára upp úr sem sá leiðtogi sem mér finnst háskólinn þarfnast á þessum tíma. Í fyrsta lagi tel ég mikilvægt fyrir Háskóla Íslands að hafa einstakling úr félagsvísindum í forsvari sínu. Félagsvísindi eru oft ekki álitin „alvöru vísindi” sem hefur endurspeglast í ágangi á heiður greinarinnar undanfarið, ásamt gengisfellingu á fræðum okkar og framlagi til íslensks samfélags. Þetta viðhorf kristallast enn fremur í lokun deilda og niðurfellingu samfélagsrannsókna, meðal annars í Ungverjalandi og Bretlandi. Dæmin eru víða og má nefna hið nýlegasta frá Bandaríkjunum en þar hafa doktorsnemar og nýdoktorar misst stöður og rannsóknarverkefni í stórum stíl sem annars hefðu auðgað þekkingu okkar á málefnum svo sem hnattrænni heilsu og samfélagslegum ójöfnuði. Vegið er að akademísku frelsi, ekki sér fyrir endann á því og því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að hafa öflugan málsvara samfélagsrannsókna sem skilur mikilvægi þeirra í menntunar- og rannsóknarlandslagi bæði innan lands og utan. Stefnumál Silju Báru snúa að styrkingu háskólans á öllum sviðum. Hún leggur áherslu á að bæta fjármögnun og innviði skólans, vernda rannsóknir og akademískt frelsi. Einnig vill hún bæta starfs- og námsumhverfi, auka jafnrétti og fjölbreytileika sem og að efla sjálfbærni og nútímavæða kennslu. Einnig tek ég undir með hugmyndum hennar um að greiða fyrir ráðningu akademísks starfsfólks sem myndi lyfta Grettistaki fyrir okkur sem stöndum snemma í okkar starfsferli og höfum margt að bjóða til að styrkja stöðu Háskóla Íslands en búum engu að síður við mikið starfsóöryggi og verulega lág launakjör sem hamlar starfsþróun okkar og framlagi. Það sem gerir Silju Báru því einstaka meðal frambjóðenda að mínu mati er raunverulegur áhugi hennar á að hlusta á og vinna með öllum aðilum háskólasamfélagsins. Sem dæmi þá sótti hún eftir því að setjast niður með doktorsnemum á Félagsvísindasviði til að hlusta á sjónarmið okkar og áhyggjuefni. Þessi nálgun endurspeglar stefnu hennar um gagnsæi og uppbyggingu trausts og samvinnu innan háskólans. Sem doktorsnemi er ég viss um að Silja Bára hafi þá sýn og leiðtogahæfni sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina og tryggja að rödd ungs fræðafólks, og þá sérstaklega doktorsnema, sé heyrð og virt. Því mun ég setja X við Silju þann 18. mars. Höfundur er doktorsnemi á Félagsvísindasviði, stundakennari við Háskóla Íslands og gjaldkeri Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Sem doktorsnemi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands hef ég fylgst með rektorskosningum háskólans af miklum áhuga og stendur Silja Bára upp úr sem sá leiðtogi sem mér finnst háskólinn þarfnast á þessum tíma. Í fyrsta lagi tel ég mikilvægt fyrir Háskóla Íslands að hafa einstakling úr félagsvísindum í forsvari sínu. Félagsvísindi eru oft ekki álitin „alvöru vísindi” sem hefur endurspeglast í ágangi á heiður greinarinnar undanfarið, ásamt gengisfellingu á fræðum okkar og framlagi til íslensks samfélags. Þetta viðhorf kristallast enn fremur í lokun deilda og niðurfellingu samfélagsrannsókna, meðal annars í Ungverjalandi og Bretlandi. Dæmin eru víða og má nefna hið nýlegasta frá Bandaríkjunum en þar hafa doktorsnemar og nýdoktorar misst stöður og rannsóknarverkefni í stórum stíl sem annars hefðu auðgað þekkingu okkar á málefnum svo sem hnattrænni heilsu og samfélagslegum ójöfnuði. Vegið er að akademísku frelsi, ekki sér fyrir endann á því og því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að hafa öflugan málsvara samfélagsrannsókna sem skilur mikilvægi þeirra í menntunar- og rannsóknarlandslagi bæði innan lands og utan. Stefnumál Silju Báru snúa að styrkingu háskólans á öllum sviðum. Hún leggur áherslu á að bæta fjármögnun og innviði skólans, vernda rannsóknir og akademískt frelsi. Einnig vill hún bæta starfs- og námsumhverfi, auka jafnrétti og fjölbreytileika sem og að efla sjálfbærni og nútímavæða kennslu. Einnig tek ég undir með hugmyndum hennar um að greiða fyrir ráðningu akademísks starfsfólks sem myndi lyfta Grettistaki fyrir okkur sem stöndum snemma í okkar starfsferli og höfum margt að bjóða til að styrkja stöðu Háskóla Íslands en búum engu að síður við mikið starfsóöryggi og verulega lág launakjör sem hamlar starfsþróun okkar og framlagi. Það sem gerir Silju Báru því einstaka meðal frambjóðenda að mínu mati er raunverulegur áhugi hennar á að hlusta á og vinna með öllum aðilum háskólasamfélagsins. Sem dæmi þá sótti hún eftir því að setjast niður með doktorsnemum á Félagsvísindasviði til að hlusta á sjónarmið okkar og áhyggjuefni. Þessi nálgun endurspeglar stefnu hennar um gagnsæi og uppbyggingu trausts og samvinnu innan háskólans. Sem doktorsnemi er ég viss um að Silja Bára hafi þá sýn og leiðtogahæfni sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina og tryggja að rödd ungs fræðafólks, og þá sérstaklega doktorsnema, sé heyrð og virt. Því mun ég setja X við Silju þann 18. mars. Höfundur er doktorsnemi á Félagsvísindasviði, stundakennari við Háskóla Íslands og gjaldkeri Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun