Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2025 08:31 Í næstu viku verður kosið í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég styð Magnús Karl Magnússon heilshugar í embættið enda er hann framúrskarandi kandídat í þetta verkefni. Leiðir okkar Magnúsar lágu saman þegar ég var á öðru ári í lífefnafræði við Raunvísindadeild HÍ og var óviss með mín framtíðarplön og um hvað mig langaði að gera eftir grunnnám. Í stuttu máli má segja að frá fyrsta fundi hafi Magnús Karl kveikt hjá mér vísindaáhuga sem enn hefur ekki brunnið út, enda vita þeir sem til hans þekkja að Magnús Karl hefur óslökkvandi áhuga á vísindum og einstaka hæfileika til að kveikja áhuga síns samstarfsfólks á því efni sem á honum brennur hverju sinni. Magnús var annar af tveimur leiðbeinendum mínum í meistara- og doktorsnámi við HÍ. Sem leiðbeinandi var Magnús Karl bæði jákvæður og hvetjandi og lagði sig fram við að veita þann stuðning og hvatningu sem ég þurfti til að ná mínum markmiðum í námi og vísindastarfi. Sem vísindamaður og leiðbeinandi er hann frjór, hugmyndaríkur og lausnamiðaður. Þar að auki er hann afar skemmtilegur samstarfsmaður, enda á hann auðvelt með að veita fólki í kringum sig innblástur til að gera vel og hugsa langt. Undanfarin ár hefur töluverð umræða átt sér stað um undirfjármögnun háskóla á Íslandi og skerðingar til samkeppnissjóða sem fjármagna vísindarannsóknir. Því er ljóst að nú sem aldrei fyrr er mikilvægt fyrir háskóla- og vísindasamfélagið að hafa öflugan talsmann sem brennur fyrir því verkefni að auka sýnileika vísinda á Íslandi, koma málefnum háskólans í kastljós umræðunnar og talar fyrir því verkefni að lyfta undir og efla vísindarannsóknir og vísindasamfélagið á Íslandi. Magnús hefur í áraraðir talað fyrir uppbyggingu vísindastarfs hér á landi og mikilvægi þess að opna leiðir fyrir ungt og upprennandi vísindafólk til að byggja upp sínar rannsóknir. Fyrir okkur sem erum að taka okkar fyrstu skref sem sjálfstætt vísindafólk skiptir öllu máli að næsti rektor hafi skilning á mikilvægi þess að gefa ungum vísindamönnum aukin tækifæri og að fjármögnun vísindasjóða verði tryggð. Það er ekki spurning að Magnús verður sýnilegur og öflugur leiðtogi háskólann útá við í samfélaginu, en einnig að hann er afar hæfur til að stjórna þeirri stóru skútu sem háskólinn er. Hann hefur sterka sýn bæði á kennslu- og vísindastarf og hefur síðan ég kynntist honum talað fyrir mikilvægi háskólastigsins á Íslandi og vísinda innan samfélagsins. Magnús hefur sýnt það endurtekið að hann er frábær málsvari vísinda, hefur hugsjón varðandi háskólastarf og hefur verið ötull talsmaður þess á undanförnum árum. Ég er er þess fullviss að Magnús Karl mun reynast háskólanum mikill fengur ef hann nær kjöri sem rektor. Höfundur er lektor við Læknadeild HÍ og náttúrufræðingur á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í næstu viku verður kosið í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég styð Magnús Karl Magnússon heilshugar í embættið enda er hann framúrskarandi kandídat í þetta verkefni. Leiðir okkar Magnúsar lágu saman þegar ég var á öðru ári í lífefnafræði við Raunvísindadeild HÍ og var óviss með mín framtíðarplön og um hvað mig langaði að gera eftir grunnnám. Í stuttu máli má segja að frá fyrsta fundi hafi Magnús Karl kveikt hjá mér vísindaáhuga sem enn hefur ekki brunnið út, enda vita þeir sem til hans þekkja að Magnús Karl hefur óslökkvandi áhuga á vísindum og einstaka hæfileika til að kveikja áhuga síns samstarfsfólks á því efni sem á honum brennur hverju sinni. Magnús var annar af tveimur leiðbeinendum mínum í meistara- og doktorsnámi við HÍ. Sem leiðbeinandi var Magnús Karl bæði jákvæður og hvetjandi og lagði sig fram við að veita þann stuðning og hvatningu sem ég þurfti til að ná mínum markmiðum í námi og vísindastarfi. Sem vísindamaður og leiðbeinandi er hann frjór, hugmyndaríkur og lausnamiðaður. Þar að auki er hann afar skemmtilegur samstarfsmaður, enda á hann auðvelt með að veita fólki í kringum sig innblástur til að gera vel og hugsa langt. Undanfarin ár hefur töluverð umræða átt sér stað um undirfjármögnun háskóla á Íslandi og skerðingar til samkeppnissjóða sem fjármagna vísindarannsóknir. Því er ljóst að nú sem aldrei fyrr er mikilvægt fyrir háskóla- og vísindasamfélagið að hafa öflugan talsmann sem brennur fyrir því verkefni að auka sýnileika vísinda á Íslandi, koma málefnum háskólans í kastljós umræðunnar og talar fyrir því verkefni að lyfta undir og efla vísindarannsóknir og vísindasamfélagið á Íslandi. Magnús hefur í áraraðir talað fyrir uppbyggingu vísindastarfs hér á landi og mikilvægi þess að opna leiðir fyrir ungt og upprennandi vísindafólk til að byggja upp sínar rannsóknir. Fyrir okkur sem erum að taka okkar fyrstu skref sem sjálfstætt vísindafólk skiptir öllu máli að næsti rektor hafi skilning á mikilvægi þess að gefa ungum vísindamönnum aukin tækifæri og að fjármögnun vísindasjóða verði tryggð. Það er ekki spurning að Magnús verður sýnilegur og öflugur leiðtogi háskólann útá við í samfélaginu, en einnig að hann er afar hæfur til að stjórna þeirri stóru skútu sem háskólinn er. Hann hefur sterka sýn bæði á kennslu- og vísindastarf og hefur síðan ég kynntist honum talað fyrir mikilvægi háskólastigsins á Íslandi og vísinda innan samfélagsins. Magnús hefur sýnt það endurtekið að hann er frábær málsvari vísinda, hefur hugsjón varðandi háskólastarf og hefur verið ötull talsmaður þess á undanförnum árum. Ég er er þess fullviss að Magnús Karl mun reynast háskólanum mikill fengur ef hann nær kjöri sem rektor. Höfundur er lektor við Læknadeild HÍ og náttúrufræðingur á Landspítala.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun