Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. mars 2025 16:06 Þórunn Þórðardóttir HF-300 í höfn í dag. Vísir/Bjarni Tekið var á móti Þórunni Þórðardóttur HF 300, nýju hafrannsóknaskipi, í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar í dag. Skipið tekur við af hinum dygga Bjarna Sæmundssyni og heitir í höfuðið á einum helsta svifþörungafræðingi landsins. Móttakan fór fram að Fornbúðum 5 í Hafnarfirði klukkan 14 í dag. Meðal viðstaddra voru Hanna Katrín Friðriksson sjávarútvegsráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra auk fjölda fólks úr sjávarútvegi. Skipið var afhent í Vigo á Spáni föstudaginn 21. febrúar, tæpum þremur árum eftir að samningur milli íslenska ríkisins og spænsku skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Armon um smíði skipsins var undirritaður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins. Í tilkynningu á vef Hafrannsóknunarstofnunar frá 27. febrúar kom fram að lagt hefði verið úr höfn frá Vigo 25. febrúar og gert ráð fyrir að heimsiglingin tæki um fimm daga. Taka átti á móti Þórunni klukkan 14 þann 7. mars síðastliðinn en frestaðist það. Ástæðan var að skipið þurfti að snúa við á heimsiglingu til að koma áhafnarmeðlimi undir læknishendur vegna handleggsbrots. Heitir í höfuðið á helsta svifþörungafræðingi landsins Þórunn Þórðardóttir HF 300 tekur við af Bjarna Sæmundssyni sem hefur sinnt hafrannsóknum allt frá árinu 1970. Gengið var nýlega frá sölu á Bjarna til Holberg Shipping í Noregi og verður hann afhentur nýjum eigendum á laugardag eftir 54 ára þjónustu. Nýja skipið er nefnt í höfuðið á frumkvöðli rannsókna á frumframleiðni í hafinu og einum helsta svifþörungafræðingi landsins, Þórunni Þórðardóttur (1925 - 2007). Þórunn hóf störf hjá Hafrannsóknastofnun, sem þá hét Atvinnudeild Háskóla Íslands, fiskideild. Hún vann mestallan sinn starfsaldur sem deildarstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, þar sem hún bæði hóf og stýrði íslenskum svifþörungarannsóknum um 40 ára skeið. Módel af Þórunni Þórðardóttur HF-300 sem er hannað af Sævar Birgissyni hjá Skipasýn.Vísir/Bjarni Hafið Sjávarútvegur Vísindi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Móttakan fór fram að Fornbúðum 5 í Hafnarfirði klukkan 14 í dag. Meðal viðstaddra voru Hanna Katrín Friðriksson sjávarútvegsráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra auk fjölda fólks úr sjávarútvegi. Skipið var afhent í Vigo á Spáni föstudaginn 21. febrúar, tæpum þremur árum eftir að samningur milli íslenska ríkisins og spænsku skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Armon um smíði skipsins var undirritaður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins. Í tilkynningu á vef Hafrannsóknunarstofnunar frá 27. febrúar kom fram að lagt hefði verið úr höfn frá Vigo 25. febrúar og gert ráð fyrir að heimsiglingin tæki um fimm daga. Taka átti á móti Þórunni klukkan 14 þann 7. mars síðastliðinn en frestaðist það. Ástæðan var að skipið þurfti að snúa við á heimsiglingu til að koma áhafnarmeðlimi undir læknishendur vegna handleggsbrots. Heitir í höfuðið á helsta svifþörungafræðingi landsins Þórunn Þórðardóttir HF 300 tekur við af Bjarna Sæmundssyni sem hefur sinnt hafrannsóknum allt frá árinu 1970. Gengið var nýlega frá sölu á Bjarna til Holberg Shipping í Noregi og verður hann afhentur nýjum eigendum á laugardag eftir 54 ára þjónustu. Nýja skipið er nefnt í höfuðið á frumkvöðli rannsókna á frumframleiðni í hafinu og einum helsta svifþörungafræðingi landsins, Þórunni Þórðardóttur (1925 - 2007). Þórunn hóf störf hjá Hafrannsóknastofnun, sem þá hét Atvinnudeild Háskóla Íslands, fiskideild. Hún vann mestallan sinn starfsaldur sem deildarstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, þar sem hún bæði hóf og stýrði íslenskum svifþörungarannsóknum um 40 ára skeið. Módel af Þórunni Þórðardóttur HF-300 sem er hannað af Sævar Birgissyni hjá Skipasýn.Vísir/Bjarni
Hafið Sjávarútvegur Vísindi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira