Körfubolti

Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ís­land

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Donald Trump kom fyrir í lýsingu frá spennandi leik í bandaríska háskólakörfuboltanum.
Donald Trump kom fyrir í lýsingu frá spennandi leik í bandaríska háskólakörfuboltanum. ap/pool

Afar sérstök ummæli féllu í lýsingu frá leik í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær, um Ísland og Donald Trump.

Leikur California Golden Bears og Virgina Tech Hokies var mikil skemmtun en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Það var einmitt í seinni framlengingunni sem ummælin um Trump og Ísland féllu.

Meðan leikhlé stóð yfir byrjaði Jim Boeheim, sem stýrði Syracuse háskólanum um langt árabil, að tala um Trump og Ísland.

„Klukkan er átta á Íslandi. Forsetinn okkar segir að hann ætli hvort sem er að eignast það land. Svo við getum gert þá undantekningu,“ sagði Boeheim.

„Hvernig komumst við þangað? Höldum okkur við körfubolta,“ sagði Cory Alexander, sem lýsti leiknum með Boeheim.

Trump hefur vissulega lýst yfir áhuga sínum á að eignast Grænland og gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna en hann hefur enn sem komið er ekkert minnst á Ísland í þessu samhengi. Líklega ruglaðist Boeheim þó bara á Grænlandi og Íslandi.

Californina vann leikinn, 82-73, og komst áfram í næstu umferð mars-fársins svokallaða.

Boeheim er einn af stóru þjálfurum í sögu bandaríska háskólaboltans. Hann stýrði Syracuse á árunum 1976-2023 og gerði liðið að meisturum 2003. Þekktasti leikmaður meistaraliðsins var Carmelo Anthony, einn stigahæsti leikmaður í sögu NBA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×