Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2025 11:49 Því fyrr, því betra segir samgönguráðherra. Vísir/Sigurjón Samgönguráðherra vakti máls á alvarlegu ástandi vega fyrir vestan við ríkisstjórnarborðið í gær og talaði um mikilvægi þess að verja auknu fé til viðhalds. Málinu var vísað til ráðherranefndar um ríkisfjármál. Í lok febrúar sendu sveitarfélögin á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi forsætisráðherra bréf vegna neyðarástands í vegamálum. Í bréfinu sem dagsett er 21. febrúar, fóru sveitarfélögin fram á fund með forsætisráðherra og fagráðherrum um skipan viðbragðshóps um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annarra vegfarenda. Þá finnst þeim líka brýnt að laga vegina til að skaða ekki atvinnu- og mannlíf. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fundaði síðan með samgönguráðherra og forsætisráðherra á mánudaginn síðastliðinn en stjórnin varð þess áskynja á fundinum að ríkisstjórnin væri meðvituð um alvarleika málsins. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði fram minnisblað í ríkisstjórn í gær og sendi fjármálaráðherra bréf þar sem hann undirstrikar nauðsyn þess að Vegagerðin fái aukið fjármagn til að sinna viðhaldi fyrir vestan. „Ég er búinn að eiga fund með Vegagerðinni og svo skrifaði ég bréf til fjármálaráðherra og tók þetta mál upp í ríkisstjórn sem mér ber, sem mikilvægt stjórnarmálefni og þessu verður vísað til ráðherranefndar um ríkisfjármál þar sem þetta verður tekið fyrir og vonandi kemur úr þeirri umræðu þar aukið fé í viðhald á vesturlandi, það er gríðarlega mikilvægt.“ Því fyrr sem fjármagn fáist til viðhalds, því betra. „Þá væri hægt að framkvæma meira í sumar. Það er ákveðin hætta að það verði farið að breyta vegum á Vesturlandi í malarvegi eins og var gert í fyrra, það er kominn fræsari í Búðardal, það verður farið í að gera það, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni ef ástand vega er orðið það slæmt að hættulegt er að keyra þá, þá verður farið í að gera það. Þetta er gömul innviðaskuld sem við erum að eiga við á Vesturlandi og við verðum að taka á því,“ segir Eyjólfur. Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum. 15. febrúar 2025 18:11 Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. 13. febrúar 2025 18:31 Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að hættustig er í gildi vegna bikblæðinga á vegum á nokkrum stöðum á Vesturlandi. 12. febrúar 2025 11:25 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Í bréfinu sem dagsett er 21. febrúar, fóru sveitarfélögin fram á fund með forsætisráðherra og fagráðherrum um skipan viðbragðshóps um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annarra vegfarenda. Þá finnst þeim líka brýnt að laga vegina til að skaða ekki atvinnu- og mannlíf. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fundaði síðan með samgönguráðherra og forsætisráðherra á mánudaginn síðastliðinn en stjórnin varð þess áskynja á fundinum að ríkisstjórnin væri meðvituð um alvarleika málsins. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði fram minnisblað í ríkisstjórn í gær og sendi fjármálaráðherra bréf þar sem hann undirstrikar nauðsyn þess að Vegagerðin fái aukið fjármagn til að sinna viðhaldi fyrir vestan. „Ég er búinn að eiga fund með Vegagerðinni og svo skrifaði ég bréf til fjármálaráðherra og tók þetta mál upp í ríkisstjórn sem mér ber, sem mikilvægt stjórnarmálefni og þessu verður vísað til ráðherranefndar um ríkisfjármál þar sem þetta verður tekið fyrir og vonandi kemur úr þeirri umræðu þar aukið fé í viðhald á vesturlandi, það er gríðarlega mikilvægt.“ Því fyrr sem fjármagn fáist til viðhalds, því betra. „Þá væri hægt að framkvæma meira í sumar. Það er ákveðin hætta að það verði farið að breyta vegum á Vesturlandi í malarvegi eins og var gert í fyrra, það er kominn fræsari í Búðardal, það verður farið í að gera það, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni ef ástand vega er orðið það slæmt að hættulegt er að keyra þá, þá verður farið í að gera það. Þetta er gömul innviðaskuld sem við erum að eiga við á Vesturlandi og við verðum að taka á því,“ segir Eyjólfur.
Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum. 15. febrúar 2025 18:11 Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. 13. febrúar 2025 18:31 Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að hættustig er í gildi vegna bikblæðinga á vegum á nokkrum stöðum á Vesturlandi. 12. febrúar 2025 11:25 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum. 15. febrúar 2025 18:11
Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. 13. febrúar 2025 18:31
Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að hættustig er í gildi vegna bikblæðinga á vegum á nokkrum stöðum á Vesturlandi. 12. febrúar 2025 11:25