Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. mars 2025 11:47 Áin Guama og Amazon-regnskógurinn úr lofti. Munnur árinnar myndar suðurjaðar Bélem, höfuðborgar Pará-fylkis. Getty Fjögurra akreina hraðbraut sem á að byggja fyrir Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP30) í Belém í Brasilíu í nóvember mun skera tugi þúsunda ekra af vernduðum Amazon-regnskóginum. Hraðbrautin sem mun heita Avenida Liberdade (Breiðgata frelsis á íslensku) á að auðvelda umferð til borgarinnar vegna ráðstefnunnar sem fer fram frá 10. til 21 nóvember 2025. BBC fjallar um málið. Sveitarstjórnaryfirvöld í Pará-fylki segja hraðbrautina vera sjálfbæra en íbúar svæðisins og náttúruverndarsinnar hafa mótmælt framkvæmdunum. Fullyrða margir að skógareyðingin fari þvert gegn markmiði ráðstefnunnar. Uppbygging hraðbrautarinnar hefur staðið til frá 2012 en ekki orðið af henni fyrr en nú vegna áhyggja um skaðleg áhrif hennar á umhverfið. Framkvæmdir eru þegar hafnar og búið að ryðja skóginn fyrir 13 kílómetra langan veginn. Skógurinn klofinn í tvennt Claudio Verquete, einn þeirra íbúa sem framkvæmdin hefur áhrif á, býr um 200 metra frá veginum og hafði tekjur af því að tína açaí-ber af trjám sem voru á svæðinu. Hann segir að með framkvæmdunum sé búið að eyðileggja alla uppskeru hans og hann hafi því ekki lengur fasta innkomu. Hann segist ekki hafa fengið neinar skaðabætur frá yfirvöldum vegna eyðileggingarinnar og hefur áhyggjur af því að vegurinn muni leiða til frekari skógareyðingar. „Við óttumst að einn daginn muni einhver koma hingað og segja: ,Hér er smá peningur. Við þurfum þetta svæði til að byggja bensínstöð eða vöruskemmu.' Og við munum svo þurfa að fara,“ segir Claudio. Þeirsem búi á svæðinu muni heldur ekki hafa aðgang að veginum þar sem hann verði lokaður af með veggjum. Vísindamenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum með veginn þar sem hann muni kljúfa skóginn í tvennt og raska þannig dýralífi. Risavaxinn stækkun flugvallarins Adler Silvera, innviðaráðherra Pará-fylkis, segir uppbygginguna eina af þrjátíu verkefnum í borginni sem eigi að undirbúa hana og nútímavæða fyrir ráðstefnuna. Það sem mun þó hafa mun meiri umhverfisáhrif er þó fyrirhuguð stækkun á alþjóðaflugvellinum Belém/Val-de-Cans svo hægt sé að taka á móti fjórtán milljónum farþega. Ríkisstjórn Brasiíu hefur fjárfest 81 milljón Bandaríkjadala (um milljarður íslenskra króna) til þess. Einnig eru hafnar framkvæmdir á byggingu 500 þúsund fermetra almenningsgarðsins Parque de Cidade (Borgargarðurinn). Þar verði græn svæðim veitingastaðir og íþróttasvæði. Brasilía Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hraðbrautin sem mun heita Avenida Liberdade (Breiðgata frelsis á íslensku) á að auðvelda umferð til borgarinnar vegna ráðstefnunnar sem fer fram frá 10. til 21 nóvember 2025. BBC fjallar um málið. Sveitarstjórnaryfirvöld í Pará-fylki segja hraðbrautina vera sjálfbæra en íbúar svæðisins og náttúruverndarsinnar hafa mótmælt framkvæmdunum. Fullyrða margir að skógareyðingin fari þvert gegn markmiði ráðstefnunnar. Uppbygging hraðbrautarinnar hefur staðið til frá 2012 en ekki orðið af henni fyrr en nú vegna áhyggja um skaðleg áhrif hennar á umhverfið. Framkvæmdir eru þegar hafnar og búið að ryðja skóginn fyrir 13 kílómetra langan veginn. Skógurinn klofinn í tvennt Claudio Verquete, einn þeirra íbúa sem framkvæmdin hefur áhrif á, býr um 200 metra frá veginum og hafði tekjur af því að tína açaí-ber af trjám sem voru á svæðinu. Hann segir að með framkvæmdunum sé búið að eyðileggja alla uppskeru hans og hann hafi því ekki lengur fasta innkomu. Hann segist ekki hafa fengið neinar skaðabætur frá yfirvöldum vegna eyðileggingarinnar og hefur áhyggjur af því að vegurinn muni leiða til frekari skógareyðingar. „Við óttumst að einn daginn muni einhver koma hingað og segja: ,Hér er smá peningur. Við þurfum þetta svæði til að byggja bensínstöð eða vöruskemmu.' Og við munum svo þurfa að fara,“ segir Claudio. Þeirsem búi á svæðinu muni heldur ekki hafa aðgang að veginum þar sem hann verði lokaður af með veggjum. Vísindamenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum með veginn þar sem hann muni kljúfa skóginn í tvennt og raska þannig dýralífi. Risavaxinn stækkun flugvallarins Adler Silvera, innviðaráðherra Pará-fylkis, segir uppbygginguna eina af þrjátíu verkefnum í borginni sem eigi að undirbúa hana og nútímavæða fyrir ráðstefnuna. Það sem mun þó hafa mun meiri umhverfisáhrif er þó fyrirhuguð stækkun á alþjóðaflugvellinum Belém/Val-de-Cans svo hægt sé að taka á móti fjórtán milljónum farþega. Ríkisstjórn Brasiíu hefur fjárfest 81 milljón Bandaríkjadala (um milljarður íslenskra króna) til þess. Einnig eru hafnar framkvæmdir á byggingu 500 þúsund fermetra almenningsgarðsins Parque de Cidade (Borgargarðurinn). Þar verði græn svæðim veitingastaðir og íþróttasvæði.
Brasilía Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira