Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. mars 2025 11:47 Áin Guama og Amazon-regnskógurinn úr lofti. Munnur árinnar myndar suðurjaðar Bélem, höfuðborgar Pará-fylkis. Getty Fjögurra akreina hraðbraut sem á að byggja fyrir Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP30) í Belém í Brasilíu í nóvember mun skera tugi þúsunda ekra af vernduðum Amazon-regnskóginum. Hraðbrautin sem mun heita Avenida Liberdade (Breiðgata frelsis á íslensku) á að auðvelda umferð til borgarinnar vegna ráðstefnunnar sem fer fram frá 10. til 21 nóvember 2025. BBC fjallar um málið. Sveitarstjórnaryfirvöld í Pará-fylki segja hraðbrautina vera sjálfbæra en íbúar svæðisins og náttúruverndarsinnar hafa mótmælt framkvæmdunum. Fullyrða margir að skógareyðingin fari þvert gegn markmiði ráðstefnunnar. Uppbygging hraðbrautarinnar hefur staðið til frá 2012 en ekki orðið af henni fyrr en nú vegna áhyggja um skaðleg áhrif hennar á umhverfið. Framkvæmdir eru þegar hafnar og búið að ryðja skóginn fyrir 13 kílómetra langan veginn. Skógurinn klofinn í tvennt Claudio Verquete, einn þeirra íbúa sem framkvæmdin hefur áhrif á, býr um 200 metra frá veginum og hafði tekjur af því að tína açaí-ber af trjám sem voru á svæðinu. Hann segir að með framkvæmdunum sé búið að eyðileggja alla uppskeru hans og hann hafi því ekki lengur fasta innkomu. Hann segist ekki hafa fengið neinar skaðabætur frá yfirvöldum vegna eyðileggingarinnar og hefur áhyggjur af því að vegurinn muni leiða til frekari skógareyðingar. „Við óttumst að einn daginn muni einhver koma hingað og segja: ,Hér er smá peningur. Við þurfum þetta svæði til að byggja bensínstöð eða vöruskemmu.' Og við munum svo þurfa að fara,“ segir Claudio. Þeirsem búi á svæðinu muni heldur ekki hafa aðgang að veginum þar sem hann verði lokaður af með veggjum. Vísindamenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum með veginn þar sem hann muni kljúfa skóginn í tvennt og raska þannig dýralífi. Risavaxinn stækkun flugvallarins Adler Silvera, innviðaráðherra Pará-fylkis, segir uppbygginguna eina af þrjátíu verkefnum í borginni sem eigi að undirbúa hana og nútímavæða fyrir ráðstefnuna. Það sem mun þó hafa mun meiri umhverfisáhrif er þó fyrirhuguð stækkun á alþjóðaflugvellinum Belém/Val-de-Cans svo hægt sé að taka á móti fjórtán milljónum farþega. Ríkisstjórn Brasiíu hefur fjárfest 81 milljón Bandaríkjadala (um milljarður íslenskra króna) til þess. Einnig eru hafnar framkvæmdir á byggingu 500 þúsund fermetra almenningsgarðsins Parque de Cidade (Borgargarðurinn). Þar verði græn svæðim veitingastaðir og íþróttasvæði. Brasilía Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Hraðbrautin sem mun heita Avenida Liberdade (Breiðgata frelsis á íslensku) á að auðvelda umferð til borgarinnar vegna ráðstefnunnar sem fer fram frá 10. til 21 nóvember 2025. BBC fjallar um málið. Sveitarstjórnaryfirvöld í Pará-fylki segja hraðbrautina vera sjálfbæra en íbúar svæðisins og náttúruverndarsinnar hafa mótmælt framkvæmdunum. Fullyrða margir að skógareyðingin fari þvert gegn markmiði ráðstefnunnar. Uppbygging hraðbrautarinnar hefur staðið til frá 2012 en ekki orðið af henni fyrr en nú vegna áhyggja um skaðleg áhrif hennar á umhverfið. Framkvæmdir eru þegar hafnar og búið að ryðja skóginn fyrir 13 kílómetra langan veginn. Skógurinn klofinn í tvennt Claudio Verquete, einn þeirra íbúa sem framkvæmdin hefur áhrif á, býr um 200 metra frá veginum og hafði tekjur af því að tína açaí-ber af trjám sem voru á svæðinu. Hann segir að með framkvæmdunum sé búið að eyðileggja alla uppskeru hans og hann hafi því ekki lengur fasta innkomu. Hann segist ekki hafa fengið neinar skaðabætur frá yfirvöldum vegna eyðileggingarinnar og hefur áhyggjur af því að vegurinn muni leiða til frekari skógareyðingar. „Við óttumst að einn daginn muni einhver koma hingað og segja: ,Hér er smá peningur. Við þurfum þetta svæði til að byggja bensínstöð eða vöruskemmu.' Og við munum svo þurfa að fara,“ segir Claudio. Þeirsem búi á svæðinu muni heldur ekki hafa aðgang að veginum þar sem hann verði lokaður af með veggjum. Vísindamenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum með veginn þar sem hann muni kljúfa skóginn í tvennt og raska þannig dýralífi. Risavaxinn stækkun flugvallarins Adler Silvera, innviðaráðherra Pará-fylkis, segir uppbygginguna eina af þrjátíu verkefnum í borginni sem eigi að undirbúa hana og nútímavæða fyrir ráðstefnuna. Það sem mun þó hafa mun meiri umhverfisáhrif er þó fyrirhuguð stækkun á alþjóðaflugvellinum Belém/Val-de-Cans svo hægt sé að taka á móti fjórtán milljónum farþega. Ríkisstjórn Brasiíu hefur fjárfest 81 milljón Bandaríkjadala (um milljarður íslenskra króna) til þess. Einnig eru hafnar framkvæmdir á byggingu 500 þúsund fermetra almenningsgarðsins Parque de Cidade (Borgargarðurinn). Þar verði græn svæðim veitingastaðir og íþróttasvæði.
Brasilía Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira