Heimir Ríkharðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að einn hafi verið handtekinn vegna málsins. Bíllinn hafi verið stöðvaður við Hrauntungu í Kópavogi.
Tveir hafi verið í umræddum bíl og hlaupið á brott, annars vegar maður sem hafi verið handtekinn. Hins vegar hafi kona verið í bílnum sem hefur ekki verið handtekin svo Heimir viti til.
Vegfarandi náði þessu myndandi af eftirförinni úr bílamyndavél.
„Lögreglan ætlaði að hafa afskipti af bíl í Lindahverfinu í Kópavogi. Þá keyrði hann í burtu. Honum er veitt eftirför, og bíllinn stöðvaður. Tveir hlaupa út úr bílnum og annar er handtekinn,“ segir Heimir.
Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að sérsveitin sé að aðstoða lögregluna í Kópavogi.
Fréttastofa hefur fengið ábendingar um lögregluaðgerð við Víghólastíg í Kópavogi.
Fyrr í dag var greint frá því að lögreglan á Suðurlandi hefði rannsókn á andláti til rannsóknar. Fimm væru í haldi vegna málsins.
Fréttin hefur verið uppfærð.