Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2025 07:03 Andrea Kolbeinsdóttir hefur eytt stórum hluta af nýju ári í æfingarbúðum í Afríkuríkinu Kenía. @andreakolbeins Langhlauparinn Andrea Kolbeinsdóttir leggur mikið á sig til að undirbúa sig fyrir komandi frjálsíþróttatímabil. Síðustu vikur hefur Andrea verið við æfingar í Kenía í Afríku. Hún hefur verið þar í æfingarbúðum í Iten. Æfir í 2400 metra hæð Iten er í 2400 metra hæð frá sjávarmáli sem hjálpar langhlaupurum að fá enn meira út úr æfingum sínum. Þess má geta að Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands, er bara í 2110 metra hæð yfir sjávarmáli. Andrea er að meðal annars að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í götuhlaupum og síðar Kaupmannahafnarmaraþonið. Andrea svaraði spurningum fyrir samfélagsmiðla Útilífs sem eru að styðja við bakið á íslensku hlaupadrottningunni. Andrea var að hefja síðustu vikuna sína í Afríku og talaði um lífið á þessum fjarlæga stað. Mjög velkomin og örugg Andrea var meðal annars spurð um hvað hafi komið henni mest á óvart. „Samfélagið hérna. Manni finnst maður verða mjög velkominn og öruggur ,“ sagði Andrea og hún er í miklum samskiptum við heimafólk. „Margir vilja mynd með ‚mzungu' og maður hleypur varla fram hjá barni án þess að það kalli hæ eða ‚mzungu' og gefi manni fimmu eða hlaupi smá kafla áleiðis með manni,“ segir Andrea. Hún útskýrir líka orðið „mzungu“ sem þýðir hvíti maðurinn á svahíli tungumálinu en það eru mjög mörg tungumál sem eru töluð í Kenía. Andrea hrósar samheldninni og segist hafa lært mikið að hlaupa í hóp. Hún hvetur líka alla að fara í svona æfingabúðir. Miklu minna vesen en maður heldur „Kýldu á það, ég lofa að þú munt ekki sjá eftir því. Maður miklar það kannski fyrir sér að fara á svona framandi stað, langt í burtu, en þetta er án djóks svo miklu minna vesen en maður heldur,“ segir Andrea. „Að skipta um umhverfi og búa í kringum fólk sem er að æfa og setja sér markmið eins og maður sjálfur er ótrúlega hvetjandi,“ segir Andrea. Andrea hrósar líka matnum í Kenía en segir að sumum finnist of mikið af baunum og hrísgrjónum. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og myndir frá æfingarbúðunum hennar Andreu í Kenía. Það er hægt að fletta til að sjá meira. View this post on Instagram A post shared by Útilíf (@utilif) Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Síðustu vikur hefur Andrea verið við æfingar í Kenía í Afríku. Hún hefur verið þar í æfingarbúðum í Iten. Æfir í 2400 metra hæð Iten er í 2400 metra hæð frá sjávarmáli sem hjálpar langhlaupurum að fá enn meira út úr æfingum sínum. Þess má geta að Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands, er bara í 2110 metra hæð yfir sjávarmáli. Andrea er að meðal annars að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í götuhlaupum og síðar Kaupmannahafnarmaraþonið. Andrea svaraði spurningum fyrir samfélagsmiðla Útilífs sem eru að styðja við bakið á íslensku hlaupadrottningunni. Andrea var að hefja síðustu vikuna sína í Afríku og talaði um lífið á þessum fjarlæga stað. Mjög velkomin og örugg Andrea var meðal annars spurð um hvað hafi komið henni mest á óvart. „Samfélagið hérna. Manni finnst maður verða mjög velkominn og öruggur ,“ sagði Andrea og hún er í miklum samskiptum við heimafólk. „Margir vilja mynd með ‚mzungu' og maður hleypur varla fram hjá barni án þess að það kalli hæ eða ‚mzungu' og gefi manni fimmu eða hlaupi smá kafla áleiðis með manni,“ segir Andrea. Hún útskýrir líka orðið „mzungu“ sem þýðir hvíti maðurinn á svahíli tungumálinu en það eru mjög mörg tungumál sem eru töluð í Kenía. Andrea hrósar samheldninni og segist hafa lært mikið að hlaupa í hóp. Hún hvetur líka alla að fara í svona æfingabúðir. Miklu minna vesen en maður heldur „Kýldu á það, ég lofa að þú munt ekki sjá eftir því. Maður miklar það kannski fyrir sér að fara á svona framandi stað, langt í burtu, en þetta er án djóks svo miklu minna vesen en maður heldur,“ segir Andrea. „Að skipta um umhverfi og búa í kringum fólk sem er að æfa og setja sér markmið eins og maður sjálfur er ótrúlega hvetjandi,“ segir Andrea. Andrea hrósar líka matnum í Kenía en segir að sumum finnist of mikið af baunum og hrísgrjónum. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og myndir frá æfingarbúðunum hennar Andreu í Kenía. Það er hægt að fletta til að sjá meira. View this post on Instagram A post shared by Útilíf (@utilif)
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira