Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2025 07:03 Andrea Kolbeinsdóttir hefur eytt stórum hluta af nýju ári í æfingarbúðum í Afríkuríkinu Kenía. @andreakolbeins Langhlauparinn Andrea Kolbeinsdóttir leggur mikið á sig til að undirbúa sig fyrir komandi frjálsíþróttatímabil. Síðustu vikur hefur Andrea verið við æfingar í Kenía í Afríku. Hún hefur verið þar í æfingarbúðum í Iten. Æfir í 2400 metra hæð Iten er í 2400 metra hæð frá sjávarmáli sem hjálpar langhlaupurum að fá enn meira út úr æfingum sínum. Þess má geta að Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands, er bara í 2110 metra hæð yfir sjávarmáli. Andrea er að meðal annars að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í götuhlaupum og síðar Kaupmannahafnarmaraþonið. Andrea svaraði spurningum fyrir samfélagsmiðla Útilífs sem eru að styðja við bakið á íslensku hlaupadrottningunni. Andrea var að hefja síðustu vikuna sína í Afríku og talaði um lífið á þessum fjarlæga stað. Mjög velkomin og örugg Andrea var meðal annars spurð um hvað hafi komið henni mest á óvart. „Samfélagið hérna. Manni finnst maður verða mjög velkominn og öruggur ,“ sagði Andrea og hún er í miklum samskiptum við heimafólk. „Margir vilja mynd með ‚mzungu' og maður hleypur varla fram hjá barni án þess að það kalli hæ eða ‚mzungu' og gefi manni fimmu eða hlaupi smá kafla áleiðis með manni,“ segir Andrea. Hún útskýrir líka orðið „mzungu“ sem þýðir hvíti maðurinn á svahíli tungumálinu en það eru mjög mörg tungumál sem eru töluð í Kenía. Andrea hrósar samheldninni og segist hafa lært mikið að hlaupa í hóp. Hún hvetur líka alla að fara í svona æfingabúðir. Miklu minna vesen en maður heldur „Kýldu á það, ég lofa að þú munt ekki sjá eftir því. Maður miklar það kannski fyrir sér að fara á svona framandi stað, langt í burtu, en þetta er án djóks svo miklu minna vesen en maður heldur,“ segir Andrea. „Að skipta um umhverfi og búa í kringum fólk sem er að æfa og setja sér markmið eins og maður sjálfur er ótrúlega hvetjandi,“ segir Andrea. Andrea hrósar líka matnum í Kenía en segir að sumum finnist of mikið af baunum og hrísgrjónum. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og myndir frá æfingarbúðunum hennar Andreu í Kenía. Það er hægt að fletta til að sjá meira. View this post on Instagram A post shared by Útilíf (@utilif) Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Síðustu vikur hefur Andrea verið við æfingar í Kenía í Afríku. Hún hefur verið þar í æfingarbúðum í Iten. Æfir í 2400 metra hæð Iten er í 2400 metra hæð frá sjávarmáli sem hjálpar langhlaupurum að fá enn meira út úr æfingum sínum. Þess má geta að Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands, er bara í 2110 metra hæð yfir sjávarmáli. Andrea er að meðal annars að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í götuhlaupum og síðar Kaupmannahafnarmaraþonið. Andrea svaraði spurningum fyrir samfélagsmiðla Útilífs sem eru að styðja við bakið á íslensku hlaupadrottningunni. Andrea var að hefja síðustu vikuna sína í Afríku og talaði um lífið á þessum fjarlæga stað. Mjög velkomin og örugg Andrea var meðal annars spurð um hvað hafi komið henni mest á óvart. „Samfélagið hérna. Manni finnst maður verða mjög velkominn og öruggur ,“ sagði Andrea og hún er í miklum samskiptum við heimafólk. „Margir vilja mynd með ‚mzungu' og maður hleypur varla fram hjá barni án þess að það kalli hæ eða ‚mzungu' og gefi manni fimmu eða hlaupi smá kafla áleiðis með manni,“ segir Andrea. Hún útskýrir líka orðið „mzungu“ sem þýðir hvíti maðurinn á svahíli tungumálinu en það eru mjög mörg tungumál sem eru töluð í Kenía. Andrea hrósar samheldninni og segist hafa lært mikið að hlaupa í hóp. Hún hvetur líka alla að fara í svona æfingabúðir. Miklu minna vesen en maður heldur „Kýldu á það, ég lofa að þú munt ekki sjá eftir því. Maður miklar það kannski fyrir sér að fara á svona framandi stað, langt í burtu, en þetta er án djóks svo miklu minna vesen en maður heldur,“ segir Andrea. „Að skipta um umhverfi og búa í kringum fólk sem er að æfa og setja sér markmið eins og maður sjálfur er ótrúlega hvetjandi,“ segir Andrea. Andrea hrósar líka matnum í Kenía en segir að sumum finnist of mikið af baunum og hrísgrjónum. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og myndir frá æfingarbúðunum hennar Andreu í Kenía. Það er hægt að fletta til að sjá meira. View this post on Instagram A post shared by Útilíf (@utilif)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira