Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar 10. mars 2025 13:33 Það leikur enginn vafi á því að Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur allt til brunns að bera sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hún er í fremstu röð okkar vísindamanna og framúrskarandi kennari. Hún er úrræðagóður og sanngjarn leiðtogi og hefur farsæla reynslu af samvinnu og stjórnun á fjölbreyttum vettvangi, meðal annars í forystu Háskóla Íslands sem aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg talar fyrir ákveðnum kerfisbreytingum sem miða að valdeflingu nemenda (og í leiðinni akademísks starfsfólks) í formi aukinna tækifæra: til að taka námskeið í öðrum deildum eða fræðasviðum, til starfsþjálfunar í fyrirtækjum eða stofnunun, til að dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í tímabundnu fjarnámi, til að fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. Tækifæri nemenda til að móta eigin framtíð á eigin forsendum, móta eigið háskólanám með sínum nánustu, auka víðsýni og hæfni til að vinna þvert á fræðigreinar og taka virkan þátt í samfélaginu. Þarna talar aðstoðarrektor vísinda og samfélags, sem þekkir vel hvar tækifærin til breytinga liggja, en líka prófessorinn, fyrrum nemandinn, fjölskyldukonan, íþróttakonan, liðsfélaginn og mentorinn Ingibjörg. Og ég er ekki í nokkrum vafa um að hún muni standa við stóru orðin, fái hún umboð háskólasamfélagsins til þess. Ingibjörg skapaði mér þessi tækifæri í meistara- og doktorsnámi. Þannig tók ég fjölbreytt námskeið í háskólanum, fór í starfsnám í Kaupmannahöfn, skiptinám í Uppsala og sumarskóla í Cambridge, ásamt því að fara á flottar alþjóðlegar ráðstefnur. Ég man líka hvað doktorsnemanum mér þótti mikið til þess koma þegar hún treysti mér til að fara í sinn stað á fund mjög sérhæfðs norræns samstarfshóps í Helsinki. Ingibjörg treysti mér fyrir eigin námi og verkefnum, það fann ég daglega. Hún hvatti mig til að huga að hvíld á meðgöngunum og taka góð fæðingarorlof þegar eldri börnin fæddust meðan á doktorsnáminu stóð, hafandi sjálf verið í sömu sporum í sínu doktorsnámi. Hún er mikil fyrirmynd þegar kemur að því að samræma vinnu og einkalíf þannig að bæði blómstri. Enda þekki ég engan betri í að skilja hismið frá kjarnanum og beina kröftunum á rétta staði. Hún leggur ríka áherslu á gæði frekar en magn og hvetur samstarfsfólk sitt og nemendur til að gera hið sama. Ég hvet nemendur og starfsfólk til að kynna sér áherslur Ingibjargar á heimasíðunni ingibjorg.hi.is og nýta atkvæðisrétt sinn í kosningunum 18. og 19. mars. Höfundur er lektor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Það leikur enginn vafi á því að Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur allt til brunns að bera sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hún er í fremstu röð okkar vísindamanna og framúrskarandi kennari. Hún er úrræðagóður og sanngjarn leiðtogi og hefur farsæla reynslu af samvinnu og stjórnun á fjölbreyttum vettvangi, meðal annars í forystu Háskóla Íslands sem aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg talar fyrir ákveðnum kerfisbreytingum sem miða að valdeflingu nemenda (og í leiðinni akademísks starfsfólks) í formi aukinna tækifæra: til að taka námskeið í öðrum deildum eða fræðasviðum, til starfsþjálfunar í fyrirtækjum eða stofnunun, til að dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í tímabundnu fjarnámi, til að fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. Tækifæri nemenda til að móta eigin framtíð á eigin forsendum, móta eigið háskólanám með sínum nánustu, auka víðsýni og hæfni til að vinna þvert á fræðigreinar og taka virkan þátt í samfélaginu. Þarna talar aðstoðarrektor vísinda og samfélags, sem þekkir vel hvar tækifærin til breytinga liggja, en líka prófessorinn, fyrrum nemandinn, fjölskyldukonan, íþróttakonan, liðsfélaginn og mentorinn Ingibjörg. Og ég er ekki í nokkrum vafa um að hún muni standa við stóru orðin, fái hún umboð háskólasamfélagsins til þess. Ingibjörg skapaði mér þessi tækifæri í meistara- og doktorsnámi. Þannig tók ég fjölbreytt námskeið í háskólanum, fór í starfsnám í Kaupmannahöfn, skiptinám í Uppsala og sumarskóla í Cambridge, ásamt því að fara á flottar alþjóðlegar ráðstefnur. Ég man líka hvað doktorsnemanum mér þótti mikið til þess koma þegar hún treysti mér til að fara í sinn stað á fund mjög sérhæfðs norræns samstarfshóps í Helsinki. Ingibjörg treysti mér fyrir eigin námi og verkefnum, það fann ég daglega. Hún hvatti mig til að huga að hvíld á meðgöngunum og taka góð fæðingarorlof þegar eldri börnin fæddust meðan á doktorsnáminu stóð, hafandi sjálf verið í sömu sporum í sínu doktorsnámi. Hún er mikil fyrirmynd þegar kemur að því að samræma vinnu og einkalíf þannig að bæði blómstri. Enda þekki ég engan betri í að skilja hismið frá kjarnanum og beina kröftunum á rétta staði. Hún leggur ríka áherslu á gæði frekar en magn og hvetur samstarfsfólk sitt og nemendur til að gera hið sama. Ég hvet nemendur og starfsfólk til að kynna sér áherslur Ingibjargar á heimasíðunni ingibjorg.hi.is og nýta atkvæðisrétt sinn í kosningunum 18. og 19. mars. Höfundur er lektor við Háskóla Íslands.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun