Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar 10. mars 2025 12:02 Tónlist er magnað fyrirbæri í lífi okkar langflestra. Engin listgrein á beinni leið inn í tilfinningalíf okkar en stundum gleymist, í okkar allsnægta samtíma, að þar til tiltölulega nýlega fór miðlun tónlistar einungis fram milliliðalaust. Ekki í gegnum, útvarp, af plötum, geisladiskum eða neti, heldur bara beint frá hljóðfæri eða söngrödd inn í vitund hlustandans. Vitanlega eigum við nótnaskriftina, þetta magnaða kerfi til að skapa og varðveita tónlist en nótur á pappír, einar og sér, gera lítið. Þær þarf að túlka og lífga við með aðkomu og listfengi tónlistarmanna. Þann 9. mars 1950 sat lítil sinfóníuhljómsveit á sviðinu í salnum í Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Á svarthvítum ljósmyndum frá tónleikunum má sjá að yfir hljómsveitinni hékk risavaxinn íslenskur fáni. Þarna var nefnilega komin ný þjóðarhljómsveit okkar Íslendinga og stoltið vegna tilkomu hennar var skiljanlega mikið. Öflug og góð starfsemi Á sínum 75 árum hefur hljómsveitin okkar, sameign íslensku þjóðarinnar, vaxið að burðum og þrótti. Í dag heldur hún ríflega eitt hundrað tónleika og viðburði árlega og þá heimsækja um 80 þúsund gestir. Hún fer reglulega í tónleikaferðir, innanlands og utan, og ber hróður íslenskrar tónmenningar víða. Liður í því landnámi eru hljóðritanir sem hljómsveitin hefur gert tugum saman og vakið hafa góða og mikla athygli, margar með íslenskri samtímatónlist. Hryggjarstykkið í starfinu eru hefðbundnir sinfóníutónleikar sem hægt er að kaupa áskrift að, og þar sem fyrirtaks einleikarar og hljómsveitarstjórar koma til samstarfs við hljómsveitina. Auk þeirra heldur sveitin úti öflugu fræðslustarfi, tekur á móti stórum nemendahópum af öllum námstigum, bíður yngstu börnunum upp á Barnastundir og heilu fjölskyldurnar koma í heimsókn á tónleika í Litla tónsprotanum. Heimsóknir hljóðfæraleikara í stofnanir eru líka mikilvægur þáttur í starfseminni og í raun vill hljómsveitin eiga samstarf við sem flesta um framþróun innlendrar tónmenningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands er það mikilvægt að vera með opinn faðm og um það vitna til dæmis Ungsveit hljómsveitarinnar og einleikarakeppnin Ungir einleikarar sem haldin er í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Í gegnum þessi verkefni hafa nýjar kynslóðir tónlistarfólks stigið sín fyrstu ákveðnu skref inn í heim sígildrar tónlistar. Einnig má nefna akademíu fyrir unga vongóða hljómsveitarstjóra framtíðarinnar sem er nýlegur þáttur í starfseminni. Takk Þegar hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika fyrir 75 árum voru hljóðfæraleikarnir á sviðinu rúmlega 40 talsins en í dag eru hljóðfæraleikarar í 88 stöðugildum starfandi við sveitina. Þess má geta að þjóðarhljómsveitir nágrannalandanna hafa yfirleitt á að skipa ríflega hundrað hljóðfæraleikurum. En framtíðin er björt og spennandi, sífellt bætist í þann hóp listamanna sem vilja koma til samstarfs við sveitina og full ástæða er til að fylgjast grannt með starfinu. Ekkert jafnast á við að fara á tónleika með góðri hljómsveit í fyrirtaks tónleikasal eins og Eldborg í Hörpu vissulega er. Fyrst og fremst er það þakklæti sem manni er efst í huga nú þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára. Meðlimum sveitarinnar í gegnum árin ber að þakka sitt þrotlausa uppbyggingarstarf í tónlistarlífi sem sífellt verður blómlegra hvert sem litið er. Að leggja á sig nám og starfsferil í sígildri tónlist er meira en að segja það, til þess þarf gríðarlegan aga og eljusemi. Áfram mun þér, lesandi góður, standa heimur tónlistarinnar opinn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Leyfðu þér að hrífast með og takk fyrir samfylgdina í 75 ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sinfóníuhljómsveit Íslands Menning Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Tónlist er magnað fyrirbæri í lífi okkar langflestra. Engin listgrein á beinni leið inn í tilfinningalíf okkar en stundum gleymist, í okkar allsnægta samtíma, að þar til tiltölulega nýlega fór miðlun tónlistar einungis fram milliliðalaust. Ekki í gegnum, útvarp, af plötum, geisladiskum eða neti, heldur bara beint frá hljóðfæri eða söngrödd inn í vitund hlustandans. Vitanlega eigum við nótnaskriftina, þetta magnaða kerfi til að skapa og varðveita tónlist en nótur á pappír, einar og sér, gera lítið. Þær þarf að túlka og lífga við með aðkomu og listfengi tónlistarmanna. Þann 9. mars 1950 sat lítil sinfóníuhljómsveit á sviðinu í salnum í Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Á svarthvítum ljósmyndum frá tónleikunum má sjá að yfir hljómsveitinni hékk risavaxinn íslenskur fáni. Þarna var nefnilega komin ný þjóðarhljómsveit okkar Íslendinga og stoltið vegna tilkomu hennar var skiljanlega mikið. Öflug og góð starfsemi Á sínum 75 árum hefur hljómsveitin okkar, sameign íslensku þjóðarinnar, vaxið að burðum og þrótti. Í dag heldur hún ríflega eitt hundrað tónleika og viðburði árlega og þá heimsækja um 80 þúsund gestir. Hún fer reglulega í tónleikaferðir, innanlands og utan, og ber hróður íslenskrar tónmenningar víða. Liður í því landnámi eru hljóðritanir sem hljómsveitin hefur gert tugum saman og vakið hafa góða og mikla athygli, margar með íslenskri samtímatónlist. Hryggjarstykkið í starfinu eru hefðbundnir sinfóníutónleikar sem hægt er að kaupa áskrift að, og þar sem fyrirtaks einleikarar og hljómsveitarstjórar koma til samstarfs við hljómsveitina. Auk þeirra heldur sveitin úti öflugu fræðslustarfi, tekur á móti stórum nemendahópum af öllum námstigum, bíður yngstu börnunum upp á Barnastundir og heilu fjölskyldurnar koma í heimsókn á tónleika í Litla tónsprotanum. Heimsóknir hljóðfæraleikara í stofnanir eru líka mikilvægur þáttur í starfseminni og í raun vill hljómsveitin eiga samstarf við sem flesta um framþróun innlendrar tónmenningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands er það mikilvægt að vera með opinn faðm og um það vitna til dæmis Ungsveit hljómsveitarinnar og einleikarakeppnin Ungir einleikarar sem haldin er í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Í gegnum þessi verkefni hafa nýjar kynslóðir tónlistarfólks stigið sín fyrstu ákveðnu skref inn í heim sígildrar tónlistar. Einnig má nefna akademíu fyrir unga vongóða hljómsveitarstjóra framtíðarinnar sem er nýlegur þáttur í starfseminni. Takk Þegar hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika fyrir 75 árum voru hljóðfæraleikarnir á sviðinu rúmlega 40 talsins en í dag eru hljóðfæraleikarar í 88 stöðugildum starfandi við sveitina. Þess má geta að þjóðarhljómsveitir nágrannalandanna hafa yfirleitt á að skipa ríflega hundrað hljóðfæraleikurum. En framtíðin er björt og spennandi, sífellt bætist í þann hóp listamanna sem vilja koma til samstarfs við sveitina og full ástæða er til að fylgjast grannt með starfinu. Ekkert jafnast á við að fara á tónleika með góðri hljómsveit í fyrirtaks tónleikasal eins og Eldborg í Hörpu vissulega er. Fyrst og fremst er það þakklæti sem manni er efst í huga nú þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára. Meðlimum sveitarinnar í gegnum árin ber að þakka sitt þrotlausa uppbyggingarstarf í tónlistarlífi sem sífellt verður blómlegra hvert sem litið er. Að leggja á sig nám og starfsferil í sígildri tónlist er meira en að segja það, til þess þarf gríðarlegan aga og eljusemi. Áfram mun þér, lesandi góður, standa heimur tónlistarinnar opinn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Leyfðu þér að hrífast með og takk fyrir samfylgdina í 75 ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar