Sport

Kyssti mót­herja eftir að hafa sleikt annan um daginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James Wade kyssir Raymond van Barneveld.
James Wade kyssir Raymond van Barneveld.

Pílukastarinn James Wade hefur verið mjög innilegur í samskiptum sínum við mótherja sína upp á síðkastið.

Mikla athygli vakti þegar Wade virtist sleikja háls Lukes Humphries fyrir viðureign þeirra á Opna breska mótinu í síðustu viku.

Humphries og fleiri gagnrýndu Wade fyrir hegðun hans en það virðist ekkert hafa dregið úr honum.

Fyrir leik gegn Raymond van Barneveld á Opna belgíska mótinu á laugardaginn virtist Wade nefnilega kyssa gamla heimsmeistarann.

Van Barneveld virkaði pirraður yfir þessu uppátæki Wades og veifaði fingri sínum í átt að dómaranum.

Hvort svo sem kossinn kom Van Barneveld úr jafnvægi þá sigraði Wade hann, 6-4, og komst alla leið í undanúrslit mótsins þar sem hann tapaði fyrir heimsmeistaranum Luke Littler, 7-3. Littler vann svo Mike De Decker í úrslitaleiknum, 8-5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×