Fótbolti

Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Louis Buffon (til hægri) er byrjaður að spila fullorðinsfótbolta.
Louis Buffon (til hægri) er byrjaður að spila fullorðinsfótbolta. ap/Jean-Francois Badias

Louis Buffon, sonur markvarðarins goðsagnakennda, Gianluigis, lék sinn fyrsta leik fyrir Pisa í gær.

Louis kom inn á undir lokin þegar Pisa tapaði fyrir Spezia, 3-2, í ítölsku B-deildinni. Knattspyrnustjóri Pisa er Filippo Inzaghi sem lék með Buffon eldri í ítalska landsliðinu, meðal annars á HM 2006 þar sem Ítalir stóðu uppi sem sigurvegarar.

Móðir Louis er tékknesk og hann mun spila fyrir undir átján ára landslið Tékklands, hvað svo sem síðar verður.

Louis, sem er sautján ára, spilar öllu framar á vellinum á vellinum en pabbi sinn en hann heldur jafnan til á vinstri kantinum.

Pisa er í 2. sæti ítölsku B-deildarinnar og stefnir á að komast upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan 1991.

Buffon lagði hanskana á hilluna fyrir tveimur árum eftir langan og farsælan feril. Hann lék yfir þúsund leiki á ferlinum og vann fjölda titla. Buffon starfar nú fyrir ítalska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×