Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 10:47 Gianni Infantino sýnir Donald Trump gulllykilinn sem Bandaríkjaforseti fær að hafa í sínum fórum. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fengið afhentan sérstakan gulllykil sem gengur að nýstárlegum og glæsilegum verðlaunagrip HM félagsliða í fótbolta. Hann var við sama tækifæri spurður út í HM landsliða 2026 og áhrif illdeilna í tollamálum en sagði þær bara gera mótið meira spennandi. Trump fékk Gianni Infantino, forseta FIFA, í heimsókn í Hvíta húsið á föstudag þar sem Infantino svipti hulunni af nýja verðlaunagripnum sem er einmitt vandlega merktur Infantino. Sérstakur gulllykill gengur að bikarnum og er hægt að opna hann til þess að hreyfa hluta hans til, eins og Infantino sýndi og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Trump fékk svo lykilinn og verður með hann í sínum fórum, sem og verðlaunagripinn sem afhentur verður 13. júlí í sumar eftir 32 liða HM félagsliða sem hefst 14. júní og fer fram í Bandaríkjunum. Tilefni fundarins í gær var þó aðallega að greina frá því að Trump yrði formaður sérstaks starfshóps sem ætlað er að hafa umsjón með undirbúningi HM landsliða sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Löndin hafa sem kunnugt er átt í illdeilum vegna tollamála undanfarið og var Trump spurður út í áhrif þeirra á HM. „Ég held að þetta geri það bara meira spennandi. Togstreita [e. tension] er jákvæð. Ég held að hún geri þetta mun meira spennandi,“ sagði Trump. HM landsliða 2026 verður fyrsta mótið eftir stækkun og munu 48 þjóðir taka þátt. Leikið verður í 16 borgum og þar af eru 11 í Bandaríkjunum en einnig er leikið í Toronto og Vancouver í Kanada, og í Guadalajara, Mexíkóborg og Monterrey í Mexíkó. Mótið fer fram 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Ísland byrjar undankeppni HM í september og leikur í fjögurra liða riðli með Aserbaídsjan, Úkraínu og annað hvort Króatíu eða Frakklandi (sigurliðinu úr einvígi þeirra í Þjóðadeildinni í þessum mánuði). Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Trump fékk Gianni Infantino, forseta FIFA, í heimsókn í Hvíta húsið á föstudag þar sem Infantino svipti hulunni af nýja verðlaunagripnum sem er einmitt vandlega merktur Infantino. Sérstakur gulllykill gengur að bikarnum og er hægt að opna hann til þess að hreyfa hluta hans til, eins og Infantino sýndi og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Trump fékk svo lykilinn og verður með hann í sínum fórum, sem og verðlaunagripinn sem afhentur verður 13. júlí í sumar eftir 32 liða HM félagsliða sem hefst 14. júní og fer fram í Bandaríkjunum. Tilefni fundarins í gær var þó aðallega að greina frá því að Trump yrði formaður sérstaks starfshóps sem ætlað er að hafa umsjón með undirbúningi HM landsliða sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Löndin hafa sem kunnugt er átt í illdeilum vegna tollamála undanfarið og var Trump spurður út í áhrif þeirra á HM. „Ég held að þetta geri það bara meira spennandi. Togstreita [e. tension] er jákvæð. Ég held að hún geri þetta mun meira spennandi,“ sagði Trump. HM landsliða 2026 verður fyrsta mótið eftir stækkun og munu 48 þjóðir taka þátt. Leikið verður í 16 borgum og þar af eru 11 í Bandaríkjunum en einnig er leikið í Toronto og Vancouver í Kanada, og í Guadalajara, Mexíkóborg og Monterrey í Mexíkó. Mótið fer fram 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Ísland byrjar undankeppni HM í september og leikur í fjögurra liða riðli með Aserbaídsjan, Úkraínu og annað hvort Króatíu eða Frakklandi (sigurliðinu úr einvígi þeirra í Þjóðadeildinni í þessum mánuði). Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira