Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 10:00 Jayson Tatum brunar framhjá LeBron James sem fékk högg á kinnina. Getty/Elsa Jayson Tatum fór fyrir liði Boston Celtics sem batt enda á átta leikja sigurgöngu LA Lakers í gærkvöld, með 111-101 sigri í uppgjöri þessara fornu fjenda í NBA-deildinni í körfubolta. Með LeBron James og Luka Doncic á móti sér þá var það Tatum sem stóð upp úr í Boston í gærkvöld en hann skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar. James gat hins vegar ekki lokið leiknum því hann tognaði í nára um miðjan fjórað leikhluta, eftir að hafa skorað 22 stig, tekið 14 fráköst og gefið níu stoðsendingar. Þá var staðan 94-85 fyrir Boston sem hafði náð yfir tuttugu stiga forskoti í byrjun fjórða leikhluta. Doncic náði að minnka muninn í 99-95 með þristi þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir en þá sögðu Tatum og Jaylen Brown stopp. Brown skoraði síðustu tólf stig Boston í leiknum og innsiglaði sigurinn en hann endaði með 31 stig og sex fráköst. TATUM & BROWN LIFT BOSTON OVER LAKERS 🙌JT: 40 PTS, 12 REB, 8 AST, 6 3PM, 2 STLJB: 31 PTS, 6 REB, 3 3PM, 3 STL@celtics improve to 10-2 in their last 12 and sit 2nd in the East! ☘️ pic.twitter.com/t9XEaI4vhD— NBA (@NBA) March 9, 2025 Doncic endaði með 34 stig og átta fráköst í sínum fyrsta leik í Boston frá því að hann horfði upp á heimamenn landa NBA-meistaratitlinum með sigri í fimmta leik gegn Dallas Mavericks í fyrra. Lakers (40/22) eru núna með jafnmörg töp og Denver Nuggets (41/22) en sitja í 3. sæti vesturdeildarinnar. Boston (46/18) er í 2. sæti austurdeildarinnar en Cleveland Cavaliers (53/10) eru þar langefstir og eina liðið sem þegar hefur tryggt sig inn í úrslitakeppnina. NBA Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Með LeBron James og Luka Doncic á móti sér þá var það Tatum sem stóð upp úr í Boston í gærkvöld en hann skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar. James gat hins vegar ekki lokið leiknum því hann tognaði í nára um miðjan fjórað leikhluta, eftir að hafa skorað 22 stig, tekið 14 fráköst og gefið níu stoðsendingar. Þá var staðan 94-85 fyrir Boston sem hafði náð yfir tuttugu stiga forskoti í byrjun fjórða leikhluta. Doncic náði að minnka muninn í 99-95 með þristi þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir en þá sögðu Tatum og Jaylen Brown stopp. Brown skoraði síðustu tólf stig Boston í leiknum og innsiglaði sigurinn en hann endaði með 31 stig og sex fráköst. TATUM & BROWN LIFT BOSTON OVER LAKERS 🙌JT: 40 PTS, 12 REB, 8 AST, 6 3PM, 2 STLJB: 31 PTS, 6 REB, 3 3PM, 3 STL@celtics improve to 10-2 in their last 12 and sit 2nd in the East! ☘️ pic.twitter.com/t9XEaI4vhD— NBA (@NBA) March 9, 2025 Doncic endaði með 34 stig og átta fráköst í sínum fyrsta leik í Boston frá því að hann horfði upp á heimamenn landa NBA-meistaratitlinum með sigri í fimmta leik gegn Dallas Mavericks í fyrra. Lakers (40/22) eru núna með jafnmörg töp og Denver Nuggets (41/22) en sitja í 3. sæti vesturdeildarinnar. Boston (46/18) er í 2. sæti austurdeildarinnar en Cleveland Cavaliers (53/10) eru þar langefstir og eina liðið sem þegar hefur tryggt sig inn í úrslitakeppnina.
NBA Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira