Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2025 16:36 Einar Árni Jóhannsson er þjálfari Njarðvíkur og núna íþróttastjóri félagsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Einar Árni Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, hefur aukið við sig hjá félaginu og verið ráðinn íþróttastjóri þess. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkinga þar sem segir að Einar Árni verði í hlutastarfi til að byrja með, samhliða kennslu í Njarðvíkurskóla, en færast yfir í fullt starf þegar skólaárinu lýkur í sumar. Einar Árni hóf þjálfaraferil sinn árið 1993 og er nú með Njarðvíkurkonur í 2. sæti Bónus-deildarinnar, eftir sjö sigra í röð, og í undanúrslitum VÍS-bikarsins. Hann hefur einnig þjálfað hjá Hetti, Þór Þorlákshöfn og Breiðabliki auk þess að gegna stöðu yfirþjálfara yngri landsliða hjá KKÍ. Í tilkynningu Njarðvíkinga segir að Einar leggi ríka áherslu á mikilvægi stefnumótunar félagsins í heild og sé tilbúinn að leiða þá vinnu í samstarfi við framkvæmdastjóra félagsins og stjórnir deilda. Einar komi inn með mikilvæga reynslu og ástríðu fyrir því að byggja upp sterka liðsheild og menningu innan Ungmennafélagsins Njarðvíkur. „Ég tel að reynsla mín í stjórnun, bæði í þjálfun og kennslu, muni koma sér vel í þessu starfi. Ég er spenntur fyrir því að takast á við þetta krefjandi verkefni og hjálpa UMFN að ná nýjum hæðum,“ segir Einar. „Við erum afar spennt fyrir því að fá Einar inn í þetta hlutverk. Hans reynsla og þekking á íþróttastarfinu er ómetanleg fyrir félagið. Hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann getur byggt upp öfluga liðsheild og við hlökkum mikið til samstarfsins,“ segir Hámundur Örn Helgason, framkvæmdastjóri UMFN. UMF Njarðvík Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkinga þar sem segir að Einar Árni verði í hlutastarfi til að byrja með, samhliða kennslu í Njarðvíkurskóla, en færast yfir í fullt starf þegar skólaárinu lýkur í sumar. Einar Árni hóf þjálfaraferil sinn árið 1993 og er nú með Njarðvíkurkonur í 2. sæti Bónus-deildarinnar, eftir sjö sigra í röð, og í undanúrslitum VÍS-bikarsins. Hann hefur einnig þjálfað hjá Hetti, Þór Þorlákshöfn og Breiðabliki auk þess að gegna stöðu yfirþjálfara yngri landsliða hjá KKÍ. Í tilkynningu Njarðvíkinga segir að Einar leggi ríka áherslu á mikilvægi stefnumótunar félagsins í heild og sé tilbúinn að leiða þá vinnu í samstarfi við framkvæmdastjóra félagsins og stjórnir deilda. Einar komi inn með mikilvæga reynslu og ástríðu fyrir því að byggja upp sterka liðsheild og menningu innan Ungmennafélagsins Njarðvíkur. „Ég tel að reynsla mín í stjórnun, bæði í þjálfun og kennslu, muni koma sér vel í þessu starfi. Ég er spenntur fyrir því að takast á við þetta krefjandi verkefni og hjálpa UMFN að ná nýjum hæðum,“ segir Einar. „Við erum afar spennt fyrir því að fá Einar inn í þetta hlutverk. Hans reynsla og þekking á íþróttastarfinu er ómetanleg fyrir félagið. Hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann getur byggt upp öfluga liðsheild og við hlökkum mikið til samstarfsins,“ segir Hámundur Örn Helgason, framkvæmdastjóri UMFN.
UMF Njarðvík Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira