Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir og Gunnar Ásgrímsson skrifa 8. mars 2025 15:30 Innan fárra daga munu starfsfólk og stúdentar kjósa sér nýjan leiðtoga til næstu fimm ára. Fyrir okkur er valið augljóst og einfalt: Við munum kjósa Kolbrúnu Pálsdóttur. Kolbrún hefur sýnt í verki hvernig leiðtogi hún er innan Háskólans. Við höfum bæði starfað með henni í stjórn Menntavísindasviðs og séð leiðtogahæfni hennar í verki. Hún er öflugur leiðtogi sem hlustar á mann, tekur málin föstum tökum og leggur áherslu á að stúdentar og starfsfólk fái rödd. Kolbrún ræðir ekki einungis um breytingar, heldur finnur hún leiðir til að koma þeim í framkvæmd. Það sem við viljum vekja sérstaka athygli á er að hve mikill árangur hefur náðst undir forystu Kolbrúnar í því að efla kennaramenntun og fjölga brautskráðum kennurum. Brautryðjandinn Kolbrún Háskóli Íslands stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum næstu árin, við þurfum rektor sem skilur Háskólann og hefur þegar sýnt að hann ræður við að stýra honum í átt að bjartri framtíð. Eitt af því sem einkennir Kolbrúnu er metnaður hennar fyrir því að Háskólinn nái árangri og það hefur nýst Menntavísindasviði ákaflega vel að hafa hana í forystu. Hún hefur ávallt stutt við og rutt veginn fyrir mikilvægum breytingum og nýjungum í kennaramenntun. Á meðal þess má nefna: - Fagháskólanám í leikskólafræðum eflt og boðið á landsvísu. - Raunfærnimat í leikskólakennaranámi innleitt 2021, gerir háskólanemum með starfsreynslu kleift að fá hæfni og þekkingu metna til háskólaeininga. -Breytt kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi í formi háskólamorgna til að auðvelda nám með starfi. -Master of Teaching (MT), nýtt meistaranám án rannsóknartengds lokaverkefnis, í boði frá 2021. -Íslenskubrú ætluð háskólanemum með annað heimamál en íslensku til að fjölga kennurum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Þá átti Kolbrún ríkan þátt í því að jafnréttis- og kynjafræðsla hefur verið fest í sessi í öllum deildum sviðsins. Háskóli Íslands þarf leiðtoga sem kemur breytingum í framkvæmd Við treystum Kolbrúnu því við vitum hvað hún stendur fyrir. Hún vinnur ekki í tómarúmi heldur hlustar hún á fólkið í kringum sig og tekur mið af þeirra ólíku sjónarmiðum og skoðunum. Háskóli Íslands þarf leiðtoga sem nýtir sér kraft fjöldans og lætur hlutina gerist. Kolbrún hefur sýnt að hún er hefur áræði til að hrinda breytingum í framkvæmd, hugmyndaflug til að búa til nýjar lausnir og tryggja að þær skili árangri. Háskólinn þarf rektor sem sér tækifærin og nýtir sér þau. Þess vegna ætlum við að kjósa hana og við hvetjum ykkur til að gera slíkt hið sama. Höfundar eru annars vegar kennaranemi og fyrrum meðlimur sviðsráðs Menntavísindasviðs og hins vegar kennaranemi og formaður sviðsráðs Menntavísindasviðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Innan fárra daga munu starfsfólk og stúdentar kjósa sér nýjan leiðtoga til næstu fimm ára. Fyrir okkur er valið augljóst og einfalt: Við munum kjósa Kolbrúnu Pálsdóttur. Kolbrún hefur sýnt í verki hvernig leiðtogi hún er innan Háskólans. Við höfum bæði starfað með henni í stjórn Menntavísindasviðs og séð leiðtogahæfni hennar í verki. Hún er öflugur leiðtogi sem hlustar á mann, tekur málin föstum tökum og leggur áherslu á að stúdentar og starfsfólk fái rödd. Kolbrún ræðir ekki einungis um breytingar, heldur finnur hún leiðir til að koma þeim í framkvæmd. Það sem við viljum vekja sérstaka athygli á er að hve mikill árangur hefur náðst undir forystu Kolbrúnar í því að efla kennaramenntun og fjölga brautskráðum kennurum. Brautryðjandinn Kolbrún Háskóli Íslands stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum næstu árin, við þurfum rektor sem skilur Háskólann og hefur þegar sýnt að hann ræður við að stýra honum í átt að bjartri framtíð. Eitt af því sem einkennir Kolbrúnu er metnaður hennar fyrir því að Háskólinn nái árangri og það hefur nýst Menntavísindasviði ákaflega vel að hafa hana í forystu. Hún hefur ávallt stutt við og rutt veginn fyrir mikilvægum breytingum og nýjungum í kennaramenntun. Á meðal þess má nefna: - Fagháskólanám í leikskólafræðum eflt og boðið á landsvísu. - Raunfærnimat í leikskólakennaranámi innleitt 2021, gerir háskólanemum með starfsreynslu kleift að fá hæfni og þekkingu metna til háskólaeininga. -Breytt kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi í formi háskólamorgna til að auðvelda nám með starfi. -Master of Teaching (MT), nýtt meistaranám án rannsóknartengds lokaverkefnis, í boði frá 2021. -Íslenskubrú ætluð háskólanemum með annað heimamál en íslensku til að fjölga kennurum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Þá átti Kolbrún ríkan þátt í því að jafnréttis- og kynjafræðsla hefur verið fest í sessi í öllum deildum sviðsins. Háskóli Íslands þarf leiðtoga sem kemur breytingum í framkvæmd Við treystum Kolbrúnu því við vitum hvað hún stendur fyrir. Hún vinnur ekki í tómarúmi heldur hlustar hún á fólkið í kringum sig og tekur mið af þeirra ólíku sjónarmiðum og skoðunum. Háskóli Íslands þarf leiðtoga sem nýtir sér kraft fjöldans og lætur hlutina gerist. Kolbrún hefur sýnt að hún er hefur áræði til að hrinda breytingum í framkvæmd, hugmyndaflug til að búa til nýjar lausnir og tryggja að þær skili árangri. Háskólinn þarf rektor sem sér tækifærin og nýtir sér þau. Þess vegna ætlum við að kjósa hana og við hvetjum ykkur til að gera slíkt hið sama. Höfundar eru annars vegar kennaranemi og fyrrum meðlimur sviðsráðs Menntavísindasviðs og hins vegar kennaranemi og formaður sviðsráðs Menntavísindasviðs
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar