Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 8. mars 2025 07:00 Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, birti grein á Vísi undir fyrirsögninni Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinuþar sem hann gagnrýnir nýja úttekt Viðskiptaráðs á fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi. Þórður segir hugmyndir okkar kreddukenndar og gefur til kynna að þær séu hvorki vitrænar né úthugsaðar. Rétt er að ávarpa þetta og skýra nánar þær hugmyndir sem við leggjum til að bættu fjölmiðlaumhverfi. Fyrst heldur Þórður því fram að megininntak lausna Viðskiptaráðs sé að taka RÚV af auglýsingamarkaði, hætta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla og leyfa áfengis- og veðmálaauglýsingar. Það er sérstakt að halda því fram í ljósi þess að þetta eru aðeins tvær af fjórum tillögum ráðsins. Hann skautar framhjá veigamestu tillögunni um að settur verði á fót samkeppnissjóður um innlenda dagskrárgerð, en ráðið áætlar að hún myndi skila 3 ma. kr. í auknar tekjur til einkarekinna miðla. Næst segir segir Þórður: „Klifun á því að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði muni leysa öll vandamál einkarekinna fjölmiðla er í besta falli barnaleg“, sérstaklega í ljósi þess að ekki sé vissa um að núverandi auglýsingatekjur RÚV skili sér til innlendra miðla hverfi ríkismiðillinn af auglýsingamarkaði. Þessu er svarað í úttekt ráðsins. Við áætlum að 51% af núverandi auglýsingatekjum RÚV renni til innlendra fjölmiðla, en sú forsenda byggir á núverandi skiptingu íslenska auglýsingamarkaðarins milli innlendra og erlendra miðla. Það myndi þýða 1,3 ma. kr. tekjuaukningu innlendra einkarekinna fjölmiðla. Tillagan myndi því hafa gríðarlega jákvæð áhrif á miðlana sem um ræðir, þótt hún leysi ekki öll vandamál þeirra, enda er því hvergi haldið fram. Í þessu samhengi segir Þórður svo að margir auglýsendur og auglýsingaframleiðendur séu mjög á móti brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði. Það er skiljanleg afstaða auglýsingastofa að vilja síður missa einn stærsta einstaka vettvang til birtinga á auglýsingum af markaðnum. Það sem er þó erfiðara að skilja er hvers vegna Þórður tekur sér stöðu með þeim í stað þess að styðja við breytingu sem myndi efla einkarekna fjölmiðla og auka tekjuöflunarmöguleika þeirra. En það sem vekur helst athygli er það sem ekki er að finna í grein Þórðar Snæs. Í grein sinni ávarpar hann hvorki mikla fyrirferð Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði hérlendis né hvaða breytinga sé þörf til að rétta af stöðu einkarekinna miðla. Fíllinn í fjölmiðlastofunni er nefnilega Ríkisútvarpið. Markaðshlutdeild ríkismiðilsins hér á landi er þreföld á við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Þá hefur RÚV einn ríkismiðla á Norðurlöndunum heimild til auglýsingasölu. Ísland sker sig því úr þegar kemur að umfangi og neikvæðum áhrifum ríkismiðilsins á samkeppni. Þórður lýkur síðan grein sinni á eftirfarandi orðum: „Markmiðið verður að styrkja fjölræði og fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi, að fjölga öflugum fjölmiðlum sem starfa eftir hefðbundnum viðmiðum blaðamennsku, kemur í veg fyrir samkeppnisbjögun, stöðvar spekileka úr greininni og fjölgar starfandi fjölmiðlafólki.“Um þessi markmið erum við hjá Viðskiptaráði og Þórður sammála. Munurinn á okkur og honum er hins vegar sá að við höfum lagt fram útfærðar tillögur að því hvernig ná megi þessum markmiðum. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, birti grein á Vísi undir fyrirsögninni Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinuþar sem hann gagnrýnir nýja úttekt Viðskiptaráðs á fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi. Þórður segir hugmyndir okkar kreddukenndar og gefur til kynna að þær séu hvorki vitrænar né úthugsaðar. Rétt er að ávarpa þetta og skýra nánar þær hugmyndir sem við leggjum til að bættu fjölmiðlaumhverfi. Fyrst heldur Þórður því fram að megininntak lausna Viðskiptaráðs sé að taka RÚV af auglýsingamarkaði, hætta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla og leyfa áfengis- og veðmálaauglýsingar. Það er sérstakt að halda því fram í ljósi þess að þetta eru aðeins tvær af fjórum tillögum ráðsins. Hann skautar framhjá veigamestu tillögunni um að settur verði á fót samkeppnissjóður um innlenda dagskrárgerð, en ráðið áætlar að hún myndi skila 3 ma. kr. í auknar tekjur til einkarekinna miðla. Næst segir segir Þórður: „Klifun á því að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði muni leysa öll vandamál einkarekinna fjölmiðla er í besta falli barnaleg“, sérstaklega í ljósi þess að ekki sé vissa um að núverandi auglýsingatekjur RÚV skili sér til innlendra miðla hverfi ríkismiðillinn af auglýsingamarkaði. Þessu er svarað í úttekt ráðsins. Við áætlum að 51% af núverandi auglýsingatekjum RÚV renni til innlendra fjölmiðla, en sú forsenda byggir á núverandi skiptingu íslenska auglýsingamarkaðarins milli innlendra og erlendra miðla. Það myndi þýða 1,3 ma. kr. tekjuaukningu innlendra einkarekinna fjölmiðla. Tillagan myndi því hafa gríðarlega jákvæð áhrif á miðlana sem um ræðir, þótt hún leysi ekki öll vandamál þeirra, enda er því hvergi haldið fram. Í þessu samhengi segir Þórður svo að margir auglýsendur og auglýsingaframleiðendur séu mjög á móti brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði. Það er skiljanleg afstaða auglýsingastofa að vilja síður missa einn stærsta einstaka vettvang til birtinga á auglýsingum af markaðnum. Það sem er þó erfiðara að skilja er hvers vegna Þórður tekur sér stöðu með þeim í stað þess að styðja við breytingu sem myndi efla einkarekna fjölmiðla og auka tekjuöflunarmöguleika þeirra. En það sem vekur helst athygli er það sem ekki er að finna í grein Þórðar Snæs. Í grein sinni ávarpar hann hvorki mikla fyrirferð Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði hérlendis né hvaða breytinga sé þörf til að rétta af stöðu einkarekinna miðla. Fíllinn í fjölmiðlastofunni er nefnilega Ríkisútvarpið. Markaðshlutdeild ríkismiðilsins hér á landi er þreföld á við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Þá hefur RÚV einn ríkismiðla á Norðurlöndunum heimild til auglýsingasölu. Ísland sker sig því úr þegar kemur að umfangi og neikvæðum áhrifum ríkismiðilsins á samkeppni. Þórður lýkur síðan grein sinni á eftirfarandi orðum: „Markmiðið verður að styrkja fjölræði og fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi, að fjölga öflugum fjölmiðlum sem starfa eftir hefðbundnum viðmiðum blaðamennsku, kemur í veg fyrir samkeppnisbjögun, stöðvar spekileka úr greininni og fjölgar starfandi fjölmiðlafólki.“Um þessi markmið erum við hjá Viðskiptaráði og Þórður sammála. Munurinn á okkur og honum er hins vegar sá að við höfum lagt fram útfærðar tillögur að því hvernig ná megi þessum markmiðum. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun