„Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. mars 2025 17:45 Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska. Bjarni/Aðsend Maður sem missti hundinn sinn í upphafi árs segir það hafa þónokkur áhrif á sorgarferlið að vita ekki hvað varð um hræ hundsins en það týndist í meðhöndlun dýraspítala. Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska, var erlendis þegar að hundurinn hans Prins kvaddi þennan heim í janúar eftir tólf ára samfylgd. Vinur Hjörleifs sem var með hundinn í pössun fór með hræið á Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti sem heitir nú Animalía þar sem til stóð senda leifarnar í brennslu og koma öskunni fyrir í sérstakri krukku með loppufari hundsins. Það átti að taka um fimm vikur að fá kerið afhent en sú varð ekki raunin. „Svo hringi ég hérna í gær og athuga stöðuna og þá finnst ekkert um hundinn. Hann kom þarna inn sextánda janúar enn eftir það er ekkert vitað hvar hann endaði.“ Endaði í almennri sorpbrennslu Hundshræið átti að senda í brennslu á dýraspítala í Garðabæ en þangað barst það aldrei. „Líklegasta skýringin er að, þær nota Terra sem er sorpeyðingarferilsstöð, Terra nota Kölku sem er á Suðurnesjum og það er líklegasta skýringin að hann hafi endað í sorpeyðingarstöðinni þar,“ sagði Hjörleifur í samtali við fréttastofu í gær en í dag fékk hann þær fregnir staðfestar að hræ hundsins hafi endað í ruslinu. „Hundurinn minn er sóttur á Dýraspítalann í Grafarholti af Terra. Terra fer með hann til Kölku í Reykjanesbæ sem er sorpeyðingarstöð. En þegar þangað er komið þá enda dýrin í almennri sorpbrennslu með almennu rusli. Kalka skráir ekki hvaða dýr eða hversu mörg dýr koma til þeirra. Einungis vigtuð þyngd, enda fyrir þeim er bara verið að brenna úrgang. Það er því staðfest hér með að litli besti vinur minn endaði í ruslinu,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Boðið tómt ker sem sárabætur Animalía hafi boðið Hjörleifi tómt ker til minningar um hundinn þegar að mistökin urðu ljós. Í tilkynningu frá stjórnendum Animalíu kemur fram að fyrirtækið harmi að mannleg mistök hafi átt sér stað. Þá er áréttað að atvikið hafi átt sér stað á meðan fyrirtækið starfaði sem Dýralæknamiðstöðin Grafarholti. Nýir eigendur hafi tekið við í janúar og ekki gefist kostur á að yfirfara alla verkferla, núverandi starfsemi sé með allt öðru sniði. „Ég óska engum að lenda í þessu með gæludýrið sitt. Flestir vilja hafa það hjá sér, það sem eftir er. Þetta er náttúrulega leiðinlegt. Maður hefði fengið lok, svona með þetta ker. Svo er náttúrulega líka vont að ég var úti þegar þetta gerðist svo ég fékk svo sem ekki að kveðja hann sjálfur.“ Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska, var erlendis þegar að hundurinn hans Prins kvaddi þennan heim í janúar eftir tólf ára samfylgd. Vinur Hjörleifs sem var með hundinn í pössun fór með hræið á Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti sem heitir nú Animalía þar sem til stóð senda leifarnar í brennslu og koma öskunni fyrir í sérstakri krukku með loppufari hundsins. Það átti að taka um fimm vikur að fá kerið afhent en sú varð ekki raunin. „Svo hringi ég hérna í gær og athuga stöðuna og þá finnst ekkert um hundinn. Hann kom þarna inn sextánda janúar enn eftir það er ekkert vitað hvar hann endaði.“ Endaði í almennri sorpbrennslu Hundshræið átti að senda í brennslu á dýraspítala í Garðabæ en þangað barst það aldrei. „Líklegasta skýringin er að, þær nota Terra sem er sorpeyðingarferilsstöð, Terra nota Kölku sem er á Suðurnesjum og það er líklegasta skýringin að hann hafi endað í sorpeyðingarstöðinni þar,“ sagði Hjörleifur í samtali við fréttastofu í gær en í dag fékk hann þær fregnir staðfestar að hræ hundsins hafi endað í ruslinu. „Hundurinn minn er sóttur á Dýraspítalann í Grafarholti af Terra. Terra fer með hann til Kölku í Reykjanesbæ sem er sorpeyðingarstöð. En þegar þangað er komið þá enda dýrin í almennri sorpbrennslu með almennu rusli. Kalka skráir ekki hvaða dýr eða hversu mörg dýr koma til þeirra. Einungis vigtuð þyngd, enda fyrir þeim er bara verið að brenna úrgang. Það er því staðfest hér með að litli besti vinur minn endaði í ruslinu,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Boðið tómt ker sem sárabætur Animalía hafi boðið Hjörleifi tómt ker til minningar um hundinn þegar að mistökin urðu ljós. Í tilkynningu frá stjórnendum Animalíu kemur fram að fyrirtækið harmi að mannleg mistök hafi átt sér stað. Þá er áréttað að atvikið hafi átt sér stað á meðan fyrirtækið starfaði sem Dýralæknamiðstöðin Grafarholti. Nýir eigendur hafi tekið við í janúar og ekki gefist kostur á að yfirfara alla verkferla, núverandi starfsemi sé með allt öðru sniði. „Ég óska engum að lenda í þessu með gæludýrið sitt. Flestir vilja hafa það hjá sér, það sem eftir er. Þetta er náttúrulega leiðinlegt. Maður hefði fengið lok, svona með þetta ker. Svo er náttúrulega líka vont að ég var úti þegar þetta gerðist svo ég fékk svo sem ekki að kveðja hann sjálfur.“
Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira