Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 6. mars 2025 16:05 PostNord, póstþjónusta Danmerkur mun hætta bréfasendingum í lok árs. Unsplash/Andersen Jensen PostNord sem er ríkisrekin póstþjónusta Danmerkur mun hætta að bera út bréf í lok árs 2025. Bréfsendingum hefur fækkað um 90% frá aldamótum. Samkvæmt frétt BBC um málið lýkur þar með 400 ára sögu póstburðarþjónustunnar. Byrjað verður að taka niður 1500 pósthólf í Danmörku í byrjun júní. Thomas Danielssen, samgönguráðherra Danmerkur veitti löndum sínum huggun með þeim orðum að bréf yrðu áfram send þar sem frjáls markaður væri fyrir bréfa- og pakkasendingar. Póstþjónustufyrirtæki víðar í Evrópu standa frammi fyrir sama vanda þar sem bréfasendingum hefur fækkað víðast hvar í álfunni. Deutsche Post sagði nýlega upp átta þúsund starfsmönnum. Aðrir starfsmenn sögðust óttast frekari uppsagnir, segir í fréttinni. Þá segir einnig að fimmtán hundruð starfsmenn dönsku póstþjónustunnar eigi von á uppsögn af þeim 4500 sem starfa hjá fyrirtækinu. Bréfasendingum hefur fækkað um meira en 90% frá 200-2024.PostNord Í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina DR sagði Anders Raun Mikkelsen að þetta væri sorgardagur. Ekki aðeins fyrir póstþjónustuna heldur þá fimmtán hundruð starfsmenn sem sjá fram á að missa vinnuna. Danmörk er eitt af tæknivæddustu þjóðum heims. Þar eru snjallforrit notuð fyrir ýmsa þjónustu, fáir nota lengur peningaseðla og eru flestir Danir með ökuskírteinin sín og heilsutryggingakort í snjallsímunum sínum. Bankayfirlit, reikningar og póstur frá yfirvöldum er nú á rafrænu formi. Opinber þjónusta og samskipti í gegnum Digital Post-snjallforritið og aðrar þjónustuleiðis PostNord Denmark segir að markaður fyrir bréfasendingar standi ekki lengur undir sér. Bréfasendingum hefur fækkað úr 1.4 milljörðum í 119 milljónir frá upphafi aldarinnar og þar til nú. Þá segir einnig í fréttinni að ákvörðunin mun hafa mest áhrif á eldra fólk. Þrátt fyrir að 95% Dana noti nú rafræna póstþjónustu mun þetta hafa áhrif á 271.000 manns sem enn reiða sig á bréfpóst. Þá helst á bréf er varða tímabókanir vegna heilbrigðisþjónustu, bólusetningar og ákvarðanir er varða heimahjúkrun. PostNord hefur lengi átt í rekstrarörðugleikum og var botninum náð á síðasta ári. PostNord mun hætta að senda bréf í lok árs 2025.EPA Danski þingmaðurinn Pelle Dragsted sagði að um væri að kenna aukinni einkavæðingu og sagði að ákvörðunin kæmi verst niður á þeim sem búa á strjálbýlli svæðum. Ný reglugerð sem var samþykkt árið 2024 opnaði markaðinn fyrir samkeppni frá einkafyrirtækjum auk þess sem póstur var ekki lengur undanskilinn virðisaukaskatti sem leiddi til hærri kostnaðar við bréfasendingar. Einnig ræddi BBC við Kim Pedersen, framkvæmdastjóri PostNord sagði að þjónustan myndi nú einblína á pakkasendingar og að frímerki sem hafi verið keypt á þessu ári eða árið 2024 verði hægt að fá endurgreidd innan ákveðins tímaramma árið 2026. PostNord starfar bæði í Svíþjóð og Danmörku og er 40 prósent í eigu Dana og 60 prósent í eigu Svía. Danmörk Neytendur Tækni Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Samkvæmt frétt BBC um málið lýkur þar með 400 ára sögu póstburðarþjónustunnar. Byrjað verður að taka niður 1500 pósthólf í Danmörku í byrjun júní. Thomas Danielssen, samgönguráðherra Danmerkur veitti löndum sínum huggun með þeim orðum að bréf yrðu áfram send þar sem frjáls markaður væri fyrir bréfa- og pakkasendingar. Póstþjónustufyrirtæki víðar í Evrópu standa frammi fyrir sama vanda þar sem bréfasendingum hefur fækkað víðast hvar í álfunni. Deutsche Post sagði nýlega upp átta þúsund starfsmönnum. Aðrir starfsmenn sögðust óttast frekari uppsagnir, segir í fréttinni. Þá segir einnig að fimmtán hundruð starfsmenn dönsku póstþjónustunnar eigi von á uppsögn af þeim 4500 sem starfa hjá fyrirtækinu. Bréfasendingum hefur fækkað um meira en 90% frá 200-2024.PostNord Í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina DR sagði Anders Raun Mikkelsen að þetta væri sorgardagur. Ekki aðeins fyrir póstþjónustuna heldur þá fimmtán hundruð starfsmenn sem sjá fram á að missa vinnuna. Danmörk er eitt af tæknivæddustu þjóðum heims. Þar eru snjallforrit notuð fyrir ýmsa þjónustu, fáir nota lengur peningaseðla og eru flestir Danir með ökuskírteinin sín og heilsutryggingakort í snjallsímunum sínum. Bankayfirlit, reikningar og póstur frá yfirvöldum er nú á rafrænu formi. Opinber þjónusta og samskipti í gegnum Digital Post-snjallforritið og aðrar þjónustuleiðis PostNord Denmark segir að markaður fyrir bréfasendingar standi ekki lengur undir sér. Bréfasendingum hefur fækkað úr 1.4 milljörðum í 119 milljónir frá upphafi aldarinnar og þar til nú. Þá segir einnig í fréttinni að ákvörðunin mun hafa mest áhrif á eldra fólk. Þrátt fyrir að 95% Dana noti nú rafræna póstþjónustu mun þetta hafa áhrif á 271.000 manns sem enn reiða sig á bréfpóst. Þá helst á bréf er varða tímabókanir vegna heilbrigðisþjónustu, bólusetningar og ákvarðanir er varða heimahjúkrun. PostNord hefur lengi átt í rekstrarörðugleikum og var botninum náð á síðasta ári. PostNord mun hætta að senda bréf í lok árs 2025.EPA Danski þingmaðurinn Pelle Dragsted sagði að um væri að kenna aukinni einkavæðingu og sagði að ákvörðunin kæmi verst niður á þeim sem búa á strjálbýlli svæðum. Ný reglugerð sem var samþykkt árið 2024 opnaði markaðinn fyrir samkeppni frá einkafyrirtækjum auk þess sem póstur var ekki lengur undanskilinn virðisaukaskatti sem leiddi til hærri kostnaðar við bréfasendingar. Einnig ræddi BBC við Kim Pedersen, framkvæmdastjóri PostNord sagði að þjónustan myndi nú einblína á pakkasendingar og að frímerki sem hafi verið keypt á þessu ári eða árið 2024 verði hægt að fá endurgreidd innan ákveðins tímaramma árið 2026. PostNord starfar bæði í Svíþjóð og Danmörku og er 40 prósent í eigu Dana og 60 prósent í eigu Svía.
Danmörk Neytendur Tækni Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira