Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Auðun Georg Ólafsson skrifar 6. mars 2025 12:32 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnarmálaráðherra. Vísir/Sigurjón „Stærsti vandi leikskólanna í dag er skortur á leikskólakennurum. Og hvernig ætla einkafyrirtækin að fá leikskólakennara? Þau ætla að hækka launin þeirra. Er þetta ekki sama fólk og kvartar yfir því oft á tíðum ef laun kennara eru hækkuð,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Er það sanngjarnt að sumir og sum börn fái menntaða leikskólakennara af því að það er fyrirtæki sem er tilbúið að borga fyrir bara þessi börn? Mér finnst það í rauninni ekki. Þarna erum við náttúrlega líka komin að því sem kennarar hafa verið að biðja um sem er jöfnun launa á milli markaða. Svo má velta fyrir sér bara gagnvart barninu: ef barn er í skóla sem er rekinn af viðkomandi fyrirtæki og foreldri missir vinnuna, hættir eða hvernig það er, er þá barnið líka rekið af leikskólanum? Það eru alls konar álitamál í þessu. Það er ekki að þetta gangi bara eins og látið er líta út fyrir,“ bætti Ásthildur Lóa við. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, ræddi leikskólamálin á Bylgjunni í Bítinu í morgun og sagði sorglegt að ekki verði af vinnustaða-leikskólum eins og stefnt hefur verið að. Einar segir Alvotech enn geta byggt leikskóla en með yfirlýsingum nýs meirihluta væri ljóst að ekki yrði greitt með hverju barni með þjónustusamningi. Kostnaðurinn yrði því miklu meiri. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins hóf umræðuna á Alþingi í dag og minnti á að samkvæmt tölum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar þá voru þann 2. júní 2024 nærri 700 börn eldri en 12 mánaða að bíða eftir plássi á leikskólum borgarinnar. Vandamálið væri til staðar víða um land og til að mæta þörfum samfélagsins þyrfti að byggja fleiri leikskóla, fjölga leikskólakennurum og öðru starfsfólki. Hún sagði meirihlutanum ekki hugnast lausnir einkaframtaksins og sú afstaða kæmi í veg fyrir að byggður yrði nýr leikskóli þar sem ætla mætti að leikskólakennarar gætu fengið betri laun. Ráðherra minnti á að hún væri ekki í borgarstjórn en ýmis álitamál væru uppi um fyrirtækjaleikskóla. „Samkvæmt þeim fregnum sem ég hef heyrt þá er það bara ekki rétt að þau ætli að banna þennan leikskóla hjá borginni. Þau ætla hins vegar ekki skilst mér að greiða með þessum börnum. Lausnir einkaframtaksins geta verið og eru gríðarlega mikilvægar en þetta þarf að skoða út frá öllum þáttum og að hér skapist ekki tvöfalt kerfi,“ sagði Ásthildur Lóa og bætti síðar við: „Leikskólar eru ekki fyrst og fremst fyrir foreldra, þeir eru fyrst og fremst fyrir börn og það eru hagsmunir barna sem við þurfum að hafa í huga.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. 4. mars 2025 19:25 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
„Er það sanngjarnt að sumir og sum börn fái menntaða leikskólakennara af því að það er fyrirtæki sem er tilbúið að borga fyrir bara þessi börn? Mér finnst það í rauninni ekki. Þarna erum við náttúrlega líka komin að því sem kennarar hafa verið að biðja um sem er jöfnun launa á milli markaða. Svo má velta fyrir sér bara gagnvart barninu: ef barn er í skóla sem er rekinn af viðkomandi fyrirtæki og foreldri missir vinnuna, hættir eða hvernig það er, er þá barnið líka rekið af leikskólanum? Það eru alls konar álitamál í þessu. Það er ekki að þetta gangi bara eins og látið er líta út fyrir,“ bætti Ásthildur Lóa við. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, ræddi leikskólamálin á Bylgjunni í Bítinu í morgun og sagði sorglegt að ekki verði af vinnustaða-leikskólum eins og stefnt hefur verið að. Einar segir Alvotech enn geta byggt leikskóla en með yfirlýsingum nýs meirihluta væri ljóst að ekki yrði greitt með hverju barni með þjónustusamningi. Kostnaðurinn yrði því miklu meiri. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins hóf umræðuna á Alþingi í dag og minnti á að samkvæmt tölum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar þá voru þann 2. júní 2024 nærri 700 börn eldri en 12 mánaða að bíða eftir plássi á leikskólum borgarinnar. Vandamálið væri til staðar víða um land og til að mæta þörfum samfélagsins þyrfti að byggja fleiri leikskóla, fjölga leikskólakennurum og öðru starfsfólki. Hún sagði meirihlutanum ekki hugnast lausnir einkaframtaksins og sú afstaða kæmi í veg fyrir að byggður yrði nýr leikskóli þar sem ætla mætti að leikskólakennarar gætu fengið betri laun. Ráðherra minnti á að hún væri ekki í borgarstjórn en ýmis álitamál væru uppi um fyrirtækjaleikskóla. „Samkvæmt þeim fregnum sem ég hef heyrt þá er það bara ekki rétt að þau ætli að banna þennan leikskóla hjá borginni. Þau ætla hins vegar ekki skilst mér að greiða með þessum börnum. Lausnir einkaframtaksins geta verið og eru gríðarlega mikilvægar en þetta þarf að skoða út frá öllum þáttum og að hér skapist ekki tvöfalt kerfi,“ sagði Ásthildur Lóa og bætti síðar við: „Leikskólar eru ekki fyrst og fremst fyrir foreldra, þeir eru fyrst og fremst fyrir börn og það eru hagsmunir barna sem við þurfum að hafa í huga.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. 4. mars 2025 19:25 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. 4. mars 2025 19:25