Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar 6. mars 2025 09:01 Þegar minnst er á Norðurlandaráð í daglegu tali verður mögulega einhverjum fyrst hugsað um bókmenntir og verðlaunahátíðir. Það er ekki óeðlilegt – sameiginlegur menningararfur á Norðurslóðum hefur í gegnum tíðina gert okkur Norðurlöndin að bestu bandamönnum hvors annars og það er ekki ódýr vinskapur á óróatímum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur tilkynnt um fyrirhugaða endurskoðun öryggis- og varnarmálastefnu fyrir Ísland með stofnun þverpólitískrar nefndar sem ber að fagna. Af því tilefni ber að ítreka mikilvægi þess að norrænar áherslur fái notið sín með hliðsjón af gríðarlega öflugri vinnu sem fer nú fram á vettvangi Norðurlandaráðs og NB8, og þeim lærdómi sem verður að draga frá okkar öflugustu bandamönnum og samstarfsþjóðum. Við erum öfundsverður félagsskapur, sem helgast af því að það hefur verið lögð rækt við hann. NB8-samstarfið svokallaða, sem hefur einnig verið í brennidepli að undanförnu, sameinar jafnframt Norðurlöndin fimm og Eystrasaltsríkin þrjú. Fyrr á þessu ári komu NB8 ríkin sér saman um að unnar yrðu tillögur um eflingu öryggis- og varnarsamstarfs sín á milli. Með þessu sýna leiðtogar ríkjanna ekki bara mikinn vilja til að styrkja sameiginlegar varnir og tryggja stöðugleika á svæðinu, því samtakamátturinn og samstaðan vekur athygli í allar áttir. Nýverið fór fram febrúarfundur í störfum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Öryggis- og varnarmál eru þar á allra vörum, og við getum notið þess að búa að gríðarlegri þekkingu bandamanna okkar sem eiga landamæri að Rússlandi sem við verðum að nýta okkur inn í mótun nýrrar öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Til að mynda var haldin málstofa um skuggaflota Rússlands í Eystrasaltshafi, þar sem skip úr ýmsum heimshlutum hafa siglt bókstaflega undir fölsku flaggi í ljósi viðskiptaþvingana sem beitt hefur verið gagnvart Rússum til að flytja olíu og annan varning hafna á milli. Þetta eru vægast sagt illa útbúin skip og geta skapað gríðarlega hættu á umhverfisslysum. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu augljós hætta skapast af raski á sæstrengjum og mikilvægum leiðslum sem liggja á botni sjávar. Við fögnum því þess vegna sérstaklega að norrænir bandamenn okkar vilji nýta vettvang Norðurlandaráðs til þess að þétta raðirnar, sýna öðrum ríkjum öfluga samstöðu og að hér innan okkar raða sé ekki bara búið að formfesta varnarsamstarf okkar innan raða NATO með nýlegri inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið. Norðurlandaráð er ekki varnarbandalag, og getur sem slíkt ekki sinnt þeirri stoð í varnarstefnu Íslands líkt og NATO hefur gert frá stofnun þess. Eftir því sem þverpólitískt norrænt samstarf setur meiri fókus á net- og orkuöryggi, matvælaöryggi, sæstrengi, upplýsingaóreiðu, netárásir og það sem við köllum fjölþáttaógnir, verður vettvangurinn dýrmætari. Ísland er sökum smæðar ekki í aðstöðu til að sinna varnarmálum á eigin spýtur. Það skiptir öllu máli að taka skrefin samstíga í stærri hópi þjóða sem deila hagsmunum okkar og gildum. Hér eigum við einnig að horfa til þess að Noregur stendur líkt og við utan Evrópusambandsins, en á með sambærilegum hætti og Ísland mikið undir þegar kemur að varnarsamstarfi við Bandaríkin. Norræn samstaða um öryggis- og varnarmál skiptir því öllu þegar rætt er um skipan okkar í alþjóðasamstarfi. Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu á ekki erindi inn í traust samtal norræna vettvangsins sem verið er að byggja upp með hætti sem vekur heimsathygli. Við jafnaðarmenn höfum byggt fast á þeirri sýn að farsælar samfélagsbreytingar verða að byggjast á öruggum en um leið ákveðnum skrefum í þágu skýrt skilgreindra markmiða. Þau sjónarmið eiga líka við um erfiðar ákvarðanir fyrir alþjóðasamfélagið á óvissutímum, ekki síst þegar kemur að uppbyggingu varnarinnviða. Heimsbyggðin horfir til Norðurlanda og félagshyggjusamfélaga þeirra. Forystu nýrrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur sem samanstendur af fulltrúum þriggja flokka sem sameinast um breiðar línur í íslenskri þjóðarsál, í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja, er vel treystandi fyrir því verkefni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Norðurlandaráð Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Öryggis- og varnarmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar minnst er á Norðurlandaráð í daglegu tali verður mögulega einhverjum fyrst hugsað um bókmenntir og verðlaunahátíðir. Það er ekki óeðlilegt – sameiginlegur menningararfur á Norðurslóðum hefur í gegnum tíðina gert okkur Norðurlöndin að bestu bandamönnum hvors annars og það er ekki ódýr vinskapur á óróatímum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur tilkynnt um fyrirhugaða endurskoðun öryggis- og varnarmálastefnu fyrir Ísland með stofnun þverpólitískrar nefndar sem ber að fagna. Af því tilefni ber að ítreka mikilvægi þess að norrænar áherslur fái notið sín með hliðsjón af gríðarlega öflugri vinnu sem fer nú fram á vettvangi Norðurlandaráðs og NB8, og þeim lærdómi sem verður að draga frá okkar öflugustu bandamönnum og samstarfsþjóðum. Við erum öfundsverður félagsskapur, sem helgast af því að það hefur verið lögð rækt við hann. NB8-samstarfið svokallaða, sem hefur einnig verið í brennidepli að undanförnu, sameinar jafnframt Norðurlöndin fimm og Eystrasaltsríkin þrjú. Fyrr á þessu ári komu NB8 ríkin sér saman um að unnar yrðu tillögur um eflingu öryggis- og varnarsamstarfs sín á milli. Með þessu sýna leiðtogar ríkjanna ekki bara mikinn vilja til að styrkja sameiginlegar varnir og tryggja stöðugleika á svæðinu, því samtakamátturinn og samstaðan vekur athygli í allar áttir. Nýverið fór fram febrúarfundur í störfum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Öryggis- og varnarmál eru þar á allra vörum, og við getum notið þess að búa að gríðarlegri þekkingu bandamanna okkar sem eiga landamæri að Rússlandi sem við verðum að nýta okkur inn í mótun nýrrar öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Til að mynda var haldin málstofa um skuggaflota Rússlands í Eystrasaltshafi, þar sem skip úr ýmsum heimshlutum hafa siglt bókstaflega undir fölsku flaggi í ljósi viðskiptaþvingana sem beitt hefur verið gagnvart Rússum til að flytja olíu og annan varning hafna á milli. Þetta eru vægast sagt illa útbúin skip og geta skapað gríðarlega hættu á umhverfisslysum. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu augljós hætta skapast af raski á sæstrengjum og mikilvægum leiðslum sem liggja á botni sjávar. Við fögnum því þess vegna sérstaklega að norrænir bandamenn okkar vilji nýta vettvang Norðurlandaráðs til þess að þétta raðirnar, sýna öðrum ríkjum öfluga samstöðu og að hér innan okkar raða sé ekki bara búið að formfesta varnarsamstarf okkar innan raða NATO með nýlegri inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið. Norðurlandaráð er ekki varnarbandalag, og getur sem slíkt ekki sinnt þeirri stoð í varnarstefnu Íslands líkt og NATO hefur gert frá stofnun þess. Eftir því sem þverpólitískt norrænt samstarf setur meiri fókus á net- og orkuöryggi, matvælaöryggi, sæstrengi, upplýsingaóreiðu, netárásir og það sem við köllum fjölþáttaógnir, verður vettvangurinn dýrmætari. Ísland er sökum smæðar ekki í aðstöðu til að sinna varnarmálum á eigin spýtur. Það skiptir öllu máli að taka skrefin samstíga í stærri hópi þjóða sem deila hagsmunum okkar og gildum. Hér eigum við einnig að horfa til þess að Noregur stendur líkt og við utan Evrópusambandsins, en á með sambærilegum hætti og Ísland mikið undir þegar kemur að varnarsamstarfi við Bandaríkin. Norræn samstaða um öryggis- og varnarmál skiptir því öllu þegar rætt er um skipan okkar í alþjóðasamstarfi. Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu á ekki erindi inn í traust samtal norræna vettvangsins sem verið er að byggja upp með hætti sem vekur heimsathygli. Við jafnaðarmenn höfum byggt fast á þeirri sýn að farsælar samfélagsbreytingar verða að byggjast á öruggum en um leið ákveðnum skrefum í þágu skýrt skilgreindra markmiða. Þau sjónarmið eiga líka við um erfiðar ákvarðanir fyrir alþjóðasamfélagið á óvissutímum, ekki síst þegar kemur að uppbyggingu varnarinnviða. Heimsbyggðin horfir til Norðurlanda og félagshyggjusamfélaga þeirra. Forystu nýrrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur sem samanstendur af fulltrúum þriggja flokka sem sameinast um breiðar línur í íslenskri þjóðarsál, í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja, er vel treystandi fyrir því verkefni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar