Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. mars 2025 08:02 Ragnheiður Magnúsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Óskar Þór Karlsson og Eiríkur Böðvarsson ásamt Bryndísi Klöru, barnabarni sínu. Saga Bryndísar Klöru þarf að verða vendipunktur í baráttunni gegn ofbeldi, segja ömmur og afar hennar sem kalla eftir hertri löggjöf um ábyrgð foreldra, auknum forvörnum, sterkari úrræðum í skólakerfinu og bættum stuðningi fyrir þolendur og börn í vanda. Bryndís Klara Birgisdóttir lést einungis sautján ára gömul eftir stunguárás á menningarnótt í fyrra. Málið skók þjóðina og foreldrar hennar stigu á dögunum fram í Kompás og sögðu Bryndísar í von um að hún myndi leiða til breytinga. Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi, svaraði ákalli foreldranna í aðsendri grein á Vísi og sagðist vilja gerast riddari kærleikans. Þar sagðist hún hvorki vilja draga úr ábyrgð hans né afsaka en fór þó yfir áfallasögu drengsins og kallaði eftir því að betur væri hugað að börnum sem upplifa áföll. „Við viljum þakka Dagnýju fyrir samúðarkveðjur hennar og fyrir að stíga fram, sýna hugrekki og standa andspænis þeirri hræðilegu martröð sem mun fylgja fjölskyldu Bryndísar Klöru um ókomna tíð vegna voveiflegs fráfalls hennar. Það krefst mikils hugrekkis af hennar hálfu, sem ömmu gerandans, að segja sína sögu á svo einlægan og opinskáan hátt,“ segja ömmur og afar Bryndísar í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. „Þessi frásögn á rétt á því að heyrast og að baki hverri sögu eru margar hliðar. Umfram allt berum við sem samfélag ábyrgð á að tryggja að umræða leiði til raunverulegra breytinga og bættrar velferðar fyrir öll börn,“ segja þau. Í þeirra augum snúist harmleikurinn fyrst og fremst um Bryndísi Klöru, barnabarnið þeirra. „Bryndís var manneskja með drauma, vonir og áform en var svipt því öllu á hræðilegan hátt af jafnaldra sínum á Menningarnótt í Reykjavíkurborg.“ Ömmur og afar Bryndísar Klöru kalla eftir breytingum á samfélaginu en ítreka að einnig þurfi að axla ábyrgð.Vísir/ArnarHalldórs Í umræðunni megi ekki gleyma því að ekkert í aðstæðum gerandans breyti þeirri staðreynd að Bryndís Klara hafi verið blásaklaus stúlka, sem hafi verið myrt á ofbeldisfullan hátt. „Aðstæður í lífi gerandans eru óviðkomandi arfleifð Bryndísar Klöru og glímunni sem foreldrar hennar þurfa að etja sökum sársaukans, sorgar og söknuðar sem fylgir því að missa barn og framtíðinni með barni sínu,“ skrifa ömmur hennar og afar. Ekki megi draga úr ábyrgðinni Þrátt fyrir að mikilvægt sé að fyrirbyggja framtíðarglæpi með umbótum megi ákveðnir angar umræðunnar ekki draga úr ásýnd ábyrgðar, réttlátrar meðferðar eða útkomu máls. „Það er röskun á friðhelgi Bryndísar og okkar sem syrgja hana, að sakhæfur einstaklingur sem tók líf hennar á hrottafenginn hátt og bíður þess að mál hans hljóti meðferð fyrir dómi, fái notið opinberrar rökræðu meðal almennings um hvaða ytri þættir kunni að hafa stuðlað að glæp hans.“ Bleikum bekkjum til minningar um BryndísiKlöru hefur verið komið upp víða, enda bleikur uppáhalds litur hennar.vísir/Einar Árnason Þau hafi séð börn takast á við marvíslegar aðstæður; sum alist upp við öryggi á sama tíma og önnur búi við skort. „Þrátt fyrir slíkar áskoranir hafa flest börn burði til að velja lífsleið sem byggir á virðingu fyrir öðrum. Engar félagslegar aðstæður réttlæta ákvörðun sakhæfs einstaklings, þó á barnaldri sé, að ráðast gegn lífi og heilsu annarra. Þótt umhverfi og uppvöxtur hafi áhrif á einstakling, verður gerandi að gangast við eigin gjörðum. Hugmyndin um að tilteknar aðstæður geri ofbeldi að líklegri afleiðingu, er ekki aðeins röng heldur einnig lítilsvirðing gagnvart þeim sem glímdu við brotna bernsku án þess að hafa beitt aðra ofbeldi.“ Tími aðgerða liðinn Samfélagið beri þó ábyrgð á því að tryggja úrræði séu til staðar fyrir börn í viðkvæmri stöðu. Nú blasi við sú hryllilega staðreynd að tími nauðsynlegra aðgerða sé þegar liðinn, með skelfilegum afleiðingum. „Morð barns á öðru barni er mesta mögulega fórn sem brotið samfélag getur goldið.” Mál gerandans í stunguárásinni á menningarnótt er nú til meðferðar hjá héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps.Vísir/Vilhelm Réttarkerfið þurfi að tryggja bæði skýrar afleiðingar fyrir þá sem fremja ofbeldi og úrræði fyrir þá sem þjást. „Lærdómur samfélags er mikilvægur þáttur í framfylgd réttlætis og þar eru forvarnir grundvallaratriði. Sá þáttur felur í sér aukna menntun um siðferðileg gildi, öflugri stuðning við fjölskyldur í áhættu og tryggingu fyrir því að þolendur hafi greiðan aðgang að sálrænum, lagalegum og félagslegum úrræðum.“ Þeim beri nú skylda til þess að hrópa eftir réttlæti til handa Bryndísi Klöru, sem hafi verið svipt þeirri rödd sinni. „Samfélaginu ber skylda til að hlusta og tryggja að saga Bryndísar gleymist ekki heldur verði vendipunktur í baráttunni gegn ofbeldi. Við hvetjum alla – frá stjórnvöldum til almennings – að grípa til aðgerða: herða löggjöf um ábyrgð foreldra, efla forvarnir og úrræði í skólakerfinu og tryggja að þolendur og börn í vanda fái fullnægjandi vernd og stuðning. Við berum sameiginlega ábyrgð á að byggja upp öruggt samfélag þar sem mannréttindi eru virt og ekkert barn þurfi að óttast um líf sitt heldur geti lifað hér á landi, áhyggjulaust í umhverfi sínu. Ofbeldi gegn börnum verður ekki liðið – ekki nú, ekki síðar, aldrei,“ segja ömmur og afar Bryndísar Klöru. Stunguárás við Skúlagötu Kompás Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Bryndís Klara Birgisdóttir lést einungis sautján ára gömul eftir stunguárás á menningarnótt í fyrra. Málið skók þjóðina og foreldrar hennar stigu á dögunum fram í Kompás og sögðu Bryndísar í von um að hún myndi leiða til breytinga. Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi, svaraði ákalli foreldranna í aðsendri grein á Vísi og sagðist vilja gerast riddari kærleikans. Þar sagðist hún hvorki vilja draga úr ábyrgð hans né afsaka en fór þó yfir áfallasögu drengsins og kallaði eftir því að betur væri hugað að börnum sem upplifa áföll. „Við viljum þakka Dagnýju fyrir samúðarkveðjur hennar og fyrir að stíga fram, sýna hugrekki og standa andspænis þeirri hræðilegu martröð sem mun fylgja fjölskyldu Bryndísar Klöru um ókomna tíð vegna voveiflegs fráfalls hennar. Það krefst mikils hugrekkis af hennar hálfu, sem ömmu gerandans, að segja sína sögu á svo einlægan og opinskáan hátt,“ segja ömmur og afar Bryndísar í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. „Þessi frásögn á rétt á því að heyrast og að baki hverri sögu eru margar hliðar. Umfram allt berum við sem samfélag ábyrgð á að tryggja að umræða leiði til raunverulegra breytinga og bættrar velferðar fyrir öll börn,“ segja þau. Í þeirra augum snúist harmleikurinn fyrst og fremst um Bryndísi Klöru, barnabarnið þeirra. „Bryndís var manneskja með drauma, vonir og áform en var svipt því öllu á hræðilegan hátt af jafnaldra sínum á Menningarnótt í Reykjavíkurborg.“ Ömmur og afar Bryndísar Klöru kalla eftir breytingum á samfélaginu en ítreka að einnig þurfi að axla ábyrgð.Vísir/ArnarHalldórs Í umræðunni megi ekki gleyma því að ekkert í aðstæðum gerandans breyti þeirri staðreynd að Bryndís Klara hafi verið blásaklaus stúlka, sem hafi verið myrt á ofbeldisfullan hátt. „Aðstæður í lífi gerandans eru óviðkomandi arfleifð Bryndísar Klöru og glímunni sem foreldrar hennar þurfa að etja sökum sársaukans, sorgar og söknuðar sem fylgir því að missa barn og framtíðinni með barni sínu,“ skrifa ömmur hennar og afar. Ekki megi draga úr ábyrgðinni Þrátt fyrir að mikilvægt sé að fyrirbyggja framtíðarglæpi með umbótum megi ákveðnir angar umræðunnar ekki draga úr ásýnd ábyrgðar, réttlátrar meðferðar eða útkomu máls. „Það er röskun á friðhelgi Bryndísar og okkar sem syrgja hana, að sakhæfur einstaklingur sem tók líf hennar á hrottafenginn hátt og bíður þess að mál hans hljóti meðferð fyrir dómi, fái notið opinberrar rökræðu meðal almennings um hvaða ytri þættir kunni að hafa stuðlað að glæp hans.“ Bleikum bekkjum til minningar um BryndísiKlöru hefur verið komið upp víða, enda bleikur uppáhalds litur hennar.vísir/Einar Árnason Þau hafi séð börn takast á við marvíslegar aðstæður; sum alist upp við öryggi á sama tíma og önnur búi við skort. „Þrátt fyrir slíkar áskoranir hafa flest börn burði til að velja lífsleið sem byggir á virðingu fyrir öðrum. Engar félagslegar aðstæður réttlæta ákvörðun sakhæfs einstaklings, þó á barnaldri sé, að ráðast gegn lífi og heilsu annarra. Þótt umhverfi og uppvöxtur hafi áhrif á einstakling, verður gerandi að gangast við eigin gjörðum. Hugmyndin um að tilteknar aðstæður geri ofbeldi að líklegri afleiðingu, er ekki aðeins röng heldur einnig lítilsvirðing gagnvart þeim sem glímdu við brotna bernsku án þess að hafa beitt aðra ofbeldi.“ Tími aðgerða liðinn Samfélagið beri þó ábyrgð á því að tryggja úrræði séu til staðar fyrir börn í viðkvæmri stöðu. Nú blasi við sú hryllilega staðreynd að tími nauðsynlegra aðgerða sé þegar liðinn, með skelfilegum afleiðingum. „Morð barns á öðru barni er mesta mögulega fórn sem brotið samfélag getur goldið.” Mál gerandans í stunguárásinni á menningarnótt er nú til meðferðar hjá héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps.Vísir/Vilhelm Réttarkerfið þurfi að tryggja bæði skýrar afleiðingar fyrir þá sem fremja ofbeldi og úrræði fyrir þá sem þjást. „Lærdómur samfélags er mikilvægur þáttur í framfylgd réttlætis og þar eru forvarnir grundvallaratriði. Sá þáttur felur í sér aukna menntun um siðferðileg gildi, öflugri stuðning við fjölskyldur í áhættu og tryggingu fyrir því að þolendur hafi greiðan aðgang að sálrænum, lagalegum og félagslegum úrræðum.“ Þeim beri nú skylda til þess að hrópa eftir réttlæti til handa Bryndísi Klöru, sem hafi verið svipt þeirri rödd sinni. „Samfélaginu ber skylda til að hlusta og tryggja að saga Bryndísar gleymist ekki heldur verði vendipunktur í baráttunni gegn ofbeldi. Við hvetjum alla – frá stjórnvöldum til almennings – að grípa til aðgerða: herða löggjöf um ábyrgð foreldra, efla forvarnir og úrræði í skólakerfinu og tryggja að þolendur og börn í vanda fái fullnægjandi vernd og stuðning. Við berum sameiginlega ábyrgð á að byggja upp öruggt samfélag þar sem mannréttindi eru virt og ekkert barn þurfi að óttast um líf sitt heldur geti lifað hér á landi, áhyggjulaust í umhverfi sínu. Ofbeldi gegn börnum verður ekki liðið – ekki nú, ekki síðar, aldrei,“ segja ömmur og afar Bryndísar Klöru.
Stunguárás við Skúlagötu Kompás Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira