Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2025 20:02 Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs sem Ragnar Sigurður Kristjánsson vann. Vísir/Margrét Helga Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni. Viðskiptaráð Íslands kynnti í dag nýja úttekt á umhverfi fjölmiðla á Íslandi sem kallast Afsakið hlé: Umhverfi fjölmiðla á Íslandi og fjallar um samkeppnisstöðu fjölmiðla og framtíðarhorfur. Hún varpar ljósi á hversu mjög hefur fækkað á ritstjórnum einkarekinna miðla frá 2008. Ragnar Sigurður Kristjánsson er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Íslands. „Frá árinu 2008 hefur starfandi hjá einkareknum miðlum fækkað um 70% þannig að staða þeirra gagnvart RÚV hjá markaðnum hefur veikst verulega.“ Verulega fækkaði á ritstjórn RÚV árið 2013 en tala má um frjálst fall hjá einkareknum fjölmiðlunum frá 2016 -2020 en fjölmiðlastyrkir voru innleiddir árið 2020. „Á þessum tíma hefur ríkisútvarpið farið í eina hagræðingaraðgerð sem var 2013 þegar fækkað var um 60 stöðugildi en síðan þá hefur fjölgað aftur um 13% eða um 30 manns en á sama tíma hefur fækkað um eitt þúsund hjá einkareknu miðlunum.“ Úttektin sýnir samanburð ríkisfjölmiðla á Norðurlöndunum. „Markaðshlutdeild RÚV hér er þreföld á við það sem gerist að meðaltali á Norðurlöndunum og RÚV er eini ríkismiðillinn sem hefur heimild til auglýsingasölu,“ segir Ragnar. Ráðið kallar eftir úrbótum. „Um hvernig skapa megi heilbrigðara samkeppnisumhverfi á fjölmiðlamarkaði og jafna stöðu innlendra og erlendra miðla til dæmis hvað varðar auglýsingasölu og færa markaðshlutdeild RÚV nær því sem gerist á Norðurlöndunum þannig að staðan sé í raun líkari því sem gerist á Norðurlöndunum og þessar 4 tillögur myndu skila fjórum milljörðum í tekjuauka fyrir einkareknu miðlana.“ Þess skal getið að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er einkarekin. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. 5. mars 2025 15:53 Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands kynnti í dag nýja úttekt á umhverfi fjölmiðla á Íslandi sem kallast Afsakið hlé: Umhverfi fjölmiðla á Íslandi og fjallar um samkeppnisstöðu fjölmiðla og framtíðarhorfur. Hún varpar ljósi á hversu mjög hefur fækkað á ritstjórnum einkarekinna miðla frá 2008. Ragnar Sigurður Kristjánsson er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Íslands. „Frá árinu 2008 hefur starfandi hjá einkareknum miðlum fækkað um 70% þannig að staða þeirra gagnvart RÚV hjá markaðnum hefur veikst verulega.“ Verulega fækkaði á ritstjórn RÚV árið 2013 en tala má um frjálst fall hjá einkareknum fjölmiðlunum frá 2016 -2020 en fjölmiðlastyrkir voru innleiddir árið 2020. „Á þessum tíma hefur ríkisútvarpið farið í eina hagræðingaraðgerð sem var 2013 þegar fækkað var um 60 stöðugildi en síðan þá hefur fjölgað aftur um 13% eða um 30 manns en á sama tíma hefur fækkað um eitt þúsund hjá einkareknu miðlunum.“ Úttektin sýnir samanburð ríkisfjölmiðla á Norðurlöndunum. „Markaðshlutdeild RÚV hér er þreföld á við það sem gerist að meðaltali á Norðurlöndunum og RÚV er eini ríkismiðillinn sem hefur heimild til auglýsingasölu,“ segir Ragnar. Ráðið kallar eftir úrbótum. „Um hvernig skapa megi heilbrigðara samkeppnisumhverfi á fjölmiðlamarkaði og jafna stöðu innlendra og erlendra miðla til dæmis hvað varðar auglýsingasölu og færa markaðshlutdeild RÚV nær því sem gerist á Norðurlöndunum þannig að staðan sé í raun líkari því sem gerist á Norðurlöndunum og þessar 4 tillögur myndu skila fjórum milljörðum í tekjuauka fyrir einkareknu miðlana.“ Þess skal getið að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er einkarekin.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. 5. mars 2025 15:53 Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
„Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. 5. mars 2025 15:53
Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03