Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2025 12:40 Söngelsku bræðurnir í VÆB hafa slegið í gegn og krakkarnir keppast við að líkjast þeim á öskudaginn. Allt sem gæti minnt á útlit Væb-strákanna í Söngvakeppninni hefur rokið úr Partýbúðinni að sögn verslunarstjóra sem hefur selt alveg gríðarlega mikið af silfurlituðum flíkum og speglagleraugum. Hún segir að meginbreytingin frá fyrri árum sé aukin þátttaka hinna fullorðnu í öskudagsfjörinu. Líkt og fyrri ár var nóg að gera hjá starfsfólki Partýbúðarinnar í Skeifunni í gær sem hafði opið hjá sér til miðnættis til að allir gætu nælt sér í búning sem vildu. Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri Partýbúðarinnar var spurð hvort sterk innkoma hrekkjavökunnar á Íslandi hafi minnkað vægi Öskudagsins. „Nei, fyrst þegar hrekkjavakan var að byrja þá voru það sömu búningarnir í bæði en nú svissum við bara alveg um. Það eru bara fallegir búningar fyrir öskudaginn og ljótir búningar fyrir hrekkjavöku. Eða hryllilegir, við skulum ekki segja ljótir,“ segir Valgerður og hlær. Hvað sækjast krakkarnir í nú í ár? „Sko, Væb er náttúrulega búið að slá alveg gjörsamlega í gegn og allt sem var silfurlitað eða með speglagleraugum mokaðist út hjá okkur. Svo náttúrulega var Squid Game rosalega vinsælt, það var að vísu líka á hrekkjavökunni en nýju þættirnir hafa greinilega slegið í gegn. Svo eru prinsessur náttúrulega rosalega stórar og svo Pókemon, rosalega margir yngri krakkar völdu svoleiðis búninga.“ En aðalbreytingin í ár varðar eldri deildina að sögn Valgerðar. Fullorðna fólkið sé í auknum mæli farið að kaupa sér búninga fyrir öskudaginn. Uppblásnir búningar í alls kyns myndum, til dæmis hamborgarar, hafi selst vel. „Það hefur alltaf verið þannig að kennarar og leikskólakennarar klæða sig upp en mér finnst fleiri og fleiri starfsmenn fyrirtækja klæða sig upp og taka á móti krökkunum í búning, sem eru að koma og syngja. Mér finnst það rosalega skemmtileg breyting.“ Öskudagur Börn og uppeldi Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Sjá meira
Líkt og fyrri ár var nóg að gera hjá starfsfólki Partýbúðarinnar í Skeifunni í gær sem hafði opið hjá sér til miðnættis til að allir gætu nælt sér í búning sem vildu. Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri Partýbúðarinnar var spurð hvort sterk innkoma hrekkjavökunnar á Íslandi hafi minnkað vægi Öskudagsins. „Nei, fyrst þegar hrekkjavakan var að byrja þá voru það sömu búningarnir í bæði en nú svissum við bara alveg um. Það eru bara fallegir búningar fyrir öskudaginn og ljótir búningar fyrir hrekkjavöku. Eða hryllilegir, við skulum ekki segja ljótir,“ segir Valgerður og hlær. Hvað sækjast krakkarnir í nú í ár? „Sko, Væb er náttúrulega búið að slá alveg gjörsamlega í gegn og allt sem var silfurlitað eða með speglagleraugum mokaðist út hjá okkur. Svo náttúrulega var Squid Game rosalega vinsælt, það var að vísu líka á hrekkjavökunni en nýju þættirnir hafa greinilega slegið í gegn. Svo eru prinsessur náttúrulega rosalega stórar og svo Pókemon, rosalega margir yngri krakkar völdu svoleiðis búninga.“ En aðalbreytingin í ár varðar eldri deildina að sögn Valgerðar. Fullorðna fólkið sé í auknum mæli farið að kaupa sér búninga fyrir öskudaginn. Uppblásnir búningar í alls kyns myndum, til dæmis hamborgarar, hafi selst vel. „Það hefur alltaf verið þannig að kennarar og leikskólakennarar klæða sig upp en mér finnst fleiri og fleiri starfsmenn fyrirtækja klæða sig upp og taka á móti krökkunum í búning, sem eru að koma og syngja. Mér finnst það rosalega skemmtileg breyting.“
Öskudagur Börn og uppeldi Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Sjá meira