Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 13:46 James Wade teygði út tunguna og sleikti háls Luke Humphries fyrir viðureign þeirra. Samsett/Getty/Skjáskot Furðulegt og „ógeðslegt“ atvik átti sér stað fyrir leik James Wade og Luke Humphries í átta manna úrslitum Opna breska mótsins í pílukasti og málið gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Wade. Wade virtist sleikja háls Humphries þegar þeir heilsuðust uppi á sviði fyrir leik. Humphries, sem er fyrrverandi heimsmeistari, var augljóslega ekki skemmt. Fyrrverandi pílukappinn Paul Nicholson telur að Wade gæti verið refsað vegna málsins. Eftir tungufimleika Wade var Humphries, samkvæmt ensku götublöðunum, greinilega í slæmu skapi og þeir tókust ekki í hendur fyrir úrslitalegginn. Þess í stað virtist Luke labba með öxlina utan í Wade eftir að sá síðarnefndi hafði landað sigri. Humphries tjáði sig svo í færslu á samfélagsmiðlum sem hann síðar eyddi og sagði Wade ekki hafa átt inni neina virðingu hjá sér þrátt fyrir 10-9 sigurinn: „Það elska allir að sjá menn vera tapsára en ég er vanalega einn sá fagmannlegasti þegar kemur að því að takast á við tap í þessari íþrótt,“ skrifaði Humphries í færslunni sem hann eyddi, og bætti við: „Ég ætlaði ekki að láta eins og ég væri glaður og faðma mann sem átti enga virðingu skilið eftir það hvernig hann lét allan leikinn.“ Humphries called out James Wade after the 'disgusting' incident in a now-deleted post, but that isn't the end of it... 😬 pic.twitter.com/3HMrgLMh38— SPORTbible (@sportbible) March 5, 2025 Humphries hefur sætt einhverri gagnrýni en fyrrnefndur Paul Nicholson tók til varna fyrir hann í samtali við Sporting Life: „Það væri fáránlegt ef einhver kallaði Humphries tapsáran og ferilskrá hans, þegar kemur að því að taka tapi af auðmýkt, talar sínu máli. Það hafði greinilega byggst upp spenna og þeir skiptust ekki á hinu hefðbundna handabandi eða hnefafimmu fyrir úrslitalegginn, og það að Wade skyldi sleikja háls Humphries fyrir leikinn gæti hafa valdið vandamálum. Ég stend með Luke í þessu. Keppnismenn verða stundum að segja að nú sé nóg komið. Ef að menn eru að fara yfir strikið þá geta þeir ekki búist við því að fá virðingu í staðinn. Myndin sem birtist af James að reka út tunguna og snerta háls Luke var ógeðsleg og ég yrði ekki hissa ef að þetta yrði rannsakað. Hvort það var þetta sem angraði Luke eða eitthvað annað, þá var það ekki vegna þess að hann sé tapsár sem hann lét svona eftir leikinn,“ sagði Nicholson. Pílukast Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Sjá meira
Wade virtist sleikja háls Humphries þegar þeir heilsuðust uppi á sviði fyrir leik. Humphries, sem er fyrrverandi heimsmeistari, var augljóslega ekki skemmt. Fyrrverandi pílukappinn Paul Nicholson telur að Wade gæti verið refsað vegna málsins. Eftir tungufimleika Wade var Humphries, samkvæmt ensku götublöðunum, greinilega í slæmu skapi og þeir tókust ekki í hendur fyrir úrslitalegginn. Þess í stað virtist Luke labba með öxlina utan í Wade eftir að sá síðarnefndi hafði landað sigri. Humphries tjáði sig svo í færslu á samfélagsmiðlum sem hann síðar eyddi og sagði Wade ekki hafa átt inni neina virðingu hjá sér þrátt fyrir 10-9 sigurinn: „Það elska allir að sjá menn vera tapsára en ég er vanalega einn sá fagmannlegasti þegar kemur að því að takast á við tap í þessari íþrótt,“ skrifaði Humphries í færslunni sem hann eyddi, og bætti við: „Ég ætlaði ekki að láta eins og ég væri glaður og faðma mann sem átti enga virðingu skilið eftir það hvernig hann lét allan leikinn.“ Humphries called out James Wade after the 'disgusting' incident in a now-deleted post, but that isn't the end of it... 😬 pic.twitter.com/3HMrgLMh38— SPORTbible (@sportbible) March 5, 2025 Humphries hefur sætt einhverri gagnrýni en fyrrnefndur Paul Nicholson tók til varna fyrir hann í samtali við Sporting Life: „Það væri fáránlegt ef einhver kallaði Humphries tapsáran og ferilskrá hans, þegar kemur að því að taka tapi af auðmýkt, talar sínu máli. Það hafði greinilega byggst upp spenna og þeir skiptust ekki á hinu hefðbundna handabandi eða hnefafimmu fyrir úrslitalegginn, og það að Wade skyldi sleikja háls Humphries fyrir leikinn gæti hafa valdið vandamálum. Ég stend með Luke í þessu. Keppnismenn verða stundum að segja að nú sé nóg komið. Ef að menn eru að fara yfir strikið þá geta þeir ekki búist við því að fá virðingu í staðinn. Myndin sem birtist af James að reka út tunguna og snerta háls Luke var ógeðsleg og ég yrði ekki hissa ef að þetta yrði rannsakað. Hvort það var þetta sem angraði Luke eða eitthvað annað, þá var það ekki vegna þess að hann sé tapsár sem hann lét svona eftir leikinn,“ sagði Nicholson.
Pílukast Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Sjá meira