Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 5. mars 2025 09:30 Það leynast margar bókmenntaperlur í Biblíunni og ein þeirra er sagan af Jósef og bræðrum hans en hún spannar þrettán kafla í Fyrstu Mósebók. Sagan er sjálfstæð „nóvella“ að bókmenntaformi, það sem stundum er nefnt miðsaga, og segir frá sonum Jakobs er saman mynda tólf ættkvíslir gyðingdóms. Sagan af Jósef og bræðrum hans Bræður Jósefs öfunduðu samband hans við föður þeirra og afréðu að drepa hann, en láta sér nægja að selja hann í þrældóm til Egyptalands. „Er Jósef kom til bræðra sinna klæddu þeir hann úr kyrtlinum, dragsíða kyrtlinum, sem hann var í, tóku hann og köstuðu honum í gryfjuna.“ „Komið, við skulum selja hann“ ákváðu bræðurnir, en föður sínum færðu þeir kyrtilinn útötuðum í blóði geithafurs. Jakob dró þá ályktun að villidýr hafi étið hann og hann syrgði son sinn mjög. Í kjölfarið segir sagan frá viðsnúningi örlaga en Jósef kemst til metorða í Egyptalandi og þegar hungursneyð herjar á heimaland hans, leita bræður Jósefs hjálpar hjá honum án þess að þekkja hann aftur. Í niðurlagi sögunnar verða loks endurfundir og Jósef fyrirgefur bræðrum sínum og nær sáttum við föður sinn og fjölskyldu. Boðskapur Jósefsögunnar er margþættur en ein hlið hennar varðar það ofbeldi sem einelti er. Einelti á Íslandi Ég var í grunnskóla þegar umræðan um einelti hófst fyrir alvöru á Íslandi á 9. áratugnum og þó fræðslan sem við fengum hafi verið vönduð, var látið í veðri vaka að vandamálið einskorðist við börn. Einelti er sammannlegt vandamál og þó oft sé auðveldara að greina það í barna- og unglingamenningu, er það ekki síður viðvarandi vandamál meðal fullorðinna. Til eru margar skilgreiningar á einelti en allar segja þær það sama. „Einelti er þegar einhver er tekinn fyrir, í langan tíma af einum einstaklingi eða fleirum, og hann [...] eða hún er óvarin(n) fyrir neikvæðum atgangi“ og áreiti. Rannsakendur hafa kortlagt þann skaða sem einelti veldur, en þau sem upplifa einelti í æsku hafa oft brotna sjálfsmynd og margir þolendur upplifa skaðleg langtímaáhrif á náms- og starfsferil og jafnvel geðrænar áskoranir. Einelti í samfélagi fullorðinna er ekki síður alvarlegt og langtímaafleiðingar þess geta verið andlegar, líkamlegar og fjárhagslegar. Þó rannsóknir skorti um einelti á íslenskum vinnumarkaði eru vísbendingar um að 8-20% starfsmanna verði fyrir einelti á vinnustað og að konur séu útsettari en karlar. Einelti á vinnustað stigmagnast með tímanum og hægt er að kortleggja sex þrepa ferli sem á endanum gerir þolendur varnarlausa. Það sem byrjar sem ítrekað háð stigmagnast og leiðir til þess að þolendur fara að velta stöðu sinni fyrir sér og bregðast við með því að orða eineltið við aðra. Þegar fjórða þrepinu er náð hefur þolandi upplifað árangursleysi í tilraunum sínum til að fá aðstoð á vinnustaðnum, sem leiðir til hjálparleysis og loks því að starfsmenn draga sig alfarið í hlé í vinnunni eða hrökklast af vinnustaðnum. Til er reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum, stefna og viðbragðsáætlun, en þrátt fyrir það er vandamálið viðvarandi hérlendis. Einelti er ekki vandi einstakra skóla eða vinnustaða, hún er birtingarmynd menningar sem við höfum sammælst um að sé í lagi og samþykkjum, allavega upp að vissu marki. Hrottinn á skólalóðinni birtist okkur m.a. í þeirri tegund stjórnmála sem kallast í umræðunni stjórnmál sterka mannsins – „strongman politics“ – og eftirspurn er eftir meðal kjósenda um allan heim. Ummælakerfi og samfélagsmiðlar hafa fært upp á yfirborðið hatursorðræðu í garð minnihlutahópa sem áður var hvíslað í hornum og í fjölmiðlaumfjöllun er á köflum vandasamt að greina á milli eðlilegrar gagnrýni og hagsmunagæslu sem á skylt við einelti. Sagan af Jósef og einelti Sagan af Jósef kortleggur orsakir og þætti eineltis, á sama tíma og hún boðar von um farsæla úrlausn og úrvinnslu samskipta gerenda og þolenda. Bræður Jósefs öfunda hann, bæði af hæfileikum sínum og getu og af sambandi hans við föður þeirra. Einelti meðal fullorðinna sprettur oft af öfund í garð samstarfsmanna og í eitraðri vinnustaðamenningu er þeim oft hampað sem hafa minni getu, annarsvegar vegna öfundar í garð þeirra sem skara framúr og hinsvegar vegna þess að starfsmenn sem dvelja lengi á vinnustað fá oft stöðuhækkanir byggðar á góðri frammistöðu við einfaldari verkefni. Bræður Jósefs æsa hvern annan upp í ofbeldinu og sýna þannig hjarðhugsun og hjarðhegðun en þegar fullorðnir leggja aðra í einelti fá þeir yfirleitt stuðning frá umhverfi sínu. Í samskiptum bræðranna komu fram gagnrýnisraddir, einn bræðranna að nafni Rúben mótmælti – „Nei, við skulum ekki drepa hann“ – en að lokum réð hópurinn örlögum Jósefs. Í sinni verstu mynd birtist hjarðhugsun eða hóphugsun og hjarðhegðun í ofsóknum á borð við helförina, en við erum öll hluti af hjarðhugsun okkar tíma. Einelti birtist oft í einangrun og afmennskun og bræðurnir gera hvorutveggja við Jósef, hið fyrra með því að henda honum einum ofan í holu og hið síðara með því að selja hann í þrældóm. Afmennskun felur í sér að þolandinn eigi framkomuna skilið með einhverjum hætti og eineltisgerendur réttlæta gjörðir sínar oft með slíkum hætti. Að vinna úr afleiðingum eineltis Sagan af Jósef er þó fyrst og fremst saga manns sem kemst til metorða, þrátt fyrir ofbeldið sem hann var beittur, og nær að vinna úr afleiðingum ofbeldisins með hætti sem tengir hann aftur við föður sinn og fjölskyldu. Í Egyptalandi lét Jósef ekki fortíð sína aftra sér, heldur vann sig upp til ábyrgðar við hirð faraós á eigin verðleikum. Þá lýsir sagan iðrun bræðranna og uppgjöri Jósefs við eigin tilfinningar með heillandi hætti: „Við sáum örvæntingu hans [Jósefs] þegar hann baðst vægðar en við létum sem við heyrðum það ekki. Þess vegna erum við lentir í þessum vanda.“ Rúben svaraði þeim: „Ég bað ykkur að skaða ekki drenginn en þið létuð sem þið heyrðuð það ekki og nú fáum við að gjalda fyrir blóð hans.“ Þeir vissu ekki að Jósef skildi þá því að hann hafði talað við þá með aðstoð túlks. Þá vék Jósef frá þeim og grét“. Jósef var í kjöraðstöðu til að komið fram hefndum, að gjalda illt með illu, en hann valdi að rjúfa ofbeldið og reynast þeim vel sem höfðu meitt hann: „Nú gat Jósef ekki lengur haft stjórn á tilfinningum sínum frammi fyrir hirðmönnum sínum og skipaði þeim að fara út. [...] Jósef brast í grát og grét svo hátt að Egyptar heyrðu það [...] Jósef sagði við bræður sína: „Ég er Jósef. Er faðir minn enn á lífi?“ En bræður hans gátu ekki svarað honum, svo óttaslegnir voru þeir.“ Uppgjör við afleiðingar ofbeldis er sjaldan átakalaust, en það eru fjölmörg úrræði í boði fyrir þolendur. Jósefsagan boðar þá von að hægt sé að horfast í augu við ofbeldi og vaxa til nýs lífs og nýrra tengsla, þrátt fyrir það ofbeldi sem þolendur hafa orðið fyrir. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það leynast margar bókmenntaperlur í Biblíunni og ein þeirra er sagan af Jósef og bræðrum hans en hún spannar þrettán kafla í Fyrstu Mósebók. Sagan er sjálfstæð „nóvella“ að bókmenntaformi, það sem stundum er nefnt miðsaga, og segir frá sonum Jakobs er saman mynda tólf ættkvíslir gyðingdóms. Sagan af Jósef og bræðrum hans Bræður Jósefs öfunduðu samband hans við föður þeirra og afréðu að drepa hann, en láta sér nægja að selja hann í þrældóm til Egyptalands. „Er Jósef kom til bræðra sinna klæddu þeir hann úr kyrtlinum, dragsíða kyrtlinum, sem hann var í, tóku hann og köstuðu honum í gryfjuna.“ „Komið, við skulum selja hann“ ákváðu bræðurnir, en föður sínum færðu þeir kyrtilinn útötuðum í blóði geithafurs. Jakob dró þá ályktun að villidýr hafi étið hann og hann syrgði son sinn mjög. Í kjölfarið segir sagan frá viðsnúningi örlaga en Jósef kemst til metorða í Egyptalandi og þegar hungursneyð herjar á heimaland hans, leita bræður Jósefs hjálpar hjá honum án þess að þekkja hann aftur. Í niðurlagi sögunnar verða loks endurfundir og Jósef fyrirgefur bræðrum sínum og nær sáttum við föður sinn og fjölskyldu. Boðskapur Jósefsögunnar er margþættur en ein hlið hennar varðar það ofbeldi sem einelti er. Einelti á Íslandi Ég var í grunnskóla þegar umræðan um einelti hófst fyrir alvöru á Íslandi á 9. áratugnum og þó fræðslan sem við fengum hafi verið vönduð, var látið í veðri vaka að vandamálið einskorðist við börn. Einelti er sammannlegt vandamál og þó oft sé auðveldara að greina það í barna- og unglingamenningu, er það ekki síður viðvarandi vandamál meðal fullorðinna. Til eru margar skilgreiningar á einelti en allar segja þær það sama. „Einelti er þegar einhver er tekinn fyrir, í langan tíma af einum einstaklingi eða fleirum, og hann [...] eða hún er óvarin(n) fyrir neikvæðum atgangi“ og áreiti. Rannsakendur hafa kortlagt þann skaða sem einelti veldur, en þau sem upplifa einelti í æsku hafa oft brotna sjálfsmynd og margir þolendur upplifa skaðleg langtímaáhrif á náms- og starfsferil og jafnvel geðrænar áskoranir. Einelti í samfélagi fullorðinna er ekki síður alvarlegt og langtímaafleiðingar þess geta verið andlegar, líkamlegar og fjárhagslegar. Þó rannsóknir skorti um einelti á íslenskum vinnumarkaði eru vísbendingar um að 8-20% starfsmanna verði fyrir einelti á vinnustað og að konur séu útsettari en karlar. Einelti á vinnustað stigmagnast með tímanum og hægt er að kortleggja sex þrepa ferli sem á endanum gerir þolendur varnarlausa. Það sem byrjar sem ítrekað háð stigmagnast og leiðir til þess að þolendur fara að velta stöðu sinni fyrir sér og bregðast við með því að orða eineltið við aðra. Þegar fjórða þrepinu er náð hefur þolandi upplifað árangursleysi í tilraunum sínum til að fá aðstoð á vinnustaðnum, sem leiðir til hjálparleysis og loks því að starfsmenn draga sig alfarið í hlé í vinnunni eða hrökklast af vinnustaðnum. Til er reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum, stefna og viðbragðsáætlun, en þrátt fyrir það er vandamálið viðvarandi hérlendis. Einelti er ekki vandi einstakra skóla eða vinnustaða, hún er birtingarmynd menningar sem við höfum sammælst um að sé í lagi og samþykkjum, allavega upp að vissu marki. Hrottinn á skólalóðinni birtist okkur m.a. í þeirri tegund stjórnmála sem kallast í umræðunni stjórnmál sterka mannsins – „strongman politics“ – og eftirspurn er eftir meðal kjósenda um allan heim. Ummælakerfi og samfélagsmiðlar hafa fært upp á yfirborðið hatursorðræðu í garð minnihlutahópa sem áður var hvíslað í hornum og í fjölmiðlaumfjöllun er á köflum vandasamt að greina á milli eðlilegrar gagnrýni og hagsmunagæslu sem á skylt við einelti. Sagan af Jósef og einelti Sagan af Jósef kortleggur orsakir og þætti eineltis, á sama tíma og hún boðar von um farsæla úrlausn og úrvinnslu samskipta gerenda og þolenda. Bræður Jósefs öfunda hann, bæði af hæfileikum sínum og getu og af sambandi hans við föður þeirra. Einelti meðal fullorðinna sprettur oft af öfund í garð samstarfsmanna og í eitraðri vinnustaðamenningu er þeim oft hampað sem hafa minni getu, annarsvegar vegna öfundar í garð þeirra sem skara framúr og hinsvegar vegna þess að starfsmenn sem dvelja lengi á vinnustað fá oft stöðuhækkanir byggðar á góðri frammistöðu við einfaldari verkefni. Bræður Jósefs æsa hvern annan upp í ofbeldinu og sýna þannig hjarðhugsun og hjarðhegðun en þegar fullorðnir leggja aðra í einelti fá þeir yfirleitt stuðning frá umhverfi sínu. Í samskiptum bræðranna komu fram gagnrýnisraddir, einn bræðranna að nafni Rúben mótmælti – „Nei, við skulum ekki drepa hann“ – en að lokum réð hópurinn örlögum Jósefs. Í sinni verstu mynd birtist hjarðhugsun eða hóphugsun og hjarðhegðun í ofsóknum á borð við helförina, en við erum öll hluti af hjarðhugsun okkar tíma. Einelti birtist oft í einangrun og afmennskun og bræðurnir gera hvorutveggja við Jósef, hið fyrra með því að henda honum einum ofan í holu og hið síðara með því að selja hann í þrældóm. Afmennskun felur í sér að þolandinn eigi framkomuna skilið með einhverjum hætti og eineltisgerendur réttlæta gjörðir sínar oft með slíkum hætti. Að vinna úr afleiðingum eineltis Sagan af Jósef er þó fyrst og fremst saga manns sem kemst til metorða, þrátt fyrir ofbeldið sem hann var beittur, og nær að vinna úr afleiðingum ofbeldisins með hætti sem tengir hann aftur við föður sinn og fjölskyldu. Í Egyptalandi lét Jósef ekki fortíð sína aftra sér, heldur vann sig upp til ábyrgðar við hirð faraós á eigin verðleikum. Þá lýsir sagan iðrun bræðranna og uppgjöri Jósefs við eigin tilfinningar með heillandi hætti: „Við sáum örvæntingu hans [Jósefs] þegar hann baðst vægðar en við létum sem við heyrðum það ekki. Þess vegna erum við lentir í þessum vanda.“ Rúben svaraði þeim: „Ég bað ykkur að skaða ekki drenginn en þið létuð sem þið heyrðuð það ekki og nú fáum við að gjalda fyrir blóð hans.“ Þeir vissu ekki að Jósef skildi þá því að hann hafði talað við þá með aðstoð túlks. Þá vék Jósef frá þeim og grét“. Jósef var í kjöraðstöðu til að komið fram hefndum, að gjalda illt með illu, en hann valdi að rjúfa ofbeldið og reynast þeim vel sem höfðu meitt hann: „Nú gat Jósef ekki lengur haft stjórn á tilfinningum sínum frammi fyrir hirðmönnum sínum og skipaði þeim að fara út. [...] Jósef brast í grát og grét svo hátt að Egyptar heyrðu það [...] Jósef sagði við bræður sína: „Ég er Jósef. Er faðir minn enn á lífi?“ En bræður hans gátu ekki svarað honum, svo óttaslegnir voru þeir.“ Uppgjör við afleiðingar ofbeldis er sjaldan átakalaust, en það eru fjölmörg úrræði í boði fyrir þolendur. Jósefsagan boðar þá von að hægt sé að horfast í augu við ofbeldi og vaxa til nýs lífs og nýrra tengsla, þrátt fyrir það ofbeldi sem þolendur hafa orðið fyrir. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun