„Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2025 21:21 Óskar hefur starfað sem veitingamaður síðan 1990. Krabbameinsfélagið. Óskar Finnsson, veitingamaður, greindist með heilakrabbamein í byrjun árs 2019. Hann tók þá ákvörðun snemma í ferlinu að hann skyldi gera allt í sínu valdi til að vera lengur með fjölskyldu sinni. Hann segir sögu sína í myndbandi Krabbameinsfélagsins sem er gefið út í tilefni Mottumars. „Þegar læknirinn var að útskýra þetta fyrir okkur hjónunum hversu alvarlegt þetta væri spurði konan mín: „Á hann bara tíu ár eftir?“ Læknirinn sagði: „Nei, nei, nei“,“ lýsir hann. Óskar segir eiginkonu sína þá hafa spurt: „Já, þá fimm?“ og læknirinn svaraði: „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum.“ Líkt og áður segir ákvað Óskar að gera allt svo hann gæti verið lengur með fjölskyldunni. „Þannig þegar kallið kæmi þá gæti ég sagt: Ég gerði mitt besta og meira gat ég ekki gert.“ Í kjölfarið lagaði hann mataræðið. Hann tók sykurinn út sem og ýmist sem hann hafði leyft sér dagsdaglega. „Ég þurfti að synja mér um allt sem mér þótti gott. Í raun og veru í tæp tvö ár borðaði ég næstum því bara eitthvað sem mig langaði ekki í.“ Þar að auki fór Óskar alltaf í ræktina. „Auðvitað var ég ekki að lyfta stóru lóðunum sem strákarnir mínir voru að lyfta. Ég var bara með mín tvö til þrjú kíló, en ég fór og hreyfði mig,“ segir Óskar. „Maður vill alltaf einhverja töfraformúlu. Maður vill að læknirinn rétti manni eina töflu eða tvær og segi: „Svo verður þú bara fínn á morgun.“ En það er ekki þannig. Þetta er mataræðið, hugarfarið og hreyfingin.“ Gefur honum styrk að hjálpa fjölskyldunni Óskar segir síðan að þau hjónin hafi farið saman til sálfræðingsins. „Það var algjör bylting fyrir okkur. Ég var veiki maðurinn. Ég var sá sem átti bágt. Það var ekkert að konunni minni. Hún sat hins vegar uppi með veika manninn.“ Að sögn Óskars hefur veitingarekstur fjölskyldunnar gefið honum rosalega mikið í baráttunni. „Þar hef ég fengið að vera flest hádegi í vikunni, að hjálpa þeim, fylla á vatnsflöskur, hreinsa borðin, gera gagn, vera til staðar. Ég þarf ekkert að fara í allar þessar utanlandsferðir. Að fá að vera með fjölskyldunni sinni að gera það sem ég er búinn að vera að gera alla ævi, að vera innan um fólk og þjónusta fólk, það er það sem gefur mér kraft og styrk.“ Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Hann segir sögu sína í myndbandi Krabbameinsfélagsins sem er gefið út í tilefni Mottumars. „Þegar læknirinn var að útskýra þetta fyrir okkur hjónunum hversu alvarlegt þetta væri spurði konan mín: „Á hann bara tíu ár eftir?“ Læknirinn sagði: „Nei, nei, nei“,“ lýsir hann. Óskar segir eiginkonu sína þá hafa spurt: „Já, þá fimm?“ og læknirinn svaraði: „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum.“ Líkt og áður segir ákvað Óskar að gera allt svo hann gæti verið lengur með fjölskyldunni. „Þannig þegar kallið kæmi þá gæti ég sagt: Ég gerði mitt besta og meira gat ég ekki gert.“ Í kjölfarið lagaði hann mataræðið. Hann tók sykurinn út sem og ýmist sem hann hafði leyft sér dagsdaglega. „Ég þurfti að synja mér um allt sem mér þótti gott. Í raun og veru í tæp tvö ár borðaði ég næstum því bara eitthvað sem mig langaði ekki í.“ Þar að auki fór Óskar alltaf í ræktina. „Auðvitað var ég ekki að lyfta stóru lóðunum sem strákarnir mínir voru að lyfta. Ég var bara með mín tvö til þrjú kíló, en ég fór og hreyfði mig,“ segir Óskar. „Maður vill alltaf einhverja töfraformúlu. Maður vill að læknirinn rétti manni eina töflu eða tvær og segi: „Svo verður þú bara fínn á morgun.“ En það er ekki þannig. Þetta er mataræðið, hugarfarið og hreyfingin.“ Gefur honum styrk að hjálpa fjölskyldunni Óskar segir síðan að þau hjónin hafi farið saman til sálfræðingsins. „Það var algjör bylting fyrir okkur. Ég var veiki maðurinn. Ég var sá sem átti bágt. Það var ekkert að konunni minni. Hún sat hins vegar uppi með veika manninn.“ Að sögn Óskars hefur veitingarekstur fjölskyldunnar gefið honum rosalega mikið í baráttunni. „Þar hef ég fengið að vera flest hádegi í vikunni, að hjálpa þeim, fylla á vatnsflöskur, hreinsa borðin, gera gagn, vera til staðar. Ég þarf ekkert að fara í allar þessar utanlandsferðir. Að fá að vera með fjölskyldunni sinni að gera það sem ég er búinn að vera að gera alla ævi, að vera innan um fólk og þjónusta fólk, það er það sem gefur mér kraft og styrk.“
Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira